Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 26
VIÐ ÞAGMRÞYT í LAUFI Skáldin fjögur, Guð- mundur Böðvarsson, Guðmundur Sigurðsson, Stefán Jónsson, og Hall- dór Laxness voru öll þremenningar. Ein for- vera mín í húsfreyju- embætti í Fljótstungu, Margrét Þorláksdóttir, var langamma þeirra allra. Halldór Laxness Guðmundur Böðvarsson Guðmundur Sigurðsson Stefán Jónsson út bók, enda löglega afsakaður (uppi fyrir ritöld). Yngstu höf- undarnir eru Hvítsíðingarnir Böðvar Guðmundsson og Þuríður Guðmundsdóttir frá Sámsstöðum. Þess utan er urmull af sveita- skáldum og hagyrðingum. Úr því að ég minntist á sveitaskáld, get ég ekki stillt mig um að tilfæra hér umsögn Borgfirzkrar æviskrár um eitt þeirra, Eyjólf Jóhannes- son, sem kenndur var við Hvamm í Hvítársíðu og uppi var frá 1824— 1911. Umsögnin er tekin úr grein um hann í Skirni eftir annað sveitaskáld í Hvítársíðu, Jón Sig- urðsson á Haukagili, föður Sigurð- ar vísnasafnara. „Eyjólfur Jóhannesson var kunnasta og mikilvirkasta alþýðu- skáld Borgfirðinga á sínum tíma, orti mikið af bændarímum, Ijóða- bréfum og alls konar brögum um margvísleg efni. Þurfti oft lítið til- efni til þess, að hann kastaði fram vísu. Síðan á hans dögum hafa Hvítsíðingar borið langt af öðrum héraðsbúum um fjölda hagyrðinga, og má eflaust rekja þá hneigð og kunnáttu til hans. Hann var iðju- samur og heimilisrækin, hófsam- ur með alit og frásneyddur laus- ung og víni. Ljóðagerð hans var aukaatriði, sem hann lagði litla rækt við en kom fyrirhafnarlaust." Þetta voru orð Jóns á Haukagili um nágranna sinn og áhrif hans á umhverfi sitt. Það er hveriu orði sannara, að í marga áratugi, heilan mannsald- ur, gat enginn talizt Hvítsíðingur með Hvítsíðingum nema hann gæti barið saman vísu með illu, ef ekki góðu. Maður gat varla litið upp á nokkurn mann. Eyjólfur í Hvammi fóstraði Böðvar á Kirkjubóli, föður Guð- mundar skálds og reyndist honum sem bezti faðir. Böðvar fæddist 17. des. 1870. Þriggja nátta gamall var hann útbúinn með pela og saltkjötsdúsu og heimasæta úr Króknum send með hann til hreppstjórans, sem þá bjó í Síðumúla um það bil 20 km. leið. Þetta var sem sé rétt fyrir jól eða 20. des. Þá var tvíbýli í Síðumúla, og hreppstjórinn kom baminu fyrir hjá mótbýlismanni sínum, sem var Eyjólfur. Hann bjó 3 ár í Síðu- múla, en flytur 1872 að Hvammi og bjó þar síðan. Hann átti mörg börn, öll eldri en fóstursoninn, Böðvar. Þeirra á meðal var Sæ- mundur, guðfræðingur, búfræð- ingur og skáld. Var mikið tjón, hvað sá maður dó ungur. Af hon- um væntu menn mikils. Eftir hann er m. a. „Nú er glatt í hverjum hól“. Jón Eyjólfsson var fljúgandi hagmæltur, sömuleiðis Jóhann, sem varð bóndi í Sveinatungu og alþingismaður. Á þessu skemmtilega heimili hefur Böðvar verið réttur maður á réttum stað. Húsbóndinn, Eyj- ólfur, var sagnasjór, enda munu margar þeirra kímnisagna, sem Böðvar sagði sonum sínum, ætt- aðar frá honum. Þessar sögur urðu síðan kveikjan að ljóðaflokknum Saltkom í mold. Að hugmyndinni til gætu . Saltkomin minnt á Kirkjugarðinn í Skeiðarárþorpi, sem Magnús Ásgeirsson þýddi, en meðferð efnisins allt önnur og ber vitni ósvikinni gamansemi Guð- mundar. Guðmundur yrkir allra manna ljósast, í ljóðum sínum er hann allur. Sá, sem þekkir ijóð hans vel, þekkir líka manninn að baki þeirra og lesandinn fyllist trúnaðartrausti og hlýju í garð skáldsins. Gamansemin var sá þáttur, sem hvað lengst duldist þeim, sem ekki þekktu hann per- sónulega. Var hún þó sá eiginleiki, sem hvað mest bar á i dagfari hans. En í Saltkornunum fengu þeir hinir sömu svo sannarlega að kynnast því, að maðurinn var allra manna skemmtilegastur. Guðmundur naut ekki skóla- göngu utan farskóla parta úr 2 vetrum hjá föður minum, Bergþóri Jónssyni í Fljótstungu. Þegar hann svo síðar var vinnupiltur á Gilsbakka, var hann svo heppinn, liggur mér við að segja, að verða handlama í glímu. Séra Magnús Andrésson var þá orðinn sjóndap- ur eða blindur, svo að hann fékk Guðmund til að lesa fyrir sig, m. a. danska bók um sálarrannsóknir, Sjælens Bevidshed. Af þessu varð hann ágætlega læs á Norðurlanda- mál, auðvitað með hjálp prests, sem var talinn ágætur kennari. Þegar Guðmundur fékk boðið frá frænku sinni í Ameríku, sem ég gat um hér að framan, um að koma vestur, fékk faðir hans hann lausan úr vinnumennskunni um sex vikna skeið, svo að hann gæti gefið sig að námi. Hann komst m. a. svo vel niður í ensku á þessum stutta tíma, að á efri árum þýddi hann 12 kviður úr Divinu Comediu eftir Dante. Það var Ragnheiður, dóttir séra Magnúsar, sem hafði aðalumsjón með kennsl- unni. Hún var sjálf ágætlega skáldmælt og mun hafa séð, hvað í piltinum bjó og örvað hann til skáldskapariðkana, enda taldi hann sig eiga henni mikið að þakka. Hún bjó lengi rausnarbúi á Hvítárbakka í Borgarfirði og hefur ætíð notið hylli allra, sem hana þekkja vegna frábærra mannkosta. Það mun hafa verið góð kennsla, sem Guðmundur naut hjá föður mínum, Ragnheiði og séra Magn- úsi. Samt liggur í augum uppi, að nokkrar vikur hér og örfáar þar réðu ekki úrslitum um það, að Guðmundur varð sannmenntaðri, vitrari og víðsýnni en flestir lang- skólamenn. Það gerðu fyrst og fremst næmi hans, námfýsi og það, að hann valdi menntun sína sjálfur, eins og gert hafði skáld- bróðir hans og hliðstæða vestan hafs, Stephan G. Stephansson. Því miður hefur fæst af því, sem kennt er í skólum þýðingu fyrir raunverulegt manngildi, enda sagði einhver spekingur: „Mennt- un er það, sem eftir situr, þegar þú hefur gleymt öllu, sem þú hef- ur lært.“ Séra Magnús stofnaði fyrsta lestrarfélag í Borgarfirði, og það ætla ég marki dýpri spor en nokk- uð annað, sem hann gerði og hafi enn þann dag í dag áhrif á menn- ingarástand á félagssvæðinu. All- ar bækur eru látnar ganga bæ frá bæ. Fólk les með því móti bækur, sem það myndi ekki gera sér ómak til að fá lánaðar úr safninu. í þá daga voru á fáum heimilum til bækur utan Passíu- sálmarnir, postillan og reytingur af íslendingasögum, ekki af því að viljann vantaði. En þetta var fólk, sem aldrei hafði haft alveg nóg að borða allt árið, og hvernig átti það þá að leyfa sér þann munað að kaupa bækur? Við vorum nefni- lega nýlenda. Kaupmannahöfn hafði verið byggð fyrir íslenzkan grút, segir Laxness. En þar var líka mörg Bændahöllin. Umf. Brúin var stofnuð árið 1908, og næsta ár kom út fyrsta tölublað handskrifaðs blaðs með sama nafni. Fyrsta blað kemur út mjög seint á ári, ekki fyrr en í nóvember 1909. Samt birtist í því ótrúlega fjölbreytt efni í tíu atr- iðum þessar fáu vikur, sem eftir voru af árinu. Það er eins og kapp í fólki að skrifa í blaðið sitt, og það er með ólíkindum, hversu mik- ið mannval var þá að alast upp á félagssvæðinu. Þarna eru ljóð eft- ir fólk, sem hefði getað orðið góð skáld, hefði það haldið áfram að ávaxta sitt pund. Og þótt margir væru kallaðir, en fáir útvaldir, fyrirfannst varla nokkur einasti rímgalli. Svo rótgróin var sómatil- finningin, þegar sveitaríþróttin átti í hlut. Af tvennu illu var skárra að yrkja ekki heldur en senda frá sér „skothent klúður". Allir voru hugsjónamenn, og það var ekki komið í tízku að elska nokkurt einasta stórveldi meira en sitt eigið land. Stórveldin voru heldur ekki búin að finna upp stefnuna, sem bezt hefur dugað þeim gegn ættjarðarást smáþjóða — og smáþjóðirnar hafa ekki ennþá áttað sig á, hverjir fundu upp — né til hvers. Þau kalla hana alþjóðahyggju. Þau fundu annað afbrigði af henni til einka- afnota, og það er stundum kallað heimsveldisstefna. Þaö kennir furðu margra grasa í þessu gamla blaði. Þar eru t. d. umræður um bókmenntir, ritdóm- ar og snarpar ritdeilur um nýjar bækur og mikið af ljóðum og lausavisum. Meðal þeirra, sem gefa góðar vonir, eru báðir bræður Guðmund- ar, Jón og Þorsteinn. Jón á þó meira efni, þar sem Þorsteinn flutti fyrr úr sveitinni. Því miður virðast þeir að mestu hafa hætt að yrkja um það leyti sem Guð- mundur byrjar að gefa út bækur, kannski vegna þess, að nú hófst mikill annatími í lifi þeirra (þeir gerðust bændur í Grafardal í Borgarfirði), kannski hafa þeir hugsað eitthvað líkt og Bjarni Thorarensen, þegar hann las Gunnarshólma eftir Jónas Hall- grímsson: „Nú held ég, að mér sé bezt að hætta að yrkja". Hafi svo verið, var það mikill misskiln- ingur, en um það tjóir ekki að fást. Með því elskulegasta af frá- sögnum Guðmundar í lausu máli eru minningar frá bernskuleikjum þeirra bræðra, t. d. sagan Áin og önnur, sem heitir Þrír bræður. Aí þessum fjörlegu frásögnum úr 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.