Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 24
Ingibjörg Bergþórsdóttir, Fljótstungu Um skáldið Guðmund Böðvarsson VIÐ ÞAGMRÞYT í LAUFI Sem Hvítsíðingur stenzt ég ekki og vil heldur ekki standast — þá freistingu að lýsa fyrst og fremst þeim jarðvegi, sem skáldið, Guð- mundur Böðvarsson, var sprott- inn úr. Getur verið að ykkur finn- ist ég reyna að þakka umhverf- inu að einhverju leyti, hvílíkur snillingur hann varð. Þið skuluð samt ekki setja ykkur í allt of mikla vamarstöðu, því að ég ætla mér ekki að skrökva neinu að ykkur. Það er því miður ekkert vist, að Hvítsíðingar almennt hafi orðið fyrstir manna til að viðurkenna Guðmund sem mikið skáld. Mál- verk njóta sín betur í hæfilegri fjarlægð, og ekki sjáum við skýr- ar né betur á bók, þótt nærsýn sé- um, ef við höldum henni fast upp að nefinu. — Það er nú eitthvað annað. Samt munu þó nokkrir Hvítsíðingar strax hafa metið skáldskap hans að verðleikum. Hann var t. d. einn þeirra skálda, sem næst elzta systir mín las gjarnan fyrir okkur „litlu stelp- urnar“ meðan við vorum milli vita. Það var hún, sem kveikti að- dáun mína á honum og fleiri höf- undum, sem þá höfðu tæpast náð hlustum almennings, en eru nú orðið mikils metnir. Ég er orðin svo gömul, að ég man sum af fyrstu viðbrögðum við ljóðum Guðmundar. Ég man t. d„ að hann Markús gamli snipp- aði og sagði: „Iss, þetta er hvorki hægt að syngja né kveða". Hann kunni mikið af þeim sönglögum, sem þeir hjá útvarpinu nefna „íslenzk alþýðulög" en eru reyndar fæst ís- lenzk. Hann hafði lært þau hjá Guðmundi Pálssyni á Bjama- stöðum, sem spilaði einna fyrstur Hvitsíðinga á orgel og eyddi víst syndsamlega miklum tíma í þá iðju að spila og syngja að margra áliti, fyrirgafst þó allt sökum síns ómótstæðilega persónuleika. Hann átti jafnvel til aö segja við kaupa- fólkið á engjunum: „Nú skulum við koma heim að syngja". Ég held næstum, að ég hefði viljað vinna til að fæðast ennþá fyrr til að kynnast þessum ágæta móðurbróð- ur mínum. Hjá honum og Mariu Guðmundsdóttur, konu hans, dvaldist Guðmundur Böðvarsson fyrstu árin eftir að hann missti móður sína, hafði sjálfur beðið um að fá að vera þar. Mig undrar það eftir á, og það sýnir bezt þau áhrif, sem dvöl hjá Guðmundi Pálssyni hafði á jafnvel ólíklegustu menn, að í fyrsta skipti, sem ég heyrði Álfa- kónginn eftir Schubert sunginn með furðu heillegum íslenzkum texta, gerði það Markús gamli, þetta stóra barn, sem ekki þótti nú „gefin andleg spektin" nema í tæpu meðallagi. Já, hann Markús gamli var nú kapítuli út af fyrir sig. Árangur var í svipuðum dúr og hjá Sigga Ha, Hálsasveitar- skáldi, sem allir Borgfirðingar þekkja af afspurn. En ijóðin hans Guðmundar Böðvarssonar voru ekki samin við „Fjárlögin", sálmalög þýzk eða dönsk, rímnalög eða önnur þau lög, sem við Markús kunnum, heldur hvert með sínum eigin hætti. Það voru töfrar íslenzkrar náttúrufeg- urðar, fósturjörðin sjálf og þjóðin, sem ortu í gegnum hann með ótal tilbrigðum og náðu æ betri tökum á honum eftir því sem leið á ævi hans. Móð'ir er algengt ávarpsorð i Ijóðum hans. Það er fósturjörð- in, sem hann nefnir því nafni, sem hann vissi fegurst og var honum hugstæðust af öllu. Og það er hin hljóðláta hógværð, styrkleiki veikra orða, sem bezt nær eyrum okkar, þegar hann flytur okkur boðskap hennar. Halldór Laxness segir í Fegurð himinsins: „Þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum. Þar búa ekki frámar neinar sorgir, — og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, — þar rik- ir fegurðin ein ofar hverri kröfu". Hversu mikinn þátt átti sú tign- arlega fegurð, sem blasti við Guð- mundi ungum i lotningu hans og aðdáun á íslenzkri náttúru? Mundi ekki Eiríksjökull, sem nefndur er konungur íslenzkra fjalla, og hirð hans: Strútur, Hafrafell, Tunga, Ok og Langjökull, hraunið og hundrað fossar og „blaðmjúkir birkiskógar" speglast í ljóðlind hans? Ég er ekki í nokkrum vafa um, að allt þetta hefur átt sinn þátt í að móta hann sem mann og sem skáld. Þegar hann hætti búskap árið 1959, fluttu þau hjónin um þriggja ára skeið til Hafnarfjarð- ar, þar sem hann gerðist bóka- vörður. Á þessum árum kenndi hann fyrst þess sjúkdóms, sem varð honum að aldurtila, krans- æðastíflu. í Hafnarfirði festu þau ekki rætur. Auk þess vissi hann, að kyrrsetur eru ekki hollar, þeg- ar mn þennan sjúkdóm er að ræða. Þau fluttu því heim í Hvítársiðu aftur og reistu sér nýtt hús á Kirkjubóli. Þetta hús smíðaði Guðmundur að miklu leyti með eigin höndum, og margt er þar innan veggja og utan, sem ber vitni um snilldarhandbragð hans. Útskurður í tré var eitt af þvi, sem lék í höndum hans, en marga útskorna muni gaf hann vinum sínum, svo að þeir dreifðust víða. Þama er líka arinn, sem er hreint meistaraverk. Guðmundur vann hann úr grjóti framan úr Krók og viðar að. Utan um hann er rammi af útskomum súlum úr birki. Þar er einnig nokkurt safn gamalla muna, sem Guðmundur hafði haldið til haga. 1. sept. 1974, daginn, sem Guð- mundur hefði orðið sjötugur, hitt- ust í þessu húsi fulltrúar þriggja stærstu samtaka í Borgarfirði, Sambands borgfirzkra kvenna, Ungmennasambands Borgarfjarð- ar og Búnaðarsambands Borgar- fjarðar. Ennfremur vom þama fulltrúar Rithöfundasambands ís- lands og börn þeirra Kirkjubóls- hjóna. Allir þessir aðilar samein- uðust um það af stakri eindrægni, að heiðra minningu þeirra hjóna með því að stofna sameiginlegan sjóð, sem ber lieitið Minningar- sjóður Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli og konu hans, Ingibjargar Sigurðar- dóttur. Það sýnir bezt, að nú erum við hvert öðru stoltara af skáldinu okkar, hversu vel Borgfirðingar hafa tekið söfnun fyrir þennan sjóð, sem stofnaður var til að eignast hús hans á Kirkjubóli og 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.