Samvinnan - 01.06.1980, Side 12
Á slóðum
Hemingways
í París
Við leituðum uppi Cardinal-Lemoine-götu
og fundum húsið númer 74, þar sem Hem-
ingway bjó ...
Ferðamyndir eftir Önnu Maríu Þórisdóttur
BBÚÐHJÓNABÍLLINN sveigði inn á
Place de Gaulle (áður Place de
l’Étoile, Stjörnutorgið) við Sig-
urbogann; brúðurin hvít, brúðgum-
inn svartur, í fullum skrúða, tvær litl-
ar brúðarmeyjar, önnur hvít, hin
svört, sátu frammi í hjá bílstjóranum.
Bíllinn var skreyttur bleikum silki-
slaufum og blómum á öllum handföng-
um og stóreflis blómakrans lá ofan á
vélarhlífinni. Leigubíllinn okkar á leið
frá flugvellinum ók þeim andartak
samsíða áður en hann ók niður
Champs Elysées og sveigði fljótlega til
hægri inn á Rue de Galilei að hótelinu
okkar, Madison Elysées.
Á herbergisgólfinu var eldrautt
plussteppi, speglahurðir á breiðum
fataskáp, gulur silkisófi úti í horni og
gul gluggatjöld (ekkert of hrein) loft-
hæð uppundir 4 metrar — en mahoní-
rúmið og skrifborðið reyndust vera
plasthúðuð. Gangar voru mjóir og
dimmir, skreyttir eftirprentunum af
fallegum gamaldags vatnslitamyndum
af blómum, fuglum og ávöxtum; mjór,
teppalagður, en marrandi viðarstigi
(lika lyfta) og á götuhæð litil setu-
og sjónvarpsstofa með húsgögnum í
rokokkostil, hvitmáluðum með brún-
bleiku plussáklæði, veggir allir tau-
klæddir og allt fullt af speglum i
gylltum, útskornum umgjörðum. Stof-
an var líka notuð sem morgunverðar-
borðstofa og þá breiddir á borðin dúk-
ar i fyllsta litasamræmi við innan-
stokksmuni.
Við vorum komin til Parisar.
• Á víðum Ódáinsvöllum
Mynni götunnar, Rue de Galilei, þar
sem hún tengist Champs Elysées er
umkringt CCF-stórbankanum, nýtísku
glerhöll á aðra hönd, en gömlu, virðu-
legu húsi skreyttu lágmyndum á hina.
Hlæjandi englar eða smáverur léku sér
þar i kringum flesta glugga og þykkt
ryklag á höfðum þeirra og þungum
vínberjaklösunum uku á dýpt mynd-
anna.
París olli ekki vonbrigðum. Marg-
rómað, iðandi götulífið var þarna. Við
fengum það i fangið þetta hlýja sept-
emberkvöld, þegar við gengum í fyrsta
skipti niður Champs Elysées. Allir voru
úti þetta laugardagskvöld, ríkir, fá-
tækir, hvítir, svartir, allt frá unga-
börnum upp í gamalmenni. Fólkið
reikaði fram og aftur á þessum viðu
Ódáinsvöllum (en Champs Elysées
þýðir i rauninni Ódáinsvellir) og öll
sæti voru upptekin á stóru, flottu úti-
veitingastöðunum. Við gengum góðan
spöl niðureftir þessari firnabreiðu að-
algötu Parísar, en sveigðum þá til
hægri inn á Rue Charonne og fund-
um þar aldeilis indælan og elskulegan
Notre Dame er dómkirkja Parísar og „sókn-
arkirkja alls Frakklands". En hún er líka
hverfiskirkja þeirra, sem næst búa, og þar
fara fram brúðkaup, skírnir og jarðarfarir.
veitingastað, Viktoriu, þar sem við
borðuðum reyndar langflest kvöldin
okkar í París. Staðurinn var ekki
stærri en það, að einn þjónn sá um
alla afgreiðslu við borðin, hafði að
vísu sér til hjálpar röskan ungþjón á
rauðum jakka þetta laugardagskvöld.
Öll ferðaþreyta rauk út i buskann
yfir nautasteik og rauðvíni, kaffi og
camenbertosti. Við töluðum hiklaust
saman upphátt á íslenzku, en fljótlega
lækkuðum við þó röddina, þegar við
sáum að unga parið við næsta borð
gaf okkur óspart hornauga og skelli-
hló við og við. Þau skildu þó ekki vera
íslenzk og hafa heyrt og skilið allt,
sem við sögðum? En i samræmi við
frjálst og óþvingað andrúmsloftið á
þessum yfirlætislausa og elskulega
stað gáfum við okkur á tal við þau
og komumst að raun um, hvað olli
kæti þeirra: Hann var enskur, hún
var frönsk — og þau skildu ekki
tungu hvors annars, en voru — dauð-
skotin — að reyna að tala saman með
hjálp vasaorðabóka.
Nokkrum kvöldum seinna borðuð-
um við á „fínum“ stað, Fouquet’s, við
Champs Elysées. Þarna úði og grúði
af þjónum, sem hver og einn hafði
sitt hlutverk: einn tók við pöntunum,
annar afgreiddi vínið, sá þriðji mat-
inn o.s.frv. Þarna var „þröngt setinn
Svarfaðardalur", en fæstum stökk
bros og það hefði áreiðanlega þótt
hneyksli, hefði einhver hlegið upp-
hátt, hvað þá farið að ávarpa fólkið
við næsta borð. Ég er alltaf dauð-
hrædd við þjónana á svona stað.
Þetta eru svo finir menn, standa
þarna yfir manni eins og þeir telji
ofan í mann bitana og athugi, hvort
maður noti nú hnífapörin rétt, tyggi
sómasamlega o.s.frv. Þetta heitir víst
góð þjónusta. (En ansi var kjúkling-
urinn þeirra meyr og matarmikill, sós-
an mátulega og vel krydduð og ’nvít-
vínið ljúffengt.) En — samt kunni ég
betur við Viktoriu með eina brosmilda
þjóninum á hvitu skyrtunni, þar sem
maður gat slappað reglulega vel af,
hlegið og talað óþvingað saman.
12