Samvinnan - 01.06.1980, Side 5
FURUSTUGREIN
Máttur hinna mörgu
Samvinnuhreyfingin á íslandi verður
hundrað ára hinn 20. febrúar árið
1982. Þá var Kaupfélag Þingeyinga
stofnað að Þverá í Laxárdal — fyrsta
kaupfélag landsins.
Kaupfélag Þingeyinga óx og dafn-
aði með skjótum hætti. Það varð að
mörgu leyti leiðandi félag íslenzku
samvinnuhreyfingarinnar. Þar völdust
til forustu menn, sem hófu samvinnu-
stefnuna til öndvegis sem þjóðfélags-
hugsjón og börðust fyrir útbreiðslu
hennar með stórkostlegum árangri.
Þessir menn áttu einnig frumkvæðið
að stofnun Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga árið 1902, og verður Sam-
bandið því 80 ára á aldarafmæli hreyf-
ingarinnar.
Þegar þessara tímamóta verður
minnzt, væri mjög við hæfi, að sam-
vinnuhreyfingin birti vandaða og skýra
stefnuskrá. Slík stefnuskrá hefur aldr-
ei verið fest á blað, þótt öllum hafi
verið Ijós tilgangur og markmið hreyf-
ingarinnar. Á undanförnum árum hafa
samvinnumenn á Norðurlöndum tekið
að leggja kapp á að setja fram hug-
myndafræði sína á einfaldan og nú-
tímalegan hátt. Sú vinna hefur orðið
til þess að glæða umræðu um sam-
vinnumál innan kaupfélaganna; sums
staðar jafnvel í svo ríkum mæli, að um
félagslega vakningu hefur verið að
ræða.
Samvinnan hefur oft drepið á það
á þessum vettvangi, hver nauðsyn sé
á, að íslenzkir samvinnumenn fylgi
fordæmi nágranna sinna í þessum
efnum. Og nú er þess að vænta, að
málið sé komið á góða rekspöl með
umræðuefni aðalfundar Sambandsins
í ár: Samvinnuhreyfingin, markmið
hennar og skipulag.
í drögum að umræðugrundvelli,
sem kaupfélögin fengu til að kynna
sér, áður en á aðalfundinn kom, segir
meðal annars svo:
,,Ekki þarf að tíunda hversu þjóðfé-
lagsbreytingar allar eru hraðar á vor-
um tímum. Nægir í þessu sambandi
að benda á þær grundvallarbreyting-
ar, sem orðið hafa á nær öllum svið-
um íslenzks mannlífs á þessari öld —
breytingar sem eru svo stórfenglegar
að kallast mega bylting.
Hlýtur samvinnuhreyfingin að temja
sér stöðugleika en jafnframt sveigjan-
leika til þess að geta á hverjum tíma
lagað starf sitt að líðandi stund með
þarfir framtíðarinnar í huga.“
Við samningu stefnuskrár er margs
að gæta. Að sjálfsögðu má ekki
gleyma nýjum kröfum nýs tíma. Hins
vegar er ekki ósennilegt, að mörgum
muni koma á óvart, hve sterkur hinn
hugmyndafræðilegi grunnur liðins
tíma er og hve margir snjallir menn
hafa lagt hann — bæði í ræðum og
rituðu máli. Þetta má sjá á síðum
Samvinnunnar fyrr og nú. í fyrstu
grein þessa heftis getur til dæmis að
líta eftirfarandi ummæli Gísla Guð-
mundssonar alþingismanns — og er
þar vel að orði komizt um kjarna máls-
ins:
„Máttur hinna mörgu getur fengið
miklu áorkað; meira en flest annað.
Þó er hann alltaf takmörkum háður
eins og annar mannlegur máttur.
Gagnsemi þessa samtakamáttar er
mjög undir því komin, hvernig félags-
mennirnir kunna að notfæra sér sam-
tökin, hvernig samtökunum er stjórn-
að og að menn minnist þess jafnan,
að þau eru samtök þeirra sjálfra.“ ♦
Minnismerki um stofnun Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga
a5 Yztafelli í Þingeyjarsýslu 20.
febrúar 1902.
Ekki er ósennilegt, að
mörgum muni koma
á óvart, hve sterkur
hinn hugmyndafræði-
legi grunnur liðins
tíma er og hve margir
snjallir menn hafa lagt
hann — bæði í ræðum
og rituðu máli.
5