Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 52
HUm stefnumótun menntamála á islandi í sumar fékkst starfshópur á vegum SÍNE við athuganir á sviði mennta- mála. Þar áttu sér stað brautryðjandi umræður um eðli og framkvæmd menntunar á íslandi, og er eftirfar- andi greinargerð einn af ávöxtunum af starfi hópsins. Greinargerðina sömdu Geir Vilhjálmsson og Jón Ás- geir Sigurðsson, og var hún lögð fram á Námsmannaþingi í ágúst 1970. Nútímaleg stefnumótun byggir á rann- sóknum og vísindalegum vinnubrögðum. Aðalatriðið er að setja ákvarðanir dags- ins í dag í rökrétt orsakasamhengi við framtíðarmynd þjóðfélagsins, þ. e. a. s. að gera sér sem ljósastar langtímaafleið- ingar ákvarðananna áður en þær eru teknar. Nútímastefnurannsakendur, svo- sem Harman við Stanford-háskóla, lýsa vinnubrögðum sínum svo: „að safna sam- an öllum fáanlegum upplýsingum, niður- stöðum úr rannsóknum, skoðunum kunn- áttumanna o. s. frv. og þjappa þeim saman á þann hátt, að auðvelt sé fyrir hina ákvarðandi aðila að byggja á þeim.“ Við stefnumótun eru bornir saman mis- munandi framtíðarmöguleikar (alterna- tive futures), og þrepin, sem til þeirra leiða, eru skýrð. Hér er nauðsynlegt að gera sér vel ljóst, að framtiðin er alls ekki fastákveðin, heldur breytanleg með samræmdum aðgerðum. Og auðveldara er að taka ákvarðanir, ef við sjáum afleið- ingar þeirra fyrir gerð þjóðfélagsins í framtíðinni. Aðferðin er því sú að taka til greina sem flestar staðreyndir og þróun- arstrauma nútíðarinnar og þjappa þeim saman i nokkrar aðgengilegar myndir af mögulegum framtíðarþjóðfélögum. Slíkar framtíðarmyndir þarf að teikna upp sem skýrast og leggja síðan fyrir fólkið til stefnuákvörðunar fyrir heildina. Og þessi háttur er ævarandi, þvi að framtíðar- þjóðfélag er aldrei endanlegt. Við gerð framtíðarmynda eru teknir til greina fimm aðalþættir. Til þess að fá heilsteypta mynd er nauðsynlegt að nota alla fimm í einu: 1. Breytingalíkur hinna ýmsu hag- fræðilegu og félagsfræðilegu mælieininga, t. d. þjóðarframleiðsla, afbrotatiðni, fólksfjölgun, atvinnuleysi, fólksflutning- ar o. fl. 2. Tækniþróunin og áhrif hennar á þjóðfélagið, t. d. þróun í menntatækni, svosem ný tæki, hjálpargögn og kennslu- aðferðir, hópaflfræði, hönnun umhverfis o. fl. 3. Þjóðmálaspá: greining stjórnmála-, áhuga- og þrýstihópa. Málefni og líkleg afstöðumyndun. 4. Mannúðleg spá: um þarfir, lifnaðar- hætti, skoðanir og hugsjónir fólks. 5. Spámannlegar sýnir: útópíur, „sci- ence fiction" o. fl. Aðferðafræði fyrstu þriggja þáttanna er þegar talsvert þróuð og mikið notuð við áætlanagerð. Sem dæmi má nefna samgöngumálaáætlun fyrir ísland til árs- ins 1976, sem danska fyrirtækið KAMP- SAX gerði fyrir samgöngumálaráðuneyt- ið árið 1968. En það er aðeins á síðustu árum, að þeir sem eru viðriðnir skólamál hafa al- mennt gert sér grein fyrir mikilvægi fjórða þáttarins, mannúðarþáttarins. Við stefnumótun menntamála ber að leggja megináherzlu á þennan þátt, því að menntun mótar vitund og tilfinningar, og er sú mótun sennilega öflugri þáttur kennslunnar en þekkingar- og kunnáttu- miðlun. Á þetta atriði benti menntamála- ráðherra í ræðu sinni á tuttugasta nor- ræna skólamótinu i Stokkhólmi nú 4. ágúst, þegar hann sagði að við yrðum að varðveita skólamenntun sem menning- arþátt. Nánari athugun á mannúðarþættinum leiðir af sér þrennskonar aðalflokkun: I. Þarfir, II. Lifnaðarhættir, III. Grunn- forsendur. I. Þarfir. Allir menn hafa likar grund- vallarþarfir, sem við skiptum í fimm meginstig (sjá kenningar sálfræðinga, svosem A. H. Maslows o. a.). Menn eru misjafnir með tilliti til áherzlu hvers og eins á þarfastigin, sem eru: a) likamlegar þarfir, b) öryggisþörf, c) samveruþörf, þ. e. fyrir umhyggju og ást, d) þörf fyrir virðingu, e) sköpunarþörf, þ. e. vaxtar- og sjálf- kvæmniþörf. Hér eru a, b, c, d þarfir sem byggjast á skorti, en sköpunarþörfin er bein vaxt- arþörf, sem verður ekki ráðandi fyrr en hinum fjórum er nokkurn veginn full- nægt. Innan vestrænna þjóðfélaga, þ. á m. á íslandi, eru einstaklingarnir misjafnir með tilliti til þarfastiga. Hin efnahags- lega stéttaskipting veldur því, að lág- stéttin leggur mesta áherzlu á líkamlegar þarfir og öryggisþörf. Menn sem eru efnalega illa stæðir, t. d. sjómenn, bænd- ur og verkafólk, geta ekki veitt sér annað en brýnustu likamlegar nauðsynjar, og þá beinist athygli þeirra að miklu leyti að tryggingu öruggs lífsviðurværis. Mið- stéttin, sem hefur efnalega nægju sína, leggur mesta áherzlu á samveruþörf og þörfina fyrir virðingu. Hún — t. d. skrif- stofufólk, fulltrúar, verzlunarfólk, verk- stjórar, yfirmenn á skipum o. fl. — legg- ur mikið upp úr félagslegri umgengni og virðingu annarra. Tími, hugsanir, fjöl- skyldur, tómstundir og hugarró miðstétt- armanna eru tileinkuð viðleitni við að halda stöðu sinni í fyrirtækinu og að komast hærra þar eða í öðrum fyrirtækj- um eða stofnunum. Fólk í miðstétt lítur starfsheiti glámskyggnu auga, og félags- skynjunin er á þvi stigi að fólk lifir í starfsheitum. Persóna i miðstétt, sem spurð er spurningunni „Hver ert þú?“, svarar t. d.: „Ég er bókari.“ Þannig leit- ast miðstéttarmenn við að samlaga sig kerfinu og gera betur en næsti maður til fullnægingar virðingarþörfinni. Yfirstéttin leggur mesta áherzlu á þörfina fyrir virðingu. Hún er komin á það vitundarstig að skynja vald sitt sem sjálfsagðan hlut. Og mönnum í yfirstétt er mjög erfitt að skynja, að hlutirnir gætu verið öðruvísi, því að þeir eru upp- teknir við að bjarga skrifstofuvandamál- um dagsins. Valdastaðan veitir þeim eins- konar fullnægju á þörfinni fyrir mikla virðingu. Hið óbreytta ástand valdakerf- isins i þjóðfélaginu hefur mikla þýðingu fyrir yfirstéttina, því að það veitir henni áframhaldandi aðstöðu til að fullnægja hinni ríku virðingarþörf sinni. Við hljótum að leggja megináherzlu á, að allir íslendingar hafi efnahagslega nægju sina. En okkur er einnig nauðsyn að gera sérhverjum einstaklingi kleift að anna öllum þörfum sínum. Skólarnir eru fyrsta reynslan sem menn hafa af skipu- legu samfélagi; þeir hafa því mikil áhrif á skynjun einstaklingsins á samveruþörf sinni og enn meiri áhrif á skynjun virð- ingar- og sköpunarþarfa. Allir menn hafa þessar þarfir, en i skólunum mótast hneigðir þeirra til að fullnægja þessum þörfum. Skólakerfið leggur dóm á mögu- leika og hæfileika einstaklinganna í mannlegu samfélagi. í íslenzka skólakerfinu virðist lítið til- lit vera tekið til raunverulegra mannlegra þarfa, heldur er lögð áherzla á sam- keppnishyggju, sem ýtir undir að náms- menn troði hver á öðrum á námsbraut- inni (m. a. með hinu ofurstranga prófa- og einkunnakerfi) og siðan upp valda- þrep þjóðfélagsins. Skipulagsþróun hins íslenzka þjóðfélags þarf að byrja á skóla- kerfinu, og valdhafar þurfa að skynja sig sem opinn millilið fyrir hugmyndir um æskilegar breytingar og framkvæmd- ir á ákvörðunum. En sannlýðræðislegar ákvarðanir tekur þjóðin sjálf, þegar allir þjóðfélagar eru orðnir meðvitandi um áhrifamátt sinn og taka raunverulega þátt í framtiðarmótandi ákvörðunum. Þegar allir þjóðfélagar taka þannig ábyrgð á visvitandi ákvörðunum um framtiðina, er komið á rótlýðræðislegt skipulag og þörfum manna fyrir sjálfs- virðingu fullnægt. Fyrst og fremst eiga breytingar á skóla- kerfinu að vera viðurkenning á sköpun- armætti allra manna. Sköpunarmáttur- inn er orkulind sem liggur að baki félags- legri og menningarlegri framþróun. Þjóð- félagskerfi eiga að lúta mannlegri nátt- úru og vera farvegir mannlegra þarfa, 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.