Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 10
Hjörtur Hjartar skrifar um ábyrgð og skyldui stjórnarmanna samvinnufélag< Félagsmennirnir eru undirstaðan og áhugi þeirra fyrir málefnum félagsins dýrmætasti vara- og stofnsjóður þess. Stöðnun er stærsta hœttan í FYRSTU árum kaup- ZA félaganna urðu þau sjálf að móta félags- formið og setja sér starfs- reglur. Fróðlegt er að rifja upp hvernig Þingeyringar tóku á þessum vanda. Stjórnina skipuðu þrír menn. Þeir voru kosnir ár- lega af fulltrúaráði á aðal- fundi. Árið 1888 var breytt þannig til, að formaður var kosinn árlega, en hann nefndi sér síðan tvo með- stjórnendur. Stjórnarnefnd- in hafði þá á hendi allt reikningshald félagsins út á við, og gagnvart deildar- stjórunum inn á við, svo og öll gjaldkerastörf. Þessi skipan hélst óbreytt til 1913, að tala félagsstjórnar- manna var aukin upp í fimm, og voru þeir allir kosnir af fulltrúaráðinu. Þá var sú skipan upp tekin, að ráðinn var framkvæmda- stjóri, og skyldi hann jafn- framt vera formaður félags- stjórnar. Kosning hans heyrði undir fulltrúaráðið og gilti hún um óákveðinn tíma, en með uppsagnar- rétti af hvorra hálfu, hans og fulltrúaráðsins. Kjör- tímabil annarra félags- stjómarmanna var tvö ár, þannig að tveir gengu úr árlega. Árið 1932 var sú breyting gerð á skipun fé- lagsstjórnar, að fram- kvæmdastjórinn á þar ekki lengur sæti, en er ráðinn til starfs síns af félagsstjóm, án sérstakrar íhlutunar fulltrúaráðs. Kaupfélögunum var mörk- uð lagaleg réttarstaða með samvinnulögunum 1921. Þau lög sem nú gilda um samvinnufélög voru sett 1937 og eru þau i grundvall- aratriðum byggð á því sem afmarkað var i lögunum frá 1921. Breytingarnar voru fyrst og fremst þær, sem eðlilegt var að upp yrðu teknar vegna breyttra við- skipta- og þjóðfélagshátta. Félagsforminu voru mark- aðar ákveðnar skorður í lög- unum frá 1921 og þar var að finna ákvæði um skyldur og ábyrgð félagsstjórna. Hér á varð engin breyting með lögunum frá 1937. Samvinnulögin ákveða að aðalfundur skuli kjósa stjórn í samvinnufélagi og segir 20. grein laganna fyrir um hvernig að skuli staðið. Skýrt er tekið fram að engan megi kjósa í stjórn nema hann sé félagsmaður. Ekki verður annað ráðið af samvinnulögunum en að allir félagsmenn séu kjör- gengir í stjórn. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir því, að nokkur aðili sé sjálfkjörinn. í sambandi við skipan stjórnar og kjör geta og hafa verið uppi ýmsar vangaveltur og spurningar. í fyrsta lagi er spurningin um fjölda stjórnarmanna. Lögin segja greinilega að þeir skuli ekki vera færri en þrír. Heimilt er að þeir séu fleiri og mun algengast að stjórnir skipi 5 menn en í nokkrum tilfellum eru þeir 7 — eða jafnvel 9. — Þetta er tiltekið í samþykktum hvers félags, en verulegt svigrúm er fyrir hendi til að ákveða um ýms atriði i fé- lagssamþykktum, sem ekki eru til fullnustu afmörkuð i samvinnulögunum. Næst vil ég nefna spurn- inguna um búsetu stjórnar- manna. Hún var ekkert vandamál á fyrstu áratug- um félaganna. Ekki er bein ástæða til að segja að hér sé um vandamál að ræða, ef litið er til hinnar al- mennu reynslu. Vegna þétt- býlis i bæjum og þorpum hefur myndin þó breyst verulega frá þvi sem var í upphafi þegar félagsmenn voru fyrst og fremst bænd- ur og þeir sem að félögunum stóðu voru að meginhluta úr einni atvinnustétt. í hinum stærri félögum, sem eru skipt í deildir, hef- ur það komið nokkuð af sjálfu sér að stjórnar- menn koma sitt frá hvor- um hluta félagssvæðisins. Reynslan hefur yfirleitt ekki kallað á ákvæði sam- þykkta til þess að afmarka svæði og tryggja þeim stjórnarfulltrúa. Ekkert á- kvæði samvinnulaga bann- ar þó að búseta og stjórnar- seta sé tengt saman. Slík ákvæði er að finna í sam- þykktum Sambands ísl. samvinnufélaga en þess ber að gæta að félagssvæði þess er allt landið og má þar finna ástæðu til þess, að landshlutasjónarmið sé tryggt fremur en þar sem félagssvæðin eru ekki stærri en eitt hérað. Önnur sjón- armið en búseta hafa jafn- an verið áhrifarík um val þessara trúnaðarmanna. Margir hafa það einnig í huga, að félagssvæðið ber að skoða sem eina heild sem eigi margvíslega hags- muni. Það er þó vart hægt að neita því, að til nokkurs ágreinings hefur stundum komið hjá félagsmönnum um það, í hvað skuli ráðist — hvort í fyrirrúmi skuli sitja að bæta stöðu fram- leiðenda landbúnaðaraf- urða með byggingu siátur- húss eða mjólkurstöðvar eða hafa atvinnuskapandi verk- efni fyrir þá, sem búa i þéttbýli við sjávarsíðuna efst á blaði. Enda þótt tii meiriháttar átaka hafi varla komið í þessu sambandi, getur að sjálfsögðu komið til þess, að hlutverk stjórna þurfi að vera að leiða mál til sem farsællastra lausna og sætta sjónarmið félags- hópa. • Tala og kjörtími stjóm- armanna Samvinnulögin segja skýrt fyrir um það, að „í samþykktum skuh tiltaka tölu stjómenda og kjör- tíma.“ Þarna er einnig mik- ið olnbogarými. Að vísu seg- ir, að stjórnarmenn skuli ganga úr á víxl og aldrei meirihluti á sama ári. Samþykktir gætu sagt fyrir um, hvort endurkjósa mætti stjórnarmenn og þá 10

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.