Samvinnan - 01.12.1970, Page 54

Samvinnan - 01.12.1970, Page 54
Mikael Magnússon: Væri þaó ekki rey nandi ? Leikhúsið á upptök sin aftur i grárri forneskju, áður en sögur hófust. Við vit- um að helgiathafnir i sambandi við mannfórnir, frjósemdardýrkun, upp- skeruhátiðir og dansar til að kalla fram regn áttu sér stað, en ekki er með öllu ljóst, hvaða form slíkum athöfnum var léð. Þó er þar á ein undantekning: við vitum að myndað var opið hringlaga svæði til aö veita þeim, sem höfðu á hendi fiamkvæmd athafnarinnar, svig- rúm til að hreyfa sig. í öndverðu voru engin leiktjöld; tákn- rænir búningar voru taldir mikilvægari en sviðsmynd eða bakgrunnur. Þetta átti við um Grikkland til forna, Indland, Jap- an og Kína: öll byrjuðu þau með svip- uðum hætti, og enn í dag má sjá þessi sömu áhrif í hinurn stilfærðu japönsku No-leikjum. I. Að því er bezt er vitað, var fyrsta skipu- lagða leikhúsið í Evrópu leikhús Díónýs- osar Elevþereosar í Aþenu. Diónýsos var náttúrugoð, sem fæddist og dó á ári hverju einsog jarðargróðinn, og þvi voru haldnar árlegar hátíðir til heiðurs hon- um. Við rætur náttúrlega bogadíeginnar hæðar þar sem áhorfendur sátu (staður- inn var kallaður þeatron eða útsýnis- staður) var gerður hringur um 24 metra í þvermál. Þetta var danspallurinn eða orkestra, þar sem kórinn lék listir sinar. Ekki er vitað með vissu hver var fyrsti leikritahöfundurinn. Sumir telja að það hafi verið Epigenes frá Síkýon (um 590 f. Kr.), aðrir að það hafi verið Þespis frá Íkaríu, en við vitum með vissu að Þespis vann leikritasamkeppnina i Aþenu árið 535 fyrir Krists burð. Hann tók upp þá nýbreytni að láta sérstakan leikara (sum- ir halda að hann hafi sjálfur farið með hlutverkið) eiga samræður við leiðtoga kórsins. Þetta var semsé upphaf þróunarinnar frá kórsöngnum til hins dramatiska forms sem við þekkjum nú. Síðan kom Eskýlos og hafði tvo sjálf- stæða leikara i verkum sínum; Sófókles bætti við þeim þriðja; og Evrípídes varð fyrstur til að hafa i leikjum sínum hlut- verk án orða, svosem börn, barnfóstrur og þjónustufólk. Þareð leikritahöfundarnir voru sifellt að bæta við nýjum leikendum, sem ein- att urðu að skipta um grímur og búninga meðan á sýningu stóð, var talið nauðsyn- legt að sjá þeim fyrir afviknum stað þar sem þeir gætu skipt um búninga og beðið inngöngu á sviðið. Þessvegna var sett upp skene (tjald) þeim megin við orkestra sem vissi á móti þeatron. Þetta tjald var ómálað í öndverðu, en þar sem það þótti trufla augað, var farið að mála það i samræmi við inntak leiksins. Þann- ig urðu til leiktjöld eða leikmyndir. Rómverjar voru hrifnir af leikhúsum Grikkja og tóku þau upp til eigin nota. Þeir reistu leikhús um gervallt heims- veldið, en buðu sjálfir uppá fáar nýjung- ar — með þeirri athyglisverðu undan- tekningu þó, að þeir höfðu sérstakan út- búnað fyrir hin alræmdu blóðböð sin. II. Kristnin innleiddi helgileiki i Evrópu, og á valdi þeirra vorum við um langt árabil. Þessir leikir voru einkum sýndir á opnum svæðum þar sem leiksviðum var tjaslað upp. Pallar á hjólum voru líka notaðir til að sýna leikrit, en þegar til sögunnar komu leikir, sem voru ekki byggðir á Biblíunni, sáu menn þörfina á föstum leikhúsum. Heiðuiinn af þvi að reisa fyrsta fasta, opinbera leikhúsið eftir tíma Rómverja á James Burbage, sem reisti The Theatre í Lundúnum árið 1576. Hinsvegar hefur engin ýtarleg lýsing á þessu mannvirki varðveitzt, þó við vitum með vissu, að fyriitækið gekk svo skinandi vel, að af- ráðið var að flytja leikhúsið á betri stað. Þegar það hóf starfsemi að nýju handan Tempsárinnar, var það kallað The Globe. Shakespeare gerði þetta leikhús svo vinsælt, að stofnað var annað leikhús til að keppa við það. Meginhlutföllin i For- tune-leikhúsinu voru svipuð og í The Globe, þó það væri ekki einsog „O úr timbri“ (einsog Shakespeare víkur að í foimálanum fyrir „Henry V“), heldur fer- hyrnt. Leikritin voru sýnd á sviði sem var 14 rnetra breitt og 9 metra djúpt og lagði undir sig um helminginn af salnum, sem var 17 metrar á hvorn veg. Áhorfendur stóðu í „gryfjunni“, en ríkir velunnarar leikhússins sátu á áhorfendapöllum sem umkringdu leiksviðið á þrjá vegu. Athyglisverðasta atriðið i þessum leik- húsum er það, að hið griska leikhúsform hafði verið endurvakið. Orkestra var aft- ur komin til sögunnar, og enginn áhorf- enda var fjær miðdepli leiksviðsins en 17 metra. En áhorfendur tóku að æskja meiri íburðar á sviðinu og raunsæjari áhrifs- bragða, og smámsaman varð sviðsútbún- aðurinn flóknari. Þetta hafði það í för með sér, að meira svigrúm þurfti að vera á leiksviðinu og finna varð ráð til að fela sviðsútbúnaðinn. III. í fyrsta sinn í sögu leiklistarinnar var settur upp veggur milli leikenda og áhorf- enda. Á þessum vegg var op, svo áhorf- endur gætu séð leikarana án þess að truflast af köðlum, trissum og öðru þvi- umiíku. Smátt og smátt þokaðist bak- veggurinn lengra aftur og framsviðið minnkaði, þar til það var nálega horfið í lok siðustu aldar. Leiktjöld höfðu að mestu verið fólgin Gríska leikhúsiS í Epídavros. 54

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.