Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 8
Halldór Ásgrímsson Samvinnufélögin hafa innheimt og gert skil alþingismaður á söluskatti af miklum heiðarleik, en hið sama verður því miður ekki sagt um alla aðra. Ýmsar ástæður hafa orðið til þess að vekja andúð samvinnufélaganna á söluskattinum. Mundi virðisaukaskattur gefa betri raun? VIRÐISAUKASKATTUR? Söluskatti í núverandi mynd var komið á 1960, en þá var skattahlutfallið 3%. Með ár- unum hefur skattahlutfallið farið stöðugt hækkandi og er nú svo komið, að söluskattur er 19%, eða 35% af tekjum rik- issjóðs samkvæmt fjárlögum 1975. Með þessari stefnu var farið inn á þá braut, að óbein- ir skattar yrðu stöðugt meiri hluti af tekjum ríkissjóðs, en beinu skattarnir minni hluti. Óbeinir skattar hafa sina galla, en ég ætla ekki að ræða það frekar hér, heldur líta á nú- verandi ástand í ljósi þeirrar staðreyndar, að söluskattur er 19% og kosti og galla þess, að taka upp virðisaukaskatt i stað söluskatts. Söiuskattur er almennt lagð- ur á síðasta stig viðskipta, þ. e. sölu til neytenda. Kostir sölu- skatts frá sjónarmiði rikisins eru þeir helztir, að hann hefur reynst örugg og stöðug tekju- lind, sem er ódýr i framkvæmd, enda söluskattsgreiðendur fremur fáir. Gallar söluskattsins eins og hann er i dag er fyrst og fremst uppsöfnunaráhrif, sem skatt- urinn hefur i för með sér. Þótt söluskattur sé i flestum tilfell- um lagður á lokastig viðskipta, leggst hann einnig á mikilvæg aðföng atvinnufyrirtækja, eins og t. d. orku, viðhaldsþjónustu og fjárfestingarvöru. Af þess- um ástæðum á sér stað upp- söfnun skatts, þannig að sölu- skattur er stundum lagður mörgum sinnum á andvirði vöru. Þessi uppsöfnunaráhrif valda tilviljunarkenndri mis- munun á samkeppnisaðstöðu mismunandi greina. Þessi á- hrif geta verið mjög alvarleg t. d. af vöru, sem er framleidd hér innanlands og hefur safn- að á sig söluskatti vegna fjár- festingarvöru, viðhalds og þjónustu og siðan loks lagt á söluverð vörunnar. Þetta verð- ur til þess að söluskattur verð- ur mun hærri á vöru, sem unn- in er innanlands, en vöru sem flutt er inn. Annar mikill galli sölu- skattsins er sá, að hann er eingöngu innheimtur á siðasta Tollverð Heildsali, kaup sala Smásali, kaup sala stigi viðskipta. Vegna þess er mikil hætta á, að innheimtu- aðilar hans falli í þá freistingu að taka hann til eigin nota í stað þess að skila skattinum til rikissjóðs. Á þessum timum, þegar söluskatturinn er orðinn 19% og nokkur þröng i at- vinnulifi landsmanna, magnast sú hætta, sem af þessu staf- ar. Álagning er að margra dómi takmörkuð og er hætt við, að margur falli i þá freistingu að draga undan söluskatti. Einnig er galli, hversu þungt söluskatturinn leggst á smá- söluverslunina i innheimtu og alvarlegt er hversu mikið t. d. samvinnufélög þurfa að lána vöru i langan tima, án þess að veittur sé nokkur frestur á inn- heimtu söluskatts. Virðisaukaskattur er frá- brugðinn söluskatti að þvi leyti til, að hann er fjölstigsskattur en söluskattur er einstigsskatt- ur, þ. e. lagður á söluverð vör- unnar á lokastigi. Best er að gera sér grein fyrir virðisauka- skatti, með því að líta á tölu- dæmi. Við skulum hugsa okkur vöru, sem flutt er til landsins: Verðmæti Virðisauki Skattur 20% 1000 1000 1000 200 1300 1300 300 60 1700 400 80 340 Ef ég tek heildsalann sem dæmi, þá greiddi hann tollyfir- völdum 1200 kr. 1000 + 200 kr. 200 kr. er svokallaður inntaks- skattur, sem hann á að fá end- urgreiddan úr ríkissjóði og yrði að færa hann sérstaklega í bókhaldi sínu sem inntaks- skatt. Er hann selur vöruna, leggur hann virðisaukaskatt á 1300 kr. eða 1000 + 300 og er sá skattur 260 kr., sem hann á að skila i ríkissjóð, eða nettó 60 kr. Sama er að segja um smá- salann. Hann greiðir 260 kr. i virðisaukaskatt, en innheimtir 340 kr., eða nettó 80 kr. Sam- kvæmt núverandi kerfi um söluskatt hefði smásalinn inn- heimt 340 kr., eða allan skatt- inn, en ef virðisaukaskattur væri tekinn upp, þá dreifðist innheimtan þannig, að tollyfir- völd innheimta 200 kr., heild- salinn 60 kr. og smásalinn 80 kr. í dæminu var álagning heildsala 30% og smásala 30 %• Þessi dreifing innheimtu er tal- inn einn mesti kostur virðis- aukaskattsins. Virðisaukaskattur hefur ver- ið tekinn upp í allflestum ná- grannalöndum okkar. Ástæð- urnar fyrir þvi eru einkum þær, að hlutfall óbeinu skatt- anna hefur farið hækkandi, og tollmúrar milli landa hafa ver- ið brotnir niður og ríkissjóður viðkomandi landa þurft á nýj- um tekjustofni að halda. í flestum löndum var söluskatt- ur fyrir, en menn töldu mjög varhugavert að hækka þenn- an skatt vegna þess að gallar hans yrðu þeim mun meiri eft- ir þvi sem skatthlutfallið yrði hærra. Öll ríki EBE hafa nú tekið upp virðisaukaskatt og unnið hefur verið markvisst að þvi að samræma skattinn, svo sem undanþáguákvæði o. fl-> i þeim tilgangi að samkeppnis- aðstaða verði sem jöfnust. Hér á landi hefur verið farin sú leið að hækka söluskattinn, enda þótt nágrannaríki okkar teldu það varhugavert. Dreif- ingin hefur það í för með sér, að tollayfirvöld, stórar heild- verslanir og framleiðslufyrir- tæki innheimta mjög stóran hluta virðisaukaskattsins. —- Þetta hefur þá þýðingu, að stærri fyrirtæki, sem yfirleitt hafa betra bókhald, innheimta 8 J

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.