Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 17
um vormorgni, þegar hann vaknaði snemma til að skrifa, en eiginkonan hélt áfram að sofa: .....Geitahirðir kom neðan götuna og blés í hljóðpíp- ur sinar og konan af hæðinni yfir okk- ur fór útá gángstétt með stórt ilát. Geitasmalinn valdi eina úr af svört- um troðjúgra mjólkurgeitum sinum og tutlaði úr henni oni ilátið meðan hundurinn hans hélt utanað hópnum uppi á gángstéttinni..“ Ennþá hafði kaldur vindur ekki „klætt trén úr laufi sínu“ á Contres- carpe-torgi, en í húsi einu við það hafði Hemingway á leigu vinnuher- bergi á efstu hæð og voru sex—átta stigar þangað upp. Ennþá úir og grúir af þak- og kvistherbergjum í gömlu húsunum umhverfis þetta litla torg, en ekki sáum við rjúka úr neinum af fjölmörgum smáskorsteinum, sem trónuðu yfir hellulögðum þökunum. Ungur rithöfundur var peningalítill og eldiviður til að kynda ofninn í vinnuherberginu kostaði sitt. Það var til að spara eldivið, að Hemingway hélt áfram göngu sinni i haustrign- ingunni, fór framhjá vinnustaðnum og gekk niður brekkuna framhjá gömlu kirkjunni Saint Étienne du Mont og niður á Saint Germain-breið- strætið, þar sem hann fann siðan „góðu kaffistofuna" við Saint Michel- torg. Og þegar við eftir langa göngu söddum hungur okkar með brauði, skinku, eggjum og osti og drukkum bjór með á kaffistofu við Saint Michel- torg, fannst mér þetta endilega vera „góða kaffistofan" hans Hemingways. Mér fannst auðvelt í huganum að fletta af veggjunum harðviði og málmi og finna undir fornar viðarþiljur og vandalaust var að ímynda sér kalt haustregn, sem feykti til votum og rotnandi laufum á torginu fyrir utan: „.... Ég var að lýsa einhverju í Michi- gan og nepjan og rokið úti var sama veður og i sögunni....“ segir Heraing- way í Veislu í farángrinum. Ungi maðurinn, sem sat með rit- föng við notalegt borð uppi við vegg og starði við og við út í bláinn, inn í sinn eigin söguheim, var það e t.v. einhver nýr „Hemingway" að feta sig áfram fyrstu sporin á rithöfunda- brautinni? En ekki stytti hann sér leið gegnum horfinn skógarlund hei- lagrar Genevieve upp á Cardinal- Lemoine-götu til konu og ungs sonar. Hver veit þó? ♦ Risið upp frá dauðum Einn sumardag var ég af leiksviði lífs til landamæranna sendur. Ég sá, meðan húmaði, handan við tjöld, í heimana tvo þetta örlagakvöld. Því vágestur hljóður við hvíluna beið. En hins vegar sat þar læknir með líknandi hendur. Ég skynjaði aðeins með óljósum beyg þann úrslitaleik, sem var háður. Ég fann hversu dauðinn mig seiddi til sín. En samt var það lífið, sem freistaði mín. — Og svo lukust augu mín upp á ný. Hve allt hafði breyzt. Minn heimur var annar en áður. Og það var í reyndinni stórfengleg stund að stíga til lífs upp af beði. Ég skjögraði að vísu og skalf eins og strá. En skeiðið var hafið og vöknuð mín þrá. Ég læddist að glugganum, lauk honum upp og litaðist um í auðmýkt og orðvana gleði 17

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.