Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 9
mikinn hluta virðisaukaskatts- ins og því meiri likur fyrir þvi, að hann komist óskertur til skila. Ég gat þess áður að sölu- skatturinn væri einstigsskatt- ur> Þ- e. a. s. allur innheimtur við afhendingu skattskyldrar yöru eða þjónustu til endan- iegs neytanda. Þetta gerir það a® verkum, að erfiðara er að hafa eftirlit með þvi, að skatt- inum sé skilað. Virðisauka- skattur er að þvi leyti betri, að uPphæð, sem er innheimt af einum aðila, kemur sem frá- dráttarliður hjá þeim næsta. Heildsali A getur að vísu gefið UPP minni upphæð en hann innheimtir af smásalanum B, en B smásali hefur að sjálf- sögðu áhuga á að draga allan sreiddan virðisaukaskatt frá, er hann gerir upp það sem hann hefur innheimt. Slikir gagnkvæmir hagsmun- ir, ef svo má að orði komast, virka á þann hátt, að meiri likur eru fyrir því að skattin- urn sé skilað, en á þó ekki við um siðasta lið innheimtu. Þetta hefur orðið til þess að menn hafa ályktað, að með virðisaukaskattinum, sé komið á sjálfvirku eftirlitskerfi. Hug- myndafræðilega er þetta rétt, en heldur vart í reynd, þvi svindl getur átt sér stað, t. d. með samvinnu framleiðenda og sniásala. • ekki himnaríki SKATTANNA Annar kostur virðisauka- skattsins er, að hann er hlut- laus, þ. e. uppsöfnunaráhrif hans eru engin, þar sem kerfið Serir ráð fyrir því, að endur- greiðslur eigi sér stað á öllum virðisaukaskatti sem atvinnu- fyrirtæki greiða, ekki aðeins af vöruinnkaupum, heldur einnig af öðrum aðföngum og rekstrarvörum, þar með taldar fjárfestingar. Þetta gerir það að verkum að áhrif hans á neysluval og samkeppnisað- stöðu atvinnuveganna gagn- vart útlöndum er hlutlaus. Mikilvæg forsenda fyrir þessu hlutleysi er, að skatturinn nái fil allrar vöru og þjónustu, sem tH verður í atvinnulifinu. Und- anþágur mega helst engar vera, en það er einnig forsenda þess að skatturinn verði auðveldur 1 framkvæmd. I framkvæmd er vart hægt að reikna með öðru, en ein- verjar undanþágur verði. erfið er byggt þannig upp, að reiknað er með fullum frá- ráttarrétti skatts á fjárfest- mgu atvinnuveganna. Þennan rétt er hægt að afnema, en þá eru uppsöfnunaráhrif tekin inn aftur og hlutleysinu fórnað. Söluskattur hefur mjög verið gagnrýndur af framleiðslu- greinum iðnaðarins og það sem einkum er gagnrýnt, er einmitt hin miklu uppsöfnunaráhrif. Þessi uppsöfnunaráhrif eru einnig mikil i landbúnaði, en landbúnaðurinn greiðir sölu- skatt af f j árfestingarvörum og ýmsum rekstrarvörum. Sama er að segja um sjávarútveginn, en þar er greiddur söluskattur af fjárfestingum o. fl. sem virðisaukaskattkerfið gerir ekki ráð fyrir, þar sem leitast er við að skattleggja neyslu og íbúðabyggingar eingöngu. Við- ast hvar, þar sem skatturinn hefur verið tekinn upp, hefur verið stefnt að því að gera hann sem viðtækastan og með fullum frádráttarrétti fyrir fjárfestingarútgjöld, þegar þau eiga sér stáð. Þegar rætt hefur verið um virðisaukaskatt, hafa kostir hans einkum verið taldir og það er ef til vill vegna þess að nú hafa stjórnmálamennirnir hafist handa við að sannfæra sjálfa sig um ágæti hans. Það er talað um sjálfvirkt eftirlit, sem ekki stenst að öllu leyti. Það er talað um hlutleysi, sem ekki stenst heldur, ef undan- þágur og frávik eru umtalsverð. Virðisaukaskatturinn hefur einnig sina galla og ég vil vara við þeim hugsunarhætti, að hann leysi öll vandamál sölu- skattsins. Virðisaukaskatturinn er án undantekninga gott tekjuinnheimtukerfi i samfé- lagi, sem er þróað iðnaðar- og þjónustu þjóðfélag. Það er ekki eins víst, að það henti eins vel i samfélagi, þar sem smárekst- ur, landbúnaður og sjávarút- vegur er mikill hluti atvinnu- lífsins. Með þessum orðum er ég ekki að lýsa virðisaukaskatti striði á hendur, heldur aðeins að benda á, að menn mega ekki láta sig dreyma um það að virðisaukaskattur sé himnariki skattanna. Virðisaukaskattur eins og ég hef lýst honum leggst endanlega á einka- neyslu og á ibúðabyggingar, en leggst ekki á rekstrarnauðsynj - ar og fjárfestingarvörur. Þetta hefur i för með sér að skatta- hlutfallið verður að hækka eða undanþágur að falla niður, ef rikissjóður á að fá sömu tekj- ur. Einnig hefur þetta í för með sér tilfærslu á skattbyrði frá fyrirtækjunum til hins al- menna borgara og heimilanna. Vegna þessara ástæðna tóku Norðmenn upp fjárfestingar- skatt af fjárfestingum at- vinnuveganna, en slíkur skatt- ur fórnar að nokkru hlutleysi virðisaukaskattsins. Fjárfest- ingarskattur getur hins vegar verið gott hagstjórnartæki, ef hið opinbera vill hafa áhrif á fjárfestinguna í þjóðfélaginu. í Sviþjóð var hins vegar tekinn upp almennur launaskattur i þeim tilgangi að jafna upp það sem tapaðist við tilkomu virð- isaukaskattsins. Einn megin galli virðisauka- skattsins er veruleg fjölgun gjaldenda. Það má áætla að fjöldi gjaldenda aukist a. m. k. um helming. Mest aukning verður i landbúnaði, u. þ. b. 5000 bændur, og i sjávarútvegi, u. þ. b. 1000 útgerðarmenn. Hvernig landbúnaður og sjávarútvegur verður með- höndlaður ef komið verður á virðisaukaskatti, er mjög mik- ið atriði og getur orðið all mik- ið vandamál. • HVERS KONAR INNHEIMTA? Þessi mikli fjöldi gjaldenda, sem mundi bætast í hóp fram- teljenda, krefst þess, að fundin verði einföld aðferð til inn- heimtu virðisaukaskatts hjá þessum aðilum. Á Norðurlönd- um er landbúnaður felldur inn í hið almenna virðisaukaskatts- kerfi og skatthlutfall hið sama og i öðrum greinum. í Noregi er bændum og útgerðarmönnum þó heimilt að telja aðeins fram einu sinni á ári. Það koma líklega margar leiðir til greina í landbúnaði, en ekki geðjast mér að þeirri hugmynd, að allir bændur landsins verði framtalsskyldir. í fljótu bragði tel ég að vel kæmi til álita, að vinnslustöðv- ar landbúnaðar innheimti virð- isaukaskatt, sem innheimtuað- ili á 1. stigi. Þá vaknar spurn- ingin um endurgreiðslu til bænda vegna virðisaukaskatts, sem þeir greiða af rekstrar- vörum. Ég tel vel koma til álita að aðalliður í rekstrarvörum bænda, fóðurbætir, áburður og landbúnaðarvélar verði undan- þeginn og að bændur fái end- urgreiddan virðisaukaskatt af öðrum rekstrarliðum, samkv. framiögðum reikningum. Þetta mundi að vísu útheimta nokkra vinnu, af hálfu bænda, en þó lítilræði miðað við þá vinnu, ef kerfið væri notað í uppruna- legri mynd. Sama er að segja um sjávar- útveginn. Ég held að best væri að vinnslustöðvar leggðu á virðisaukaskatt, en ekki út- gerðarmenn. Sá virðisauka- skattur yrði í reynd lítill sem enginn, þar sem meginhluti Virðisaukaskattur hefur verið tekinn upp 1 allflestum ná- grannalöndum okkar. Söluskattskerfið er mjög gallað og þarfnast úrbóta á einn eða annan hátt. V ir ðisaukaskatturinn hefur einnig sína galla og leysir ekki öll vandamál söluskattsins.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.