Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 15
litlu. stofuna með tveimur sexrúðna gluggum. Okkur var oðið sæti á dívaninum, koff- °rti og stólum. Lagt hafði ver- á kaffiborðið og nú hófst spenningurinn: að telja köku- sortirnar. Töluvert var komið lnn a borðið, en meira átti eft- lr að bætast við. Þarna voru vinarterta, gyðingakökur, hálf- Piánar, jólakaka, sótakaka, einur, sykurpönnukökur, rí ómapönnukökur ... En, því miður, ég er víst aðeins komin UPP í átta sortir, mig minnir, að þær væru aldrei færri en ellefu. Svo bar Ella inn rjúkandi eitt súkkulaði og þeyttan ríóma. Ég setti rjómakúf ofan a súkkulaðið i bollanum og iwdi alls ekki að hræra hann sa®an við. Prekar brenndi ég mlg á tungunni en eyðileggja Pennan fannhvíta rjómakúf. Kúnstin var að sötra súkku- laSið i smásopum og fá um leið ofurlitinn rjómaskammt i hverjum sopa. Eftir drykkjuna og kökuát- ið var farið að skoða albúmin, ulltaf sömu myndirnar ár eftir ar» en alltaf fannst mér það skemmtilegt. Myndirnar af Kára og félögum hans, sem sýndu islenzka glímu á Olymp- nileikunum 1912 voru sveipað- ar sérstökum ævintýraljóma. Síðan leið stundin við rabb i litlu friðsælu stofunni, þar sem orgelið stóð i einu horninu og kommóðan með öllum inn- römmuðu myndunum við einn vegginn, pósttaskan hans Kára hékk á þilinu, svo og útsaum- aða blaðaslíðrið og síminn, sem var skrúfaður fastur i vegginn. Eg man ennþá, að „tvær stutt- ar“ var hringingin í Staðar- holt. Liðið var fast að kvöldmat- artíma, þegar við gengum til haka yfir túnið suður í Þór- oddsstað. hað átti fyrir Ellu og Kára að liggja að flytjast í annað háreistara hús sunnar í sveit- lnni. nú eru þau bæði löngu öáin. Einhvernveginn finnst mér, að í núverandi verustað sínum Ul þau i himnesku Staðarholti, uar sem Ella stendur við eld- núsgluggann og brosir við jnorgunsólinni á meðan hún Pvær mjólkurilátin. Og á völdin spilar Kári á orgelið °ii gömlu lögin, svo sem: Oft Um húfar......Yfir öllum fjöll- Um • • • • og Að fjallabaki sólin Slsur ... meðan himnesk kvöld- S°1 gyllir Fljótið og græna Fót- artána þar fyrir handan. 4 GOSBRUNNUR Brunnvatn sem tært mót bláum himni stígur, blikar í sól og fellur jarðar til, safnast á ný og neðanjarðar streymir nætur og daga. Eins og göfug hugsjón fæðist og vex úr hugans dula djúpi, draumum og þrám af jörðu vigð. Hún flýgur og leitar upp uns lögmál fallsins heftir leiftrandi dropans flug og aftur hnígur vængstýfð til jarðar háleit hugsjón þín. En draum og hugsjón hefta engin lög né hringrás dropa sem úr myrkri jarðar lyftist í heiðið leiftursnöggt — og skín.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.