Samvinnan - 01.06.1980, Síða 9

Samvinnan - 01.06.1980, Síða 9
• Skuldir þrefölduðust — Og hvernig gekk rekstur kaupfé- lagsins á síðasta ári? — Segja má, að rekstur félagsins hafi gengið nokkuð vel á síðasta ári, rekstrarafgangur varð um sjö milljón- ir króna. Árferði var slæmt á árinu 1979, sérstaklega á Norður- og Norð- austurlandi; heyskapur gekk með af- brigðum illa og fallþungi var lítill, þannig að skuldasöfnun bænda var til- finnanleg á þessu svæði. Hjá okkur var hún svo mikil, að viðskiptaskuldir þrefölduðust frá fyrra ári. • Flutningskostnaðurinn erfiður — Hvernig eru horfurnar núna? Ertu bjartsýnn eða svartsýnn á út- komuna á þessu ári? — Það er erfitt að spá um rekstur þessa árs, en margt bendir til að af- koma verzlunarinnar fari versnandi. Kostnaðarhækkanir hafa verið mikl- ar það sem af er árinu, en sölulaun verzlunarinnar hafa ekki verið lag- færð í samræmi við það. Það sem veldur dreifbýlisverzluninni hvað mestum örðugleikum fyrir utan of lítinn veltuhraða er hinn mikli flutn- ingskostnaður frá Reykjavik. Sannar- lega er mikil nauðsyn á, að komið verði á einhvers konar flutningsjöfn- un. • Allir hafa sama rétt — Hvernig kynntist þú samvinnu- hreyfingunni fyrst, og á hverju bygg- ist trú þín á hugsjón hennar? — í rauninni kynntist ég samvinnu- hreyfingunni ekki að neinu marki, fyrr en ég fór í Samvinnuskólann, en þar var ég i fjóra vetur. Ég vissi að sjálf- sögðu um tilvist hreyfingarinnar áður, en hafði lítið kynnt mér hugsjónir og starf hennar. Það er trú min, að sam- vinnuhugsjónin eigi ekki síður erindi Á stóru myndinni hér efst á síðunni sjást bátar við bryggju á Þórshöfn, og hér að neoan er hraðfrystihús staðarins. til þjóðarinnar nú en áður. Félags- skapur, sem stuðlar að bættum hag almennings, þar sem allir hafa sama rétt án tillits til efnahags eða starfs, hlýtur að hafa margt framyfir einka- rekstur, sem hefur ágóðasjónarmið að leiðarstjörnu. • Atvinnuuppbygging vanrækt — Aff lokum: Hvemig kanntu viff þig á Þórshöfn? — Ég get sagt, að ég kunni nokkuð vel við mig hér. Og fyrst við erum farnir að spjalla saman, langar mig að víkja að einu atriði: Atvinnuupp- bygging á Þórshöfn hefur orðið á eft- ir miðað við önnur sjávarþorp á Norð- ur- og Austurlandi. Um ástæður þess get ég ekki fullyrt, en mér er ekki grunlaust um, að nálægð við her- stöð sem rekin var á Heiðarfjalli fram á áttunda áratuginn, eigi þar veru- legan þátt í. Með þessu er ég ekki að leggja dóm á veru varnarliðsins í landinu, heldur hitt, að menn hafi sofið á verðinum gagnvart atvinnu- legri uppbyggingu. Það þarf þvi að herða róðurinn, ef atvinnulífið hér á að verða sambæri- legt við það, sem gerist í öðrum sjáv- arþorpum. Verkefnin eru sem sagt næg, og ekki ástæða til verulegrar svartsýni, ef haldið er á málum af festu og hóflegri bjartsýni. 4 9

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.