Samvinnan - 01.12.1970, Síða 59
stiga, en Maó æsir til menningarbylting-
ar til þess að rífa hann niður. Það sem
einkennir Teg. II (iðnaðarþjóðfélag nú-
timans) er samkeþþni og efnishyggja, og
mikil streita fylgir klifri einstaklingsins
upp valda- og metorðastigann. Nýleg
rannsókn sýnir, að þvi iðnþróaðri sem
þjóð er, þeim mun meiri svartsýni og
vantrú á breytingar rikir meðal íbúanna.
Þessi rannsókn náði til 8 Evrópurikja og
2 Asíuríkja, Japans og Indlands.
Það er augljóst, að engin þjóðfélög eru
fullkomin. Það sem hægt er að gera er
að læra af reynslu mismunandi landa og
smærri hópa innan einstakra landa og
gera myndir af því, hvernig gerð mann-
legs samfélags getur orðið betri. Það
liggja margar leiðir til Teg. IV-samfélags,
og Galtung er ekki svo þröngsýnn að
halda fram sínum hugmyndum sem „pat-
entlausn“, heldur er hann að sýna fram
á raunhæfar afleiðingar grundvallar-
atriða, s. s. jafnréttis og réttlætis, fyrir
uppbyggingu og starfsemi mannlegs
samfélags. Þessi umbreyting hugsjóna-
legra atriða yfir i lýsingu á mannlegum
samskiptum í samræmi við hugsjónir er
mjög hrífandi framlag Galtungs, og með
talsverðum rétti gagnrýnir hann vinstri-
sinna fyrir að hafa ekki gert nóg af þvi
að lýsa, hvað gerist að lokinni bylting-
unni. f grein sinni „Pluralism and the
Future Human Soeiety“ gefur Galtung
mörg dæmi um, hvernig mannfélög
mundu geta starfað í framtíðinni, og í
fyrirlestri sínum á þinginu bætti hann
miklu við. Það verður verðugt verkefni
að skýra nánar frá hugmyndum Galt-
ungs síðar.*
Annar frægur, en allt öðruvísi þenkj-
andi maður setti svip sinn á þingið. Það
var Olaf Helmer, dæmigerður bandarisk-
ur línuhugsandi súperskrifstofumaður,
sem kynnti á þinginu aðferð sína við að
fá sérfræðinga til að spá fyrir á kerfis-
bundinn hátt um framvindu mála innan
síns sérsviðs. Kallar hann aðferðina
„Delfi“ og er að leggja drög að því
að tengja sérfræðingana saman í tölvu-
net, þannig að þeir geti skrifað svör sín
beint á telex-tölvu-borð í skrifstofu sinni,
í stað þess að fylla út spurningalista sem
sendir eru i hægfara flugpósti.
Helmer er fyrrverandi samstarfsmaður
neyzluþj óðf élagstæknirisans Hermans
Kahns, sem frægur er fyrir bók sina,
Árið 2000, en sú bók byggist mjög á
tækniþróunarspádómum með Delfí-að-
ferðinni. Kahn hefur verið harðlega
gagnrýndur fyrir að vera fulltrúi þröng-
sýns hugsunarháttar tæknivæddrar yfir-
stéttar, og kom fram á þinginu að við
stofnun hans, The Hudson Institute, er
nú unnið að áætlun um „Heiminn árið
2000“, sem m. a. felst í kerfisbundinni leit
að svæðum hentugum fyrir orkuver og
verksmiðjur. Hvort slíkt er kallað iðnþró-
unaráætlun eða skipulagt arðrán, fer
líklega eftir því, hvort sá sem talar er
gerandi eða þolandi í slíkum viðskiptum.
* Grein Johans Galtungs, „Pluralism and the
Future Human Society“, er að finna í FUTUR-
IBLERNE nr. 2, 1969—70, útg. Akademiet for
Fremtidsforskning, Aarhus.
FramtíSarrannsóknir og
stjórnmál
Sérhverri mynd af mögulegri
framtíð fylgir sá eiginleiki, að líkur
eru á að hún hafi áhrif og verði að
raunveruleika. Vísindalega unnar
samtengj andi f ramtiðarmyndir
eiga að geta endurspeglað það
bezta, sem hægt er að skapa hverju
sinni, sem hægt er að gera að veru-
leika. Þær eru raunsæjar hugsjónir,
og þær eiga að vera í samræmi við
óskir og þarfir fólks af öllum svið-
um þjóðlifsins. Það liggur í augum
uppi, að slíkar framtiðarmyndir
hafa mikið stjórnmálalegt aðdrátt-
arafl, og starfið við að vinna að
gerð þeirra er því ekki aðeins vís-
indalegt, heldur um leið stjórn-
málalegt í eðli sínu. Þeim, sem
vinna að gerð framtíðarmynda, er
þetta auðvitað ljóst, og eru þeir
sennilega oft í sama báti og hinir
„vitsmunalegu verkamenn", sem
Þröstur Ólafsson nefndi í grein
sinni í siðasta hefti þessa rits. Vís-
indi hljóta auðvitað að fara að
láta beint til sín taka á vettvangi
stjórnmálanna, eins og á öðrum
sviðum mannlífsins, og samtengj-
andi framtíðarrannsóknir eru vísir
að því að verða vísindaleg stjórn-
mál. Á þinginu benti Robert Jungk
á, að stjórnmálamenn eru svo önn-
um kafnir við eltingaleik starfs
síns, að þeir hafa engan tíma til
að hugsa. Framtíðarrannsakendur
gætu hér veitt hugmynda- og
ímyndunarhjálp. Rómverjinn Val-
erio Selan lagði einnig að mönnum
að koma aðferðum og hugsunar-
hætti framtíðarrannsókna á fram-
færi við félagslega og pólitíska
áhrifahópa. Johan Galtung horfði
lengra fram í tímann og benti á,
að stjórnmálamenn yrðu úreltir
sem sérstök stétt, því þeir einokuðu
starfsemi, sem fólk getur vel séð
um sjálft. Augljóslega verður vax-
andi víxlverkun milli framtíðar-
rannsókna og stjórnmálastarfs.
Einna lengst munu þau mál vera
komin í Frakklandi, en þar vinna
nú framtíðarfræðingar hjá frönsku
ríkisstjórninni. Eins og framtíðar-
rannsóknir eru hærra þróað af-
brigði af stjórnmálalegri stefnu-
mótun, þá er líkrar þróunar að
vænta á framkvæmdahlið stjórn-
málanna. Einn möguleiki er hug-
mynd Roberts Jungks um fram-
tíðarskapandi starfshópa, og má
búast við, að ýmis slík ný fram-
kvæmdatæki verði til, eftir því sem
framtíðarfræðin vaxa úr grasi.
Lesendum skal bent á mjög gott
safn greina eftir framtíðarrann-
sakendur, Mankind 2000, sem tekið
hafa saman Johan Galtung og
Robert Jungk, útg. Universitetsfor-
laget, Oslo 1969.
Heildarhyggja Einstaklingshyggj a
Valdamismunur I. íhaldsþjóðfélag II. Frjálslynt þjóðfélag
J af nrétti III. Byltingarþjóðfélag IV. Þjóðfélag eftir byltingu
59