Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 4
^■BDKIN fl G3ÍH0E1P & I sveitinni STEINAR í BRAUÐINU smásögur eftir Jón Ilelgason Skuggsjá 1975 Ein af eftirlætissögum mín- um i Þjóðsögum Jóns Árna- sonar hefur lengi verið sagan af Rauðhöfða. Þar segir frá því, er huldukona refsaði mennskum manni með því að breyta honum í illhveli, sem hafði aðsetur i Faxaflóa, sökkti þar skipum og drekkti mönnum. Að lokum drekkti hann tveimur sonum prestsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, en gætti þess ekki, að prestur vissi lengra nefi sinu, þótt blindur væri og örvasa. Þetta kostaði Rauðhöfða lifið, þvi prestur dró hann með fjöl- kynngi inn allan Hvalfjörð og upp Botnsá, ,,og var honum það þó örðugt mjög sökum vatnsleysis“, eins og segir i Þjóðsögunum. Ekki lét prestur þó þar við sitja, heldur hélt áfram með hvalinn upp foss- inn Glym, og geta þeir, sem skoðað hafa þann foss, rétt ímyndað sér, hversu torvelt það hefur verið hvalnum að komast þar upp, enda segir sagan, að þá hafi jörðin um- hverfis skolfið eins og i mesta jarðskjálfta. Loks komu þeir upp i Hvalvatn, og þar beið hvalurinn Rauðhöfði sitt enda- dægur, því að þar sprakk hann af áreynslunni. Er svo að skilja af sögunni, að örnefnin Hvalfjörður, Glymur, Skjálf- andahæðir, Hvalfell og Hval- vatn séu öll af þessum atburð- um dregin. Ég rifja upp þessa sögu hér, vegna þess að hún gerist á æskuslóðum Jóns Helgasonar i botni Hvalfjarðar. Fyrir mér er hún tákn þeirrar þjóðlegu menningar, sem Jón hefur manna bezt túlkað í bókum sinum, þar á meðal þeirri, sem er til umræðu hér. — Það ímyndunarafl, sem bjó til hina mergjuðu sögu um hval- inn Rauðhöfða og hefur verið inngróið þjóðinni um aldir, er sá grundvöllur, sem Jón hefur byggt á gjörvallan rithöfund- arferil sinn. Vatns og höggvarin dömu- og herraúr. Alheims ársábyrgð. Póstsendum. FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI, Laugavegi39, sími 13462 Reykjavík. ^ / Jón Helgason hefur nú um langt árabil verið viðurkennd- ur sem einn af fremstu rithöf- undum þjóðarinnar. Mun það samdóma álit þeirra, sem gerst þekkja, að fáir séu þeir nú- lifandi íslendingar, sem skrifi betri stil og fari betur með ís- lenzkt mál en hann. Fram undir það síðasta hefur hann einkum beitt penna sínum að margvíslegum blaðamennsku- störfum og frásögnum af per- sónum og atburðum i islenzkri sögu. í tveimur nýlegum bók- um hefur hann hins vegar lagt sagnfræðina á hilluna og snúið sér að smíði skáldskapar. Þar hefur hann valið sér smásagna- formið til að vinna með, og hin síðari af þessum bókum er Steinar í brauðinu. Ég kann naumast að setja út á málfar þessarar bókar eða stíl — þar er allt með þvi snilld- arhandbragði, sem Jóni er eig- inlegt. Framsetning hans er vönduð með afbrigðum, og allt ber vitni um víðtæka og stað- góða þekkingu jafnt á mögu- leikum íslenzkrar tungu sem á takmörkunum hennar. — Gjörvöll bókin ber þess merki að vera rituð af höfundi, sem kann handbragði sitt til fulls — agar sjálfan sig, gerir misk- unnarlausar kröfur og uppfyll- ir þær. Það sem einkum vekur eftir- tekt mína í þessari bók og ég vil vekja athygli á, er að meg- inþema hennar er sveitamað- urinn og viðhorf hans — þau viðhorf, sem við öll, sem eigum meira eða minna af rótfestu okkar í sveitinni, höfum til nú- tímans og þeirra viðbragða, sem hann heimtar af okkur. í bókinni eru sjö sögur, og allar túlka þær á einn eða annan hátt þessi sveitamennskuvið- horf. Ég nefni sérstaklega sög- una af gömlu einsetukonunni, sem sér venjubundnum lífs- venjum sinum ógnað af „Nettó- bandalaginu“, og söguna af gamla manninum, sem hyggur helzt á að hengja sig, þegar nýtizku vélvæðing og nýjungar i búskaparháttum krefjast þess af honum, að hann leggist svo lágt að fara að hirða hænsni. Þar, sem og i sögunni af sókn- arnefndarformanninum, sem steypti undan hröfnunum á kirkjuburstinni, dregur höf- undur upp lífvænlegar myndir af persónum, sem gripnar eru beint út úr íslenzkri sveita- menningu. Rótfesta hans í þessari sveitamenningu sést lika í því, að hann kemur fram sem feiminn sveitapiltur gagnvart þeim persónum sín- um, sem tilheyra gróðahyggiu- flokki íslenzks borgarlífs. Saga hans um prestsdótturina, sem verður frú vellauðugs forstjóra i Reykjavik, snýst öll um það, er hún heillast af minningum um liðna daga heima i sveit- inni. í sögu hans um sveita- piltinn, sem varð áhrifamikill fjáraflamaður í höfuðstaðnum, er aðalviðfangsefnið mynd hans i augum jafnaldra hans, sem var kyrr í sveitinni. í sög- unni um sjómannsekkjuna, sem leitar aðstoðar hjá okur- karli, er það enn lýsingin á þeirri mannvonzku, sem þrífst i skjóli borgarlifsins, skoðuð með utanaðkomandi augum sveitamannsins, sem myndar uppistöðuna. í bókinni Steinar í brauð- inu er Jón Helgason þess vegna fyrst og siðast að fást við ís- lenzka sveitamenningu, og vettvangur bókarinnar er framar öðru það fólk, sem á rætur sínar á slóðum naut- penings og sauðkindar, en stendur að sinu leyti ráðalítið, þegar við því blasir að aðlaga sig að menningu malbiks og fjárgróða. Það er þannig sú menning og þau lifsviðhorf, sem skópu söguna af hvaln- um Rauðhöfða, sem sameinast í að mynda meginstrauminn i bókinni. Andstreymið er mynd- að af lýsingum þess, hvernig þessi aldagamla dreifbýlis- menning tekst á við það að laga sig að breyttum aðstæð- um nútímans. Eysteinn Sigurðsson 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.