Samvinnan - 01.12.1970, Page 69
Dr. A gostinhó Neto, leiðtogi þjóðjrelsishreyfingarinnar MPLA i Angóla.
iieraösins, nálægt landamærum Kongó-Kinshasa, þar sem eru
auðugustu kaffiræktarhéruð í heimi og mjög þéttbýl.
Jeppinn hossaðist eftir holóttum veginum. Við fórum framhjá
látlausum straumi fótgangandi blökkumanna. Jafnskjótt og þeir
heyrðu bilinn nálgast, námu þeir staðar og karlmennirnir báru
höndina að hattbarðinu, en konurnar horfðu feimnislega til
jarðar og börnin virtu okkur fyrir sér þögul, en forvitin. Þau
veifuðu öll i óttablandinni lotningu, sem ekki fór framhjá
manni, þegar bíllinn ók hjá þeim. Ferðafélagi minn lét sem
hann sæi þau ekki.
í þorpunum tóku á móti okkur bæði regidor og soba, en það eru
lægst settu embættismenn i stjórnunarpýramida nýlenduskipu-
lagsins. Þeir voru blökkumenn, en höfðu engin raunveruleg völd.
Þeir sýndu greinilegan þrælsótta og báru fyrir okkur góðgerðir
meðan aðrir þorpsbúar stóðu álengdar og horfðu á okkur þögiir
og tjáningarlausir. Ég sagði við portúgalska embættismanninn,
að þessir blökkumenn — sem voru náskyldir Kikongo-þjóð-
flokknum sem hóf uppreisnina 1961 — væru fallegasta fólk sem
ég hefði nokkurntima augum leitt.
Embættismaðurinn benti á tvær ungar konur, sem voru leiddar
fyrir hann. „Takið hvora þeirra sem þér kærið yður um,“ sagði
hann. Svipur hans bar vitni fullri alvöru.
„Hvað eigið þér við?“ spurði ég.
„Æ, þér þurfið ekki að vera neitt feiminn útaf þessu,“ sagði
hann dálítið ertnislega. „Karlmönnunum hérna er sama þó við
skemmtum okkur svolitið með konunum þeirra, og konurnar líta
á það sem virðingarvott. Ég skal bíða eftir yður.“
Regidorinn, sem skildi portúgölsku, starði á mig án þess að
segja orð; konurnar stóðu blygðunarfullar og krotuðu í jarðveg-
inn með tánum; og ég komst ekki hjá að hugsa ennþá einu sinni
um margauglýstan „skort Portúgala á kynþáttafordómum“ og
aðferðir þeirra við að skapa „þjóðfélög margra kynþátta“ i hjá-
lendum sínum.
Til þessa hefur verið litið á blökkumenn sem óæðri verur —
nema kannski hina svonefndu „aðlöguðu“ eða „siðmenntuðu“
blökkumenn, sem eru þó einungis örlítið brot af íbúum landsins.
Síðast þegar gerð var könnun á ólæsi i Angóla (árið 1958),
reyndust 99,6% innfæddra ólæsir — sem er ótrúleg tala jafnvel
í Afríku. Samkvæmt skýrslum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO), sem birtar voru 1968, er barnadauði i Angóla
meiri en i nokkru öðru landi Afriku.
Nú bendir hinsvegar ýmislegt til þess, að Portúgalar ætli að
fara að gera meira fyrir innfædda ibúa landsins. Skólar og
sjúkraskýli hafa verið reist hér og þar, sömuleiðis byggðar brýr
og lagðir vegir — ekki margir í hlutfalli við hinar feikimiklu
þarfir, en samt er hér um að ræða einstæðan viðburð í sögu
portúgalska nýlenduveldisins, sem einkennist af algerri van-
rækslu og afskiptaleysi.
Nokkrar mikilvægar umbætur hafa verið gerðar: húðstrýkingu
og nauðungarvinnu hefur verið útrýmt — að minnstakosti á
pappírnum. Sama er að segja um lög sem áðurfyrr kváðu svo á,
að 99% innfæddra væru óhæfir til að sjá fyrir sjálfum sér. Þess-
ar umbætur voru gerðar eftir uppreisnina 1961.
Portúgal mun ekki láta Angóla af hendi — sumpart af póli-
tiskum sökum, þareð stjórnin hefur skuldbundið sig til að verja
allar nýlendur ríkisins. En hitt er ekki síður mikilvægt, að eftir
að jarðfræðingar fóru að gægjast undir yfirborðið í Angóla,
virðist augljóst að landið búi yfir mjög verulegum náttúruauðæf-
um, svosem demöntum, oliu, járngrýti, brennisteini og ýmsu
öðru. Járngrýtið og olían ein útaf fyrir sig munu innan
fárra ára færa Angóla umtalsverð auðæfi — eftir að búið er að
leggja stórfé í vinnslu þeirra auðlinda sem fundizt hafa.
En allt þetta verkefni veltur á getu stjórnvaldanna til að vinna
innfædda íbúa á sitt band. Hvarvetna eru herstöðvar. Norður-
Angóla hefur verið gert að raunverulegu virki. Hvert einasta
portúgalskt býli, sem ég sá á þessum slóðum, var búið léttum
skotfærum, vélbyssum, útvarpssenditæki og virkisturni. Mörg
býlanna voru einnig umgirt gaddavír og búin ljóskösturum.
Nú þegar eru sýnileg lítil dæmi þess, að portúgölsk stjórnvöld
hafa gegn vilja sínum komizt að þeirri niðurstöðu, að hagsmunir
ibúanna eru veigamesta pólitíska verkefni stjórnarinnar. Ungir
Portúgalar af báðum kynjum taka þátt í þróunarstarfi á vissum
svæðum í landinu. Starfsemi þeirra er svipuð störfum sem unnin
69