Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 64

Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 64
kerlinguna, sem hvorki fékk inni í himnaríki né víti, Sveinn Pálsson og- Kóp- ur, lofgerðaróður um fórnfúsan lækni og þrekmikinn vatnahest, þannig að þar sameinast karlmennskudýrkun og dýra- vinátta Gríms í átakamikilli mynd, og Skúlaskeið, sem sömuleiðis er lofgerð um þrekmikinn hest, sem bjargar húsbónda sínum á erfiðum flótta, en geldur fyrir með eigin lífi. í ýmsum öðrum verkum Gríms út af innlendum síðari tíma efn- urn birtist karlmennskudýrkunin og ó- beizluð, svo sem í kvæðunum Eiríkur for- maður, þar sem því er lýst, hversu óblíð náttúra setur mark sitt á menn, Hrólfur sterki í elli, um það er gömul kempa bj argar sonum sínum, sem hafa steypt sér í meiri vanda en þeir eru menn til að leysa sig úr, Þorbjörn kólka, þar sem lof- uð er sæhetjan, sem bjargar mannslífum í ofviðri, Snorratak, þar sem stillt er upp andstæðunum æsku og elli og fjallað um það, er æskan ætlar sér ekki af í oflæti sinu, og Útilegumaðurinn, sem fjallar um karlmennsku herta á öræfum íslands og lofsyngur hana. íslendingasagnaefnum bregður og fyrir, svo sem í kvæðunum Þjóstólfur, þar sem sá skilningur er lagð- ur í frásögn Njáls sögu, að Þjóstólfur hafi unnað Hallgerði, Gunnarsríma, en þar er fjallað um ævilok Gunnars á Hliðarenda og neitun Hallgerðar um lokk úr hári sínu í bogastreng handa honum, og Glámur, bragðmikil lýsing á bardaga Grettis við Glám. En Grími lætur ekki síður, nema betur sé, að leita til fjarlægari fortíðar, og því er það, að flest meiri háttar sögukvæði hans fjalla um persónur og atburði, sem frá er greint í fornnorrænum sögum, einkum fornaldarsögum og konungasög- um. Eitthvert kunnasta kvæði hans þeirr- ar tegundar mun vera Á Glæsivöllum, þar sem lýst er fáguðu og kurteisu hirðlífi, en undir yfirborðinu á sér þó stað hat- römm barátta um aðstöðu og áhrif. Eins og kunnugt er, tekst Grími þar að bregða upp fádæmaglöggri mynd af yrkisefni sínu, enda hjálpar þar og til, að hann meitlar málfar sitt meir þar en víðast annars staðar í verkum sínum, og í loka- erindinu kemur síðan fram, aö það sem Grímur er raunverulega með í huga, er eigin barátta á hliðstæðum vettvangi og skipbrot sitt þar. Að visu má segja, að það spilli hér vel gerðu listaverki, hversu hann dregur sína eigin persónu inn í annars fagurfræðilega vel gerða mynd, en á hinn bóginn er á það að líta, að Grímur átti sér að baki einhvern fjöl- breyttasta og ævintýralegasta feril ís- lendinga i samtíma sínum, og sé það haft í huga, verður sú persónulega játn- ing hans, sem felst í kvæðinu, óneitanlega allverðmæt. Af öðrum verkum, þar sem um hliðstæð efni er fjallað, má nefna Sinfjötla, um persónur úr frásögnunum um Völsunga og varkárni þeirra í sam- bandi við víndrykkju, Halldór Snorrason, um karlmennið, sem ekki vill þola óbætta ertni, heldur leitar réttar síns með harð- neskju, og Tókastúf, um manninn, sem leitar sér frama hjá tveimur konungum, en reynist á báðum stöðum síztur allra að afli, svo að frami hans verður eftir því. Sömuleiðis er að nefna kvæðin, sem Grímur setur yfirskriftina fslenzkar kon- ur frá söguöldinni, en þar fjallar hann um nokkrar af helztu kvenhetjum ís- lendingasagna og greinir frá ástum þeirra, heift og sorgum, og kvæðið Ólöf Loftsdóttir ríka, þar sem hugrekki og kraftur Ólafar verða honum uppistaða í svipmikla persónulýsingu. Fornt efni er einnig í kvæðinu Heimir, sem er hugljúf mynd af umhyggjusemi hörpuslagarans fyrir barninu, sem hann er að bjarga, og svipað er að segja um kvæðið Starkaður, þar sem öldungurinn lítur yfir áfallasama ævi sina, en horfir með gleði fram til endurfundanna við hollvin sinn Óðin. Persónulýsingar koma og fram í kvæðun- um, sem Grímur gefur samheitið Þrír viðskilnaðir, en þar er fjallað i einni lotu um þá Alexander mikla, Sverri kon- ung og Richelieu kardínála, svo að hér blandast saman erlent og norrænt efni, en nokkur úttekt er gerð á lífi hvers þess- ara manna um sig. Svipað á enn við um Víkinga skírn, þar sem fram kemur glögg smámynd frá liðnum tima af kergju vík- ings eins, sem ekki vill taka skírn, nema hann fái áður góða skyrtu, svo sem félag- ar hans hafa fengið og hann hefur vanizt við. Ýmis af helztu sögukvæðum Gríms eru þó enn ótalin. Má þar nefna hið alkunna kvæði Sköfnungur, þar sem mögnuð orð- kynngi hans sameinast lýsingu á frábæru töfrasverði. Sköfnungur gengur ekki úr slíðrum, nema um sé að ræða baráttu fyrir góðum málstað, og þá reynist hann líka allra sverða beztur. Hins vegar er einnig lýst öðrum meginkosti hans, því að eftir orustuna græðir hann öll sár og smyr þau smyrslum, svo að lærdómur kvæðisins er um miskunnsemi og mildi, þegar settu marki hefur verið náð. Ann- að af þekktustu kvæðum Gríms, þar sem orðkynngi hans nýtur sín sömuleiðis með afbrigðum, er Arnljótur gellini. Þar lýsir hann stigamanninum, sem elur ævi sína í óbyggðum í nábýli við úlfa og refi og þarf á öllu þreki sínu að halda til að geta viðhaldið lifinu. En þrátt fyrir þetta er hann mildur og hjálpsamur fátæklingum og þeim, sem villzt hafa af vegi, svo að í boðskap kvæðisins blandast hér enn sam- an miskunnsemi og hreystidýrkun. Þá er að nefna kvæðið Jarlsníð, þar sem ókunn- ur gestur kemur í jólaveizlu Hákonar Hlaðajarls, og er hann hefur étið fylli sína, fer hann með kvæði, þar sem blásin eru út illverk jarlsins. Er dimmir í höll- inni og ljós slökkna við lok kvæðisins, fyllast hirðmenn ótta, en gesturinn sleppur burt, og i ljós kemur, að hér var á ferðinni Þorleifur Rauðfeldarson að hefna sín á jarli. Þetta kvæði er nokkuð samanþjappað að formi, en i því birtist örugg myndvísi, og fleyg eru orðin, sem lögð eru í munn Hákoni í niðurlagserind- inu: „Enginn skyldi skáldin styggja,/ skæð er þeirra hefnd . . .“ Sömuleiðis ber hér að geta um kvæðið Sverðasmiðurinn, sem byggt er upp utan um alþekkta vísu Vémundar Hrólfssonar í Landnámu, en þar er á sama hátt og víða annars staðar i kvæðum Gríms litið yfir ævi manns frá ellidögum, í þessu tilviki rysjóttan ævi- •fflMðcuto'jýlt Æ J&0£> 5ÍO.f kM Í4Ír Tli/ntyhd t/lU'T' {jli, r / t 0 f jj ík jt'Jí ittjjwr cn, 2-iffu-r^ . J ' l 9 yrn < jjW'UTtrfjvA v\rvdUr J&Utti ’U'm 'i-vd/UíJ jjr i tmm bkot^ Cc JkAcTuM $fíé'rirtj-hjM-r -AjUuuT MAvtMf SfLa-rUU k-íjrTU' J-i/ufx ÍUr jm. iU'U-, Jarx. tf-ufrfru'c jdomA 9m IíUu- /i ltr qpuv Tvö fyrstu erindi kvœðisins „Arnljótur gellini" í eiginhandarriti Gríms Thomsens (Lbs. 181,0, l,to). feril gamals vikings, sem áður hjó með sverðum, en smíðar þau nú í elli sinni, og í niðurlagserindinu kemur síðan fram boðskapur um gildi hófsemi og mildi, sem öldungurinn brýnir fyrir ungum áheyr- anda sinum. Loks er að nefna kvæðið Hákon jarl, þar sem yrkisefnið er háðu- legur dauðdagi Hákonar, sem verður Grími tilefni til að koma á framfæri boð- skap þess efnis, að menn geti lært það af þessu fordæmi, að ekki dugi að streit- ast gegn straumi tímans, heldur geti lífs- stefna af því tagi ónýtt jafnvel mestu at- gjörvismenn. Blandast hér þannig saman karlmennskudýrkun Gríms og hagnýt hollráð í lífsbaráttunni. Af hinum veigameiri söguljóðum Gríms er og að nefna kvæðið Sigríður Erlings- dóttir af Jaðri. Það er nokkuð breitt frá- sagnarverk, sem greinir frá því, hvernig ástir takast með þeim Sigríði og Indriða syni Einars þambarskelfis, síðan segir frá móttökum Erlings Skjálgssonar, föður Sigriðar, er Indriði kemur heim með henni til Sóla, járnburði Indriða, þegar hann hreinsar sig af áburði urn að hafa spillt Sigríði, þá er svo frá greint, að Erlingur hafi boðið honum hönd Sigríðar í bætur, og loks segir frá fundi Indriða og föður hans, heimsókn þeirra feðga til Sóla og frá brúðkaupi Sigríðar og Ind- riða. Heimildanotkun Gríms hér hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega, en efni kvæðisins mun þó sótt í Þátt Eindriða og Erlings, úr Flateyjarbók, sem hann virð- ist hér fylgja að mestu, en ekki þó án breytinga. Annars er söguþráður Gríms í kvæðinu átakalítill og farsællegur, nokk- ur persónulýsing Sigríðar kemur fram í lýsingunum á því, hvernig hún bregzt við einstökum viðburðum, og kemur hún þá fram af einbeitni og styrk hinnar ungu höfðingjadóttur, sem er sannfærð um réttmæti ástar sinnar. Einnig er hinum rosknu höfðingjum, Erlingi og Einari, lýst af nokkurri alúð, og i heild ríkir heið- ríkja og hamingja í verkinu, enda rætist vel úr, þótt friðnum sé stefnt í nokkra hættu um tíma. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.