Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 14
A slóðum Hemingways í Paris
París olli ekki vonbrigðum.
Margrómað, iðandi götulíf-
ið var þarna. Við fengum
það í fangið þetta hlýja
kvöld, þegar við gengum í
fyrsta skipti niður Champs
Elysées ...
Við seðjum hungur okkar á kaffistofu við
Saint Michel-torg og mér finnst þetta endi-
lega vera „góða kaffistofan" hans Heming-
ways.
hafði safnast í kringum tjarnirnar
þennan sólfagra sunnudag. Margir
sátu á járnstólum, sem standa gestum
og gangandi til boða og aðrir stóðu á
tjarnarbökkunum og léku sér að eða
horfðu á fjarstýrða leikfangabáta og
skip, sem brunuðu fram og aftur um
vatnsflötinn.
Handan garðsins stendur „litli sig-
urborginn“ og myndar inngang í
báknið mikla, Louvre-listasafnið,- þessa
fornu konungshöll. Ekki er ég hissa,
að Maria af Medici yrði þreytt á að
búa í þessu þunglamalega bákni, hef-
ur enda að öllum líkindum aldrei einu
sinni farið um það allt og léti byggja
handa sér Lúxembúrgarhöllina við lát
manns síns, Hinriks IV. Umhverfis
þá höll er Lúxembúrgargarðurinn,
sem bæði er í frönskum og enskum
stíl. Enski hlutinn, þar sem fólk má
reika að vild um grasflatir undir
skuggsælum trjám, er mikið sóttur af
almenningi, t.d. stúdentum enda i
góðu göngufæri frá Latinuhverfinu,
barnfóstrur sitja löngum við barna-
vagna í litlum afmörkuðum garði með
sandkössum og leiktækjum og á ein-
um stað er komið fyrir lengju af smá-
borðum og þar sitja eftirlaunamenn
og reyndar yngri líka að spilum og
tafli á góðviðrisdögum.
• Sóknarkirkja alls Frakklands
Ferð okkar var ekki heitið inn fyrir
veggi Louvre i þetta skiptið, en við
gengum gegnum bogagöng tengd bygg-
ingunni og út á Louvrebakkann við
Signu og settumst niður á útiveitinga-
stað skammt frá Nýju brú (Pont Neuf)
áður en við gengum út á Borgareyju
(Ile de la Cité) og til Notre Dame.
Nýja brú er reyndar elzta brú Parísar,
Hinrik IV vígði hana 1606 og stendur
stytta hans á henni miðri, þ.e.a.s. á
þeim stað, sem hún sker Borgareyju.
Á Borgareyju hófst byggð fyrst í
París. Þar standa nú margar merkar
byggingar auk Notre Dame, svo sem
kirkjan Sainte-Chapelle og Le Palais
de Justice við Quai des Orfévre, sem
svo oft er minnzt á í sögum Simenons
um lögreglumanninn Maigret. Á síð-
ustu öld stóð hið fræga likhús La
Morgue, rétt við Notre Dame, en þar
lágu frammi öll lík drukknaðra, sem
fundust í Signu til þess að hægt væri
að þekkja þau. Nú hefur verið inn-
réttaður á þessum stað minningarsal-
ur um Frakka, sem dóu í þýzkum
fangabúðum í seinni heimsstyrjöld-
inni. Að kórbaki Notre Dame liggur
lítil brú yfir á aðra eyju, Sánkti Loð-
víkseyja, Ile Saint Louis. Þar ríkir
enn andblær horfinna alda á mjóum
götum, en við þær standa byggingar
frá 17. öld.
Árið 1163 kom Alexander páfi III
gagngert frá Róm til þess að leggja
hornsteininn að byggingu Notre Dame.
En segja má að þessi blettur hafi verið
heilagur i meira en tvær aldir, því að
sagnir fara af fornu gallisku musteri
á þessum stað, sem Rómverjar rifu
niður á sinni tið og byggðu þar Júpi-
termusteri. Um 1345 var kirkjan full-
byggð, en átti eftir að líða mikinn
skaða og var nánast lögð í rúst í
Frönsku byltingunni og boðin föl til
niðurrifs. Napóleon Bónaparte bjarg-
aði þá málum og krýndi sjálfan sig
í kirkjunni 1804. Kirkjan var siðan
fullendurbyggð á siðustu öld, en langt
frá i sinni upprunalegu mynd. Margir
sögufrægir atburðir hafa skeð í Notre
Dame og má nefna brúðkaup Mariu
Stúart og Frans II 1558 og í ágúst
1944 var sungin þakkarguðsþjónusta
i kirkjunni fyrir frelsun Parísar úr
höndum nasista, en þá reyndi leyni-
skytta að drepa de Gaulle hershöfð-
ingja.
Notre Dame er dómkirkja Parísar
og „sóknarkirkja alls Frakklands". En
hún er líka hverfiskirkja þeirra, sem
næst búa, brúðkaup, skírnir og jarð-
arfarir fara þar fram, hver athöfn við
sitt altari og skeð hefur að allt þetta
fer fram samtimis. Engin guðsþjón-
usta var i kirkjunni þá stund, sem við
litum inn í hana, sunnudaginn 30.
september 1979, en fjölmörg, grönn,
hvít kerti loguðu framan við hin
ýmsu Mariulíkneski kirkjunnar og fólk
staldraði við og gerði bæn sína krjúp-
andi fyrir framan þau. Síðdegissólin
varpaði mildri og fegraðri birtu inn
um lituðu, kringlóttu mósaikgluggana,
sem eru allt upp i 10 metrar í þvermál.
Annars var rökkur í kirkjunni og ég
saknaði mest að geta ekki séð betur
og skoðað tréskurðarlistann breiða,
sem sýndi æviatriði Jesú frá jötu til
krossfestingar.
• Víravirki úr steini og kraftaverk
Við áttum eftir að lita inní fleiri
kirkjur í París, svo sem þá elztu,
14