Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 30
Sigurjón Björnsson, sálfræðingur ÞROUN Sálfræðingar hafa á þessari öld glímt við að rannsaka siðferðisþroskann af talsverðri elju og víða leitað fanga. Niðurstöðurnar eru að vísu fátæklegar enn, en samt virðist ýmislegt benda til þess, að menn séu að byrja að ná tökum á þessu rannsóknasviði. SÍÐARI HLUTI í rannsóknum námskenn- ingamanna er ekki fjallað um það, sem nefna mætti siðferði- lega dómgreind, þ.e. þær hugs- unarreglur, sem maðurinn beitir, þegar hann greinir rétt frá röngu, gott frá illu. Þá er heldur ekki fjallað um siðferð- islögmál, þ. e. hvernig einstakl- ingurinn temur sér smátt og smátt að grundvalla hegðun sína á nokkrum siðferðilegum höfuðlögmálum, — og hvenær hann uþpgötvar þau. Það vantar þvi greinilega mikið á, að siðferðiþróun manna hafi verið gerð næg skil með þeim tegundum rann- sókna, sem þegar hefur verið getið. Tilraun til úrbóta er að finna i kenningum og rannsóknum Piagets og þeirra, sem honum fylgja að málum. Jean Piaget er þekktastur fyr- ir rannsóknir sínar á þróun vitsmunalífsins, enda hafa þær verið aðalstarf hans. Snemma á fræðimannsferli sínum gerði hann þó nokkrar rannsóknir á siðferðiþróun barna og birt- ust niðurstöður hans í bók- inni „Le Jugement Moral chez l’Enfant“, sem út kom árið 1932. Hefur það rit raunar af sumum verið talið eitt hið bezta af hinum mörgu verkum Piagets. Piaget reyndi í þessum rannsóknum sínum að kanna tvö svið siðferðisþroskans. Annars vegar skilning og framkvæmd barna á reglum, sem þau nota í hópleikjum sín á milli og hins vegar hugmynd- ir barna um réttlæti eins og þær endurspeglast i viðhorf- um til ýmiss konar misgerða s. s. þjófnaðar, lyga og refs- inga við þeim. Ástæðan til þess að Piaget valdi sér reglur í hópleikjum að viðfangs- efni var sú, að hér var um að ræða reglur, sem börn- in höfðu þróað með sér sjálf og því mátti ætla, að reglurn- ar endurspegluðu hug barn- anna, án áhrifa frá fullorðn- um. Hér var ennfremur um að ræða reglur um samskipti ein- staklinga, en Piaget taldi ein- mitt reglur af þvi tagi mikil- vægan þátt siðferðis, því að i sérhverju samfélagi manna hafa þróazt reglur, sem stýra hegðun manna hvers gagnvart öðrum og varðandi eigur þeirra. í svonefndum marmarakúlu- leik, sem algengur er í heima- byggð Piagets komu eftirfar- andi atriði í ljós: Úr því að börn voru 3—5 ára fóru þau að styðjast við reglur í leik sin- með þvi að líkja eftir eldri börnum. Þessar reglur voru þó talsvert frábrugðnar eiginleg- um og viðurkenndum leikregl- um, því að þær fólust mest- megnis í samlögun að sjálf- lægum og persónulegum hugs- unarvenjum barnanna, en voru lítt aðhæfðar aðstæðum eða hinum ytri veruleika. Börnin voru sannfærð um, að þessar reglur væru þær einu réttu, en engu að síður voru þau ótrauð að brjóta þær, þegar svo bauð við að horfa. Eftir 7—8 ára ald- ur tók leikur barnanna að verða betur aðhæfður viður- kenndum reglum, en þó var skilningi á reglum og hlýðni við þær nokkuð ábótavant fram undir 11—12 ára aldur- inn. Eftir það var reglunum fylgt bókstaflega, og börnin virtust meira að segja hafa sér- stakt yndi af að útfæra þær nákvæmlega og í margvísleg- um tilbrigðum. Athyglisvert var, hversu litið samræmi var milli hugmynda barnanna um eðli leikreglna og notkunar þeirra á þeim. All- langt fram í miðbernsku voru börnin þeirrar trúar, að reglur væru heilagar, að ekki mætti breyta þeim, að þær hef ðu allt- af verið til eða settar uppruna- lega af guði, einhverju hátt- settu yfirvaldi eða foreldrun- um. Þrátt fyrir þetta hikuðu börnin ekki við að sniðganga og brjóta reglurnar eftir geð- þótta. Um 10—11 ára aldurinn snerist þetta gersamlega við. Þá skildu börnin reglur sem samkomulags- og hagkvæmnis- atriði, og þeim fannst ekkert athugavert við að breyta þeim, ef það þjónaði ákveðnum til- gangi og reyndist betra. Þrátt fyrir þetta fylgdu börnin regl- unum bókstaflega og viku ekki frá þeim um hársbreidd. Viðhorf barna til misgerða voru könnuð með þeim hætti, að lagðar voru fyrir börnin ým- iss konar spurningar eða þeim voru sagðar sögur, sem þau áttu siðan að ræða um. Dæmi- gerð verkefni voru þessi: Hvor finnst þér vera verri, drengur, sem dettur um þröskuld og brýtur tíu bolla, sem hann er með á bakka, eða hinn, sem klifrar upp í eldhússkáp til að stela sultu og brýtur einn bolla í leiðinni? Eða sagan um strák- ana tvo, sem helltu bleki á gólfið. Annar strákurinn ætl- aði að hjálpa pabba sínum, en hellti óvart öllu úr blekbytt- unni. Hinn strákurinn var að leika sér að blekbyttunni og setti lítinn blett á teppið. Hvor strákurinn var óþægari? Einkennandi fyrir yngri börnin var að þau mátu af- brotið eftir stærð þess (fjöldi brotinna bolla, hve mikið af bleki fór niður ). En eftir 9—10 ára aldur fór að verða algeng- ara, að þau færu eftir því, hvaða hvatir lágu að baki (gá- leysi, klaufaskapur, ásetning- ur). Svipuðu máli gegndi um viðhorf til lygi. Yngri börnin mátu lygi eftir þvi hve mikið hún vék frá sannleikanum, t. a. m. var það verri lygi, að segja að hundur væri jafnstór og kýr heldur en að blekkja mömmu sína vísvitandi með því að láta hana halda að nám- ið gengi vel í skólanum, ef svo var ekki. Eldri börnin aftur á móti tóku tillit til þess, hvers vegna var logið. Um refsingu er það helzt að segja, að yngri börn vildu að refsingin væri í réttu hlutfalli við stærð afbrotsins, en hún þurfti ekki að vera tengd því að öðru leyti. Eldri börnin að- hylltust aftur á móti fremur refsingu, sem fólst í að tengja hana af brotinu, svo að afbrota- manninum yrði ljóst eðli og af- leiðingar verknaðar síns. Tök- um sem dæmi, að krakki komi seint heim í matinn. Yngra barn kynni að segja, að rétt 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.