Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 65

Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 65
Sömuleiðis er að nefna Hemings flokk Áslákssonar sem annað af hinum veiga- meiri söguljóðum Grims. Þar er lýst fóstri Hemings á Framnesi, þar sem hann elst upp við íþróttir og hreystilíf, fundi hans við Harald harðráða, sem vill hann feig- an, og ýmsum þrautum, sem konungur leggur fyrir hann, þar á meðal þarf hann að skjóta hnot af höfði fósturbróður síns. Hemingur sleppur þó heill frá öllum þess- um þrautum og úr greipum konungs, og í kvæðislok er svo skýrt frá, að Heming- ur hafi orðið banamaður Haraldar í or- ustunni við Stafnafurðubryggjur. Andrés Björnsson hefur gert grein fyrir þvi (í Skírni 1946), á hvern hátt Grímur með- höndlar hér efnivið sinn, og sýnt fram á, að hann hefur farið um hann mjög frjálsum höndum, en jafnframt hefur hann stórbætt efnið og gert frásögnina að ýmsu leyti rökrænni og sjálfri sér samkvæmari en er í heimildunum. Hall- dór Snorrason, sem Grímur hefur ort um samnefnt kvæði, gegnir hér veigamiklu hlutverki sem hollvinur Hemings, en annars er meginstyrkur verksins hin brotalausa og magnmikla persónulýsing aðalsöguhetjunnar, en henni er lýst sem jafnlyndu og þrekmiklu karlmenni, sem er stillt í mótlæti, en kemur þó fram af fyllstu djörfung. Síðast en ekki sízt er svo veigamesta söguljóð Gríms, Rímur af Búa Andríðs- syni og Fríði Dofradóttur. Þetta verk á þó naumast nokkuð skylt við venjulegan rímnakveðskap nema nafnið, því að það er ekki ort undir rímnahætti, skiptist ekki niður í einstakar rímur og söguþráð- urinn er ekki jafn rígbundinn sögunni sem ort er eftir og yfirleitt tíðkast í rím- um. Þá eru þarna ekki heldur mansöngv- ar, sem að jafnaði eru í rímunum, ef frá er talið það, að í upphafi og niðurlagi kvæðisins setur Grímur fram ýmsar hug- leiðingar sinar, óskyldar sjálfri frásögn- inni, i lífsspekilegum anda. Nafnið bendir þó til þess, að hann hafi viljað láta líta á þetta verk sitt sem eins konar afsprengi rímnakveðskaparins gamla, og sé sá skilningur réttur, þá sýnist hér vera um að ræða eina alvarlegustu og árangurs- rikustu tilraunina, sem gerð hefur verið, til að sprengja viðjarnar af þeirri bók- menntagrein og blása i hana nýju lifi. Efniviðurinn i Búarímur er sóttur í Kj alnesingasögu. Rannsókn á efnismeð- ferð Gríms þar hefur ekki verið fram- kvæmd, en augljóst er þó, að hann fer einnig hér mjög frjálslega með efnivið sinn og breytir honum í einu og öllu eftir eigin höfði. Nánar til tekið virðist þvi í stórum dráttum þannig háttað, að hann yrki verk sitt út af einum kafla sögunnar, þ. e. þeim sem segir frá veturvist Búa í helli Dofra jötuns, og heldur rýra frá- sögn sögunnar drýgi hann mjög með lýs- ingum frá eigin brjósti á athöfnum dverga og jötna i björgunum. Hins vegar gerir Grímur eina megin- breytingu á söguþræðinum, og er hún sú, að i Kjalnesingasögu hverfur Búi heim eftir veturvist hjá Dofra, kvænist þar og reisir bú. Jökull, sonur hans og Fríðar, sækir föður sinn svo heim tólf ára að aldri, og glíma þeir feðgarnir með þeim afleiðingum, að Búi lætur lífið. Þessum harmsögulegum sögulokum, þ. e. dauða föður af völdum sonar síns, hefur Grimur ekki viljað hlíta, enda hefðu þau brotið í bága við hin rómantísku viðhorf hans. Því breytir hann söguganginum svo í kvæðinu, að Fríður fylgir Búa heim til íslands, þar sem þau lifa til elli. Jökull sonur þeirra hefur hins vegar fengið það hlutverk í fyrri gerð verksins að erfa ríki Dofra afa síns i Noregi, en síðar hefur Grimur þó fellt það efnisatriði niður (sjá útgáfu rímnanna í Rvk. 1906). Telja verður, að Grimi verði allmikið úr því efni, sem hann bætir við söguþráð Kjalnesingasögu í Búarímum, því að þar kemur fram allfjölbreytt og innbyrðis samkvæm mynd af daglegu lífi hamra- búanna, þar sem jöfnum höndum er greint frá framfærslustörfum þeirra, skemmtunum og daglegum lifsháttum. Sérstaklega má í þvi sambandi nefna lýsinguna á smíðum dverganna i upphafi þriðja hluta rímnanna, sem er mjög myndræn og lifandi, og sama er reyndar einnig að segja um fimmta hlutann, þar sem lýst er af mikilli iþrótt bæði sleða- ferð, náttúruhamförum (skriðuföllum) og veiðum, og líka þann sjöunda, sem greinir frá brúðkaupi Fríðar og Búa. Á hinn bóg- inn er myndin af Búa ekki dregin tiltak- anlega sterkum dráttum, og persónulýs- ing hans verður í höndum Gríms varla nema svipur hjá sjón miðað við ýmsar aðrar söguhetjur i ljóðum hans. Nokkuð öðru máli gegnir um Fríði, en henni er lýst sem einlægri og heiðarlegri ungri höfðingjadóttur, þó að hún reyni að visu i meyjargamni að fara á bak við föður sinn, og jafnframt er hún forkunnarfög- ur álitum og sannfærð um ást sína. Minnir hún um margt á Sigríði Erlings- dóttur af Jaðri í samnefndu kvæði, og er eðlisskyldleiki þessara tveggja kvenna i höndum Gríms greinilegur. Persónulýs- ing Dofra jötuns, sem verður stöðugt skýrari eftir því sem á líður kvæðið, er og allvel gerð og með nokkurri dýpt, en honum er lýst sem djúpvitrum höfðingja, sem er skarpskyggn á mannlegt eðli og jafnframt réttsýnn, sanngjarn og vel- viljaður. Ýmsar aukapersónur vekja og athygli í kvæðinu, svo sem hin kæna og úrræðagóða Dúfa þerna, með brögðum þeim, sem hún beitir í þágu Fríðar hús- móður sinnar. Með þessum hætti hefur Grími því tekizt þarna skáldskaparsmíðin býsna vel. Sú breyting, sem hann gerir á frásögnun- um um örlög helztu sögupersónanna frá því sem er í Kjalnesingasögu, orkar og vitaskuld þannig, að í verkinu, sem með þessu móti fær hamingjusamlegan endi, ríkir ánægja hinna hamingjusömu sögu- persóna, og i stað hörmulegra endaloka Búa í sögunni kemur hin fjölþætta lýsing á daglegu lífi í hömrunum sem megin- stoð verksins. Með verki sínu hefur Grimi því tekizt að skapa blæbrigðaríka og yfir- gripsmikla þjóðlifsmynd, sem sýnir les- andanum iðandi mannlíf í flestum til- brigðum og með minnisstæðum einstakl- ingum inn á milli, svo að hér er í allri heiðríkjunni um hárómantískt verk i þess orðs fyllsta skilningi að ræða. —O— Hér hefur nú verið rætt nokkuð um skáldskap Gríms Thomsens, en þó stikl- að á stóru og ýmsu sleppt, sem full ástæða hefði verið til að geta. Einkum hefði verið fróðlegt að ræða frekar um meðferð Gríms á yrkisefnum sínum og afstöðu hans til þeirra, efni sem myndi vafalaust leiða margan merkan fróðleik í ljós, en liggur þó tæpast nógu ljóst fyrir, til að unnt sé að gera því viðun- andi skil, þar sem enn skortir þar mjög á um sérrannsóknir. Á hinn bóginn má fullyrða, að nú, þegar hálf önnur öld er liðin frá fæðingu Gríms Thomsens, þá bjóða ljóð hans engu siður en fyrr lesendum sínum eflingu og unaðsauka í kynnum við gáfað og stór- brotið skáld. Grími tókst það, sem svo mörg íslenzk skáld hafa ekki átt kost á, að vera langa ævi í sífellu að þroska með sér mikla meðfædda skáldgáfu og efla eigin andagift með kynnum við úr- val af mönnum og skáldverkum úr hin- um óskyldustu áttum. Þess var getið í upphafi, hvernig skáldasveit nitjándu aldar boðaði þjóðinni hvatningu á tímum mikilla átaka. Ljóð Gríms eru af þessum sama skóla, og eins og þau hafa stöðugt sótt á frá því að þau fyrst birtust, er naumast að efa, að á ókomnum árum eiga þau eftir að laða til sin nýja lesendur, sem munu sækja sér endurnæringu í þann karlmannlega þrótt, sem hvarvetna er í þeim að finna. Helztu heimildir um Grím Thomsen og verk hans: Grímur Thomsen: Ljóðmæli (Rvk. 1880). — Ljóðmæli, nýtt safn (Kh. 1895). — Ljóðmæli, nýtt og gamalt (Rvk. 1906). — Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur (Rvk. 1906). Húsfreyjan á Bessastöðum (sendibréfa- safn, Rvk. 1946). Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum (sendi- bréfasafn, Rvk. 1947). Andrés Björnsson: Um Hemings flokk Ás- lákssonar eftir Grím Thomsen, í Skírni 1946. — Grímur Thomsen (framan við ljóð- mæli Gríms í íslenzkum úrvalsritum Menningarsjóðs, Rvk. 1946). Beck, Richard: Grímur Thomsen og By- ron, í Skírni 1937. Jón Þorkelsson: Grímur Thomsen (ævi- saga, m. a. í Merkum íslendingum, I. bd. Rvk. 1947). Magnús Jónsson: Saga íslendinga IX, 1—2, tímabilið 1871—1903, landshöfð- ingjatímabilið (Rvk. 1957—58). Páll Eggert Ólason: Jón Sigurðsson, for- inginn mikli, lif og landssaga (Rvk. 1945—46). Sigurður Nordal: Grímur Thomsen, m. a. í Áföngum II (Rvk. 1944). — Frá meistaraprófi Grims Thomsens, í Landsbókasafn íslands, árbók 1946— 1947 (Rvk. 1948). Thora Friðriksson: Merkir menn, sem jeg hef þekkt, dr. Grímur Thomsen (Rvk. 1944). + 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.