Samvinnan - 01.06.1980, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.06.1980, Blaðsíða 11
hve oft, ef um takmörkun væri að ræða. Það er nauðsynlegt að tryggt sé, að forystan í fé- lögum sé traust og ákvæðin um að meirihluti stjórnar skuli ekki ljúka kjörtíma samtímis, svo sem gert er i samvinnulögunum er ein- mitt byggt á því sjónar- miði. Ekki má gleyma því, að hér er um að ræða fjár- munastofnanir sem áríð- andi er að lúti ábyrgri stjórn og traustri, sem ekki sé það, að algengast sé að vindum. Þvi er hins vegar oft á lofti haldið, að sama einkenni marki stjórnir kaupfélaganna og fjöl- margra annarra félaga, sem sé það. að algengast sé að umskipti stjórnarmannanna komi aðallega til vegna dauðsfalla. Vafalaust er nokkuð til i þessu og til at- hugunar hvort taka ætti upp ákvæði í samþykktir sem hamlaði á móti þessari hneigð. • Um ábyrgð stjómar í 21. grein samvinnulaga er fram tekið, að stjórnend- ur beri ábyrgð fyrir aðal- fundi, einn fyrir alla og allir fyrir einn, nema sá, er látið hefur bóka ágreiningsat- kvæði i gerðabók félagsins. Ekki ber að skilja þessi orð svo, að fjárhagsleg á- byrgð félagsmanns aukist við það að hann sé kjörinn í stjórn. Fjárhagsábyrgð stjórnar- manna er hin sama og al- menns félagsmanns. Réttarfarsleg ábyrgð stjórnar er hins vegar ætíð til staðar og það þurfa stjórnarmenn að hafa hug- fast. Ef við hugsum okkur að stjórn tæki ákvörðun, sem saknæm eða refsiverð væri á einhvern hátt skv. lögum gæti hún hugsanlega verið sótt til ábyrgðar og verið sakfelld. Segjum t.d. að stjórnin seldi veðsetta eign og tæki söluverðið án sam- þykkis veðhafa og notaði til annarra hluta en að inn- leysa veðið væri um refsi- verðan gerning að ræða. Fleiri alvarleg dæmi mætti taka sem gætu leitt til ábyrgðar en þess ber sér- staklega að geta, að sá stjórnarmaður sem ekki er samþykkur málsmeðferð eða afgreiðslumáta getur skv. lögunum og almennum reglum firrt sig 'ábyrgð með því að bóka sératkvæði sitt og andstöðu við málið. Enn er ónefnd hin félags- lega ábyrgð stjórnar og skal nú vikið að henni. • Forsvarsskylda stjómar Að sjálfsögðu ber stjóm að vera í forsvari fyrir fé- lag sitt. Á það jafnt við um réttarlegan vettvang sem um almennan. Henni ber skylda til að sjá um og líta eftir að félagið sé rekið inn- an þess ramma sem mark- aður er í samvinnulögun- um og í samræmi við þær reglur sem þar eru settar. Enda þótt gert sé ráð fyr- ir þvi, að stjórnin ráði kaupfélagsstjóra og feli honum þýðingarmikla þætti af skyldum sínum ber henni eftir sem áður að vaka yfir félaginu. Ef þær aðstæður skapast að félagið fullnægi ekki lögum og reglum um samvinnufélög er það skylda stjórnar að hlutast til um að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar. • Ráðning kaupfélagsstjóra Enda þótt ráð sé fyrir þvi gert í samþykktum allra kaupfélaga að stjórnir ráði kaupfélagsstjóra og feli honum vissan hluta af störfum sinum ber henni eftir sem áður skylda til eftirlits og aðgáts að því er félagið varðar. Val og ráðning kaupfé- lagsstjóra er eitt þýðingar- mesta og vandasamasta starf sem kemur til af- greiðslu félagsstjórnar. Vel- ferð fjölda einstaklinga og jafnvel heilla byggðarlaga byggist á því, að vel takist til í því efni. Almennt mun gert ráð fyrir því, að skriflegur samningur sé gerður milli stjórnar og kaupfélagsstjóra við ráðningu hans. Nauð- synlegt er að halda fast við þessa reglu. í slíkum samn- ingi er gerð grein fyrir meg- inatriðum þeirra starfa og verkefna sem kaupfélags- stjóra ber að annast, skyld- um hans og réttindum. Enda þótt sjálfsagt og eðlilegt sé, að slíkur samn- ingur sé gerður milli stjórn- ar og kaupfélagsstjóra breytir það i sjálfu sér engu um ábyrgð stjórnarinnar gagnvart félaginu og félags- mönnum. Eftir sem áður er stjórnin i forsvari fyrir fé- lagið og ber lagalega ábyrgð á athöfnum þess og af- greiðslum. • Uppsögn kaupfélagsstjóra Reynslan sýnir að enda þótt vandað sé til vals kaup- félagsstjóra getur sitthvað farið á annan veg en ætlað var. Margt getur valdið því að vonir stjórnar við ráðn- ingu rætist ekki. Þá kann að koma upp vandi sem örð- ugt er úr að ráða. Hvað á að gera? Á að láta mann hætta fljótt eða á að bíða og sjá hvort ekki rætist bet- ur úr en ef til vill horfir? Dómarastörf eru ætið vandasöm. Inn i ákvörðun um það, hvað eigi að gera, láta mann hætta eða láta hann halda áfram, bland- ast mörg sjónarmið. Hafi maður starfað lengi get- ur hann hafa unnið sér til vinsælda og hlaðið um sig vegg kunningja, jafnvel frændaliðs og annarra stuðningsmanna, sem reyna að hafa áhrif á ákvörðun stjórnar. Góður maður, efnilegur og reglusamur, sem vel hefur reynst i upp- hafi starfs, getur að sjálf- sögðu breytt um lífsvenjur og starfshætti og misst Framhald á bls. 47. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.