Samvinnan - 01.06.1980, Side 42

Samvinnan - 01.06.1980, Side 42
Að reyna að vera sannur einn þeirra sárafáu manna sem hafa kjark til að gera það að sinni „sérgrein“ að hafa enga sérgrein, enda sérhæfingin öll að líkindum i hróplegri mótsögn við lífið — sem sýnist einna helst vera fáeinir sólskinsdagar með rigningardögum á milli fyrirutan skúraskinið dá- samlega. Hvað hefur maður að gera með að vera „eitthvað sér- stakt“ í sólskininu, í rign- ingunni ellegar þegar rofar til og það er skin milli skúra? Þegar hinn föli gest- ur knýr hljóðlega dyra að leiðarlokum þá er enginn maður neitt „sérstakt". En þótt Jakobi sjálfum fyndist hann hafa ýmsa galla þá prýddu hann lika ýmsir merkilegir kostir. von, heldur með þvi að standast algerlega kröfur líðandi stundar“. Jakobi var eiginlegt að reyna að lifa þannig hverja stund. Hann vandaði sig við að þvo sér, hann vandaði sig við að klæðast, hann vand- aði sig i umgengni, hann vandaði sig við að tala og hann vandaði sig við að hugsa, því það er alvarlegt mál að vera maður, og mað- ur er ekki maður, nema hann sé sannur — nema hann sé falslaus. Þessvegna sagði Jakob stundum, eða eitthvað á þessa leið, þegar mannbæt- ur bar á góma og ég eða annar lét i ijós afstöðu sem honum þótti bera vott um vilja til að hlaupa áðuren undirritaði skýrsluna eftir bestu vitund. Jakob hálsaði stundum fyrir tal sitt í miðri setn- ingu ef samviskan tók í taumana og mál hans ætl- aði ekki að verða nógu ná- kvæmlega satt ellegar ein- hverjum óþægilegt. Jakob hafði ímugust á að tala einungis til að tala. Slíkt hugsunarleysisblaður, þegar talfærin stjórna hugs. uninni og maður ígrundar ekki sitt mál, fyrren orðin eru flotin útúr honum, óra- fjarri skaphöfn hans. Þessa orðvendni vildi ég kalla „jakobsku“, og hún er áreiðanlega ekki síðri fyrir heimsmenninguna en ýmsir „ismar“ sem nú þykir hand- hægt að flagga með. Jakob lét einhverju sinni • HvaS er stórkostlegt? Þá varð hann fyrir undarlegri reynslu ... Þetta ástand varð honum jafn óskiljanlegt á eftir og það var sjálfsagt meðan það ríkti... Dagurinn hjá Jakobi leið i kyrrð og fábreytileika hin síðustu æviár. Hann var þá orðinn heyrnardaufur og átti í baksi að fylgjast með venjulegu tali. Heima var hljótt, fátt skyldustarfa, enda hann löngu kominn yfir venjulegan starfsaldur. Hann hafði þá stundum slík orð að dagarnir líði án- þess þeir „reyni nokkuð á“. Honum fannst hin daglegu lífsreynslu-próf orðin ein- föld og létt. En þótt hann sjálfur tæki eftilvill ekki eftir því lifði hann öll þessi ár sérkenni- lega innihaldsríku lífi. Naumast þekkist háska- legri misskilningur um mannlifið en sá að dýpt þess og auðgi sé komin undir þvi að einhver ósköp gangi á, maður hitti daglega ein- hvern fjölda fólks og lendi sem oftast í einhverju stór- kostlegu. Hvað er stórkostlegt? í flestum tilvikum eitt- hvað sem æsir tilfinninga- semi og hégómaskap. Frá öðru sjónarmiði hjóm! Jakob hafði mikið dálæti á þessum orðum indverska höfundarins N.Sri Ram: „Hvert andartak á að vera fullkomið í sjálfu sér og fagur inngangur að því næsta, ekki með því að búa sig undir það sem koma skal í fávíslegri eftirvæntingu og maður getur staðið upprétt- ur, og fljúga áðuren hann getur gengið: — Er það eitt ekki nógu erfitt að leitast við að tala ekki orð nema það sé satt, nytsamt eða ljúfmannlegt? Er ekki nógu erfitt þótt maður geri ekki annað en það eitt að segja satt og aldrei nema satt? Er þörf að leita nokkurra verkefna lengra frá? Þetta segir hann ljúf- mannlega og varfærnislega, einsog dálítið ákveðinn en þó prúður drengur. Og það er svo sem lítill vandi að segja þetta, en ég hafði nógu mikil kynni af Jakobi til þess að ég treysti mér að fullyrða að hann reyndi að lifa þetta boðorð. • Réttlæti í tilverunni Minnstakosti einu sinni lagði Jakob stóra lykkju á leið sína til þess að leið- rétta auraskekkju í skatta- skýrslunni sinni. Með slíkri skekkju gat hann ekki lagt drengskap sinn við að hann þau orð falla í minni á- heyrn að kærleikurinn hafi gefið sér mest, enda bar hann djúpar samúðar- kenndir í brjósti til ann- arra og kunni vel að meta að þær væru endurgoldnar. En hann var lika einstak- lega staðfastur á meginat- riðum skoðana sinna og óbágur að skýra þau fyrir öðrum ef þörf krafði. Jakob trúði á að það riki réttlæti i tilverunni. Hann vildi þó, að ég hygg, ekki skýra það svo að tilveran grundvallist á mannlegu réttlætisskyni, heldur sé þetta sem við köllum rétt- læti svo göfugt og merki- legt afþví eðli tilverunnar birtist okkur i því. Hann fullyrti við mig að kenn- ingin um endurholdgun og karma — sú skoðun að mannssálimar komi aftur og aftur til þessa tilveru- sviðs, skapi sjálfar með lifi sínu, hugsun og athöfn, skilyrðin sem þær hljóta og færast svo smámsaman of- ar i hinum andlega þróun- arstiga — hafi veitt sér þá 42

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.