Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 5
Skólaslit í Bifröst
Samvinnuskólanum að Bif-
röst var slitið laugardaginn 1.
mai í 58. sinn. í skólaslitaræðu
Sreindi skólastjóri, Haukur
Ingibergsson, frá skólastarfinu
á liðnum vetri. Umsóknir um
skólavist i 1. bekk hefðu verið
rúmlega 200 en húsrými hefði
aðeins verið fyrir 37 nýnema.
í 2. bekk sátu 42 nemendur
þannig að samtals stunduðu 79
nemendur nám við Samvinnu-
skólann að Bifröst i vetur.
Eru 29% nemenda af höfuð-
öorgarsvæðinu en 71% utan af
landi og taldi skólastjóri þessa
skiptingu alls ekki óeðlilega er
tekið væri tillit til uppruna og
starfsemi samvinnuhreyfing-
arinnar auk þess sem höfuð-
borgarbúar hefðu margar leið-
*r til mennta sem landsbyggða-
tólk hefði ekki.
Vorpróf i 2. bekk hófust 5.
aPríl og i 1. bekk 21. april, en
Þar eru aðeins tekin lokapróf
Haukur Ingibergsson
i nokkrum greinum. Úrslit
prófa urðu sem hér segir.
I. bekkur
1. Kristín Bryndis Guðmunds-
dóttir frá Stöðvarfirði 9,14.
2. Sigrún Inga Sigurðardóttir
úr Skagafirði 9,00. ...
3__4 pórveig Þormóðsdóttir ur
S-Þingeyjarsýsiu 8,89.
3. _4. Rósa Hansen, Vestm.-
eyjum 8,89.
II. bekkur
1. Maria Jónsdóttir frá Dalvík
9,34.
2. Vilhjálmur Sigurðsson úr
Reykjavík 8,68.
3. Sigurjón Ingólfsson, Vestm.-
eyjum 8,58.
Þessu næst ræddi skólastjóri
um framtíðarmál skólans og
átaldi síendurtekna frestun á
Canon
afgreiðslu frumvarps til laga
um viðskiptamenntun á fram-
haldsskólastigi, sem nú ligg-
ur í 3. sinn fyrir Alþingi. Einn-
ig ræddi hann um húsnæðis-
mál að Bifröst og sagði það
þrýnt að hefja byggingu íbúð-
arhúss fyrir starfsfólk auk þess
sem bæta þyrfti starfsaðstöðu.
Skólastjóri ræddi nokkuð um
félagsmál og sagði að sú ó-
venjulega áhersla sem skólinn
legði á félagslega þjálfun
nemenda sinna ætti rætur sin-
ar að rekja til þess að sam-
vinnuhreyfingin væri i eðli
sinu félagsmálahreyfing sem
alltaf hlyti að stefna að þvi að
efla félagsþroska og samfélags-
vitund manna og slíkt gerðist
trauðla á annan hátt en með
félagslegri þjálfun sem reynt
væri að ná með virku starfi
nemenda i hinum ýmsu félög-
um og klúbbum.
Ef þér kaupið Canon-
vasavéþ þá er ekki
tjaldað til einnar nætur.
Nytsöm
fermingar
gjöf
Sendum
í póstkröfu
Einkaumboö,
^arahlutir, ábyrgð og þjónusta.
Fjöldi gesta var viðstaddur
skólaslitaathöfnina. Fyrir hönd
10 ára nemenda talaði Ingólf-
ur Sverrisson en Arnór Val-
geirsson fyrir hönd 25 ára
nemenda og færðu þeir skólan-
um góðar gjafir og óskuðu hon-
um velfarnaðar i framtiðinni.
Leopold Jóhannesson ávarpaði
nemendur og starfslið og færði
þeim þakkir fyrir gott ná-
grenni í 2 ár. Af hálfu heima-
manna töluðu Pétur Þorgríms-
son, Sigurbjörn Kristinsson og
Guðbrandur Gíslason.
Einn kennari skólans, Hörður
Haraldsson átti 20 ára starfs-
afmæli og voru honum þökkuð
vel unnin störf og afhentar
gjafir frá skólanum og frá
nemendum.
Að lokum ávarpaði skóla-
stjóri brautskráða nemendur
og óskaði þeim góðrar ferðar
um alla framtíð. ♦
krifvélin
Suðurlandsbraut 12, simi 85277.