Samvinnan - 01.06.1980, Side 41
\ C..r. "•'••■'.’Vc.-• #
- Vv '
SfcSSÍJliSS&aíKM*
SðBr
-} ■ '■■.'■■:■■&&■ ' •{ £*’•
•' ''ÍfK-H 'í' '; ‘
Maðurinn sjálfur var merkari
en ævi hans, og sýnist hún þó
i alla staði góð og göfug.
yrði naumast aukið nema á
kostnað gæðanna, og það
þótti honum vafasamur á-
vinningur.
Hann hafði sjálfur orð á
að hann væri ætíð lengi að
koma sér að verki, og nokk-
uð var til í því, en ástæS-
una hygg ég vera þá að
hann var þá að setja sig í
hinar réttu stellingar, vekja
þá stemningu sem verkinu
hæfði. Frá hans sjónarmiði
var ekki hægt að vinna verk
nema af innileika, vera i þvi
allur, geta sökkt sér niðrí
það og gleymt sér i fögnuði
sköpunarinnar sem þá yrði
einsog ljúfur draumur.
• Dáður fyrirlesari
Séra Jakob var dáður fyr-
irlesari og ræðumaður með-
an hann var uppá sitt besta.
Hann talaði jafnan blaða-
laust, en samdi ræðurnar
vandlega fyrirfram, ýmist á
blað eða í huganum, lærði
kafla utanað, nærfellt orð-
rétt, hugsaði hvert atriði,
ekki einasta hvað hann
hygðist segja, heldur einnig
hversu hann skyldi forma
hugsunina og klæða hana
í orð. Þá kom að því hversu
flytja skyldi, og það reynd-
ist auðvelt, varð af sjálfu
sér, þvi hugur hans var all-
ur í þvi sem hann flutti.
Hann sagðist alltaf hafa
verið „logandi hræddur“ áð-
ur hann sté í ræðustól, en
er þangað var komið flutti
mikill og máttugur ræðu-
skörungur mál sitt svo
áheyrendur urðu jafnan
djúpt snortnir. Ræðusnilli
hans varð mörgum ógleym-
anleg. Réttfyrir 1960 fór
áreiðanlegur og greinargóð-
ur maður ótilkvaddur að
lýsa fyrir mér hversu glæsi-
lega Jakobi hefði tekist fyr-
irlestur sem hann flutti fyr-
ir 35 árum. Og um svipað
leyti eða litlu seinna, eða
líklega um 1962, gat annar
maður sem ég treysti einkar
vel, tilfært orðréttar setn-
ingar úr fyrirlestri sem Jak-
ob flutti i Nýja Biói 1925.
Jakob var þeirrar gerðar
maður sem sjaldan hefur í
huga kosti sina. En varð
oftlega rætt um ýmsa galla
sem hann taldi óprýða sjálf-
an sig. Slíkt er fremur sjald-
gæft nema ætlunin sé að fá
hól fyrir lítilræðið. En því
var áreiðanlega ekki til að
dreifa hjá Jakobi. Enginn
sem þekkti hann velktist í
vafa um að honum var eig-
inlegt að vera einlægur,
jafnvel barnslega einlægur,
og hann kunni ekki að lát-
ast.
Þarmeð segi ég ekki að
honum hafi fundist lítið til
sjálfs sín koma. Það hefði
borið keim af vanþakklæti
til forsjónarinnar. Ég varð
þess bókstaflega aldrei var
að hann hefði nokkrar
ímyndanir um hvort hann
væri merkilegur eða ómerki-
legur maður. Og þótt und-
arlegt kunni að þykja þá
hef ég aldrei kynnst manni
sem er fjær því að vera
„eitthvað sérstakt".
Sumir teljast einsog allir
vita bændur eða prestar,
embættismenn eða kaup-
sýslumenn, framsóknar-
menn, íhaldsmenn, komm-
únistar eða kratar, og þeir
bera það utaná sér. Embætt-
is-gorgeirinn, kaupsýslu-
þankarnir eða framsóknar-
mennskan gægist útúr
buxnavösunum og uppúr
skyrtuhálsmálinu.
Maður segir um leið:
Hann er framsóknarmaður.
Og þarmeð manntötrið kom-
ið oní ákveðna skúffu og
kemst ekki svo greiðlega
uppúr henni.
En Jakob var ekki i neinni
skúffu.
Jakob var bara Jakob,
41