Samvinnan - 01.12.1970, Page 72
Fljótlegt jólaskraut fyrir yngstu lesendurna
Jólasveinarnir á meðfylgjandi mynd eru aðeins andlit, skegg og húfa,
en þá má nota t. d. á glös eða ölflöskur sem borðskraut. Teiknið þrí-
hyrning og miðíð stœrðina við ummál á glasi eða ölflösku eða um 21%
sm þar sem húfukanturinn á að koma en 22% sm hliðarnar sem límast
saman. Sníðið húfurnar síðan úr rauðum pappír og límið samskeytin.
Teiknið andlitin á hvítan teiknipappír með sirkli eða eftir glasi nema
hökuna, sem þarf að vera niðurmjó. Teiknið og málið síðan blá augu
og rauðar kinnar, en nef og munn með blýants- eða pennastrikum.
Límið andlitið við húfuna, og því næst skegg, húfukant og dúsk.
Kjúklingar með fyllingu
1—2 kjúklingar
salt og pipar eða kjúklingakrydd
50 g smjörliki eða matarolía
vatn
FYLLING:
6 ristaðar hveitibrauðssneiöar
1 litill laukur
1 tsk pure sage (krydd)
eða kjúklingakrydd
3 msk kalt vatn
Hreinsið og þerrið kjúklinginn utan og innan og nuddið hann vel með
kryddinu. Blandið síðan saman niðurrifnum ristuðum hveitibrauðssneið-
um, rifnum lauk, kryddi (sem má einnig vera % tsk salvia, % tsk timian,
salt og hvítur pipar) og vatni svo að fyllingin verði samfelld. Fyllið síð-
an kjúklinginn eða kjúklingana (bætið við fyllinguna ef þarf, því bezt
er að fylla þá alveg) og lokið með kjötprjóni eða saumið fyrir. Penslið
með hálfbræddu smjörlíki eða matarolíu og leggið kjúklinginn með
bringuna upp í smurt eldfast mót eða ofnskúffu (einnig er gott að hafa
þá á grind yfir ofnskúffunni). Steikið kjúklinginn neðarlega í ofninum
við um 200 gráðu hita í 30—40 mín. Hafið dálítið vatn í skúffunni og
ausið yfir öðru hvoru eða penslið með feitinni ef vatninu er sleppt.
(Látið álpappír yfir bringuna ef þess gerist þörf svo að hún ofbrúnist
ekki). Hellið soðinu af og jafnið það ef vill. Brúnið kjúklinginn við
yfirhita eða glóðarrist í nokkrar mínútur og berið hann síðan fram
ásamt soðnum, hrærðum eða frönskum kartöflum og soðnu grænmeti
eða grænmetissalati, t. d. hvítkálssalati m/vínberjum eða appelsínum.
HEIMIUS&
Bryndís
H Steinþórsdóttir
g
^sniwmH
Steiktar svínarifjur (kótelettur) á mismunandi vegu.
Veljið meðalþykkar, magrar rifjur með beini. Þerrið þær og berjið
lauslega. Brúnið í smjörlíki eða matarolíu við hægan hita um 5—7 min
á hvorri hlið og ath. að svínakjöt á alltaf að vera gegnumsteikt. Látið
það malla með loki yfir á pönnu eða í ofnskúffu með álpappír yfir.
Kryddið með salti og pipar, salviu, rosmarin eða papriku.
Glóðarsteikið rif jurnar ef hægt er, þá eru þær þerraðar og penslaðar
með matarolíu sem kryddinu er blandað saman við. Glóðarsteikið þær
5—7 mín á hvorri hlið, snúið þeim öðru hverju og penslið þær með
matarolíunni, svo að þær brúnist ekki of fljótt. Algengast er að velta
rifjunum úr eggjahvítu eða eggi og brauðmylsnu og steikja þær á pönnu
eins og áður er sagt. Þá er hægt að smyrja þær með sinnepi (í staðinn
fyrir að velta þeim úr eggi) og síðan úr brauðmylsnu. En brauðmylsnan
gerir kjötið óhollara og því er ástæða að breyta til.
Rifjumar eru bornar fram með soðnum kartöflum, soðnum hrís-
grjónum og soðnu grænmeti eða grænmetissalati.
Tilbreyting er að leggja eina sítrónusneið á hverjja rifju, láta krydd-
síldarræmu í hring ofan á og kaperskorn í miðjuna. Einnig ananasbita
og olívur eöa sveskju. En þegar mest er viðhaft volgan aspas og eina
skeið af bernaisesósu (sem bragðbætt er með tómatkrafti).
ítalskar svínarifjur (kótelettur)
Lambarifjur eru einnig ágætar í þennan rétt. Brúnið rifjumar án
þess að berja þær, kryddið með salti og pipar og raðið í smurt mót eða
ofnskúffu. Látið eina litla sneið af soðnu reyktu svínakjöti (skinku) eða
léttreyktu lambakjöti (londonlambi) á hverja rifju og þar yfir sneið
af feitum mjólkurosti (40%). Látið smjörlíkisbita á milli rifjanna og
bakið þær síðan í um 35 mín við um 200 gráðu hita. Lambarifjur þurfa
skemmri steikingartíma.
Berið rifjurnar fram með soðnum hrísgrjónum og smjörsoðnu græn-
meti. Hreinsið og skerið grænmetið smátt. Sjóðið það síðan ásamt
smjöri, salti og litlu vatni í 15—20 mín. % kg af grænmeti er t. d. soðið
í 50 g af smjöri og 1% dl af vatni ásamt 1 tsk af salti.
Ath. að hafa lokið þétt á pottinum og sjóða við hægan hita.
Nautatunga me3 salati
Skerið léttsaltaða eða léttreykta nautatungu í þunnar sneiðar sem
vafðar eru upp og raðað í hring á fat. Hafið salatblöð undir, þegar þau
fást.
Salatið er búið til úr þykkri olíusósu (mayonnaise) sem er krydduð
með sítrónusafa, salti og pipar. Niðursoðinn maís er látinn á sigti og
soðið látið renna vel af. Blandað saman við olíusósuna, sem má ekki
vera meiri en svo að hún bindi maísinn saman. Gott er að blanda 1 tsk
72