Samvinnan - 01.06.1980, Side 36

Samvinnan - 01.06.1980, Side 36
Stúlkan frá Portillon þú hagað þér svona mundi kammerherrann aldrei hafa komizt yfir þig. Það er jafnlétt fyrir stúlku að verja meydóm sinn og mig að varna þér að þræða nál- ina. En stúlkan, sem umfram allt vildi færa sönnur á, að um raunverulega nauðgun hefði verið að ræða, hugsaði nú vandlega ráð sitt, því að þetta var mikilsvert mál og snerti ekki einungis hana eina, heldur allan þann fjölda ungra stúlkna, sem daglega lenda í hinu sama. — Háttvirti dómari, sagði hún. Ef ég á að geta þetta verð ég að fara að nákvæm- lega eins og kammerherr- ann. Ef ég hefði ekki þurft annað en hreyfa mig ofur- lítið, hefði ég sannarlega gert það, en svo létt var það nú ekki. Hann var nú ekki lambið að leika sér við. — Jæja, lofaðu mér að sjá, sagði dómarinn. Stúlkan tók nú kertis- stubb og bar vax i þráðar- endann, svo að hann varð stinnur og stífur. Síðan tók hún að miða á nálaraugað á ný, en dómarinn vék nál- inni alltaf til hægri eða vinstri. En jafnframt fór stúlkan nú að hjala við dómarann, lágri og mjúkri röddu. — Ó, en hvað þetta er laglegt nálarauga, það freistar mín, það ertir mig; ég hef aldrei séð neitt því líkt. Vertu nú rólegt rétt á meðan. Kæri dómari, vertu réttlátur dómari yfir ást minni, ég hef aðeins góðan og göfugan tilgang. Ef það er satt, að úlfaldinn komist gegnum nálaraugað, kemst þessi fíni þráðarendi það líka. Hún hló og hjalaði þann- ig aftur og fram og veittist það létt, því að henni var orðalagið enn þá vel í minni. Og dómarinn gat heldur ekki að sér gert að hlæja, því að hún var svo indæl og ísmeygileg, þegar hún var að reyna að hitta nálaraugað. Hún reyndi stöðugt og látlaust og tím- inn leið, en aldrei hitti hún augað. En að lokum varð dómarinn þreyttur og varð að styðja olnbogunum á borðið, og i sama bili renndi fallega stúlkan frá Portillon endanum i nálaraugað og sagði: — Já, þannig vildi það til. — Já, en ég var orðinn alveg uppgefinn í hnjánum, sagði dómarinn. — Já, það var ég nú líka, svaraði hún. Og nú var dómaranum nauðugur einn kostur, og hann sagðist skyldu tala við herrann af Pou og útvega komprómis, þar sem hann hefði komizt að þeirri nið- urstöðu við nánari rann- sókn málsins, að hinn um- ræddi aðalsmaður hefði framið verknaðinn gegn vilja stúlkunnar, og skyldi hann þegar snúa sér að málinu. Daginn eftir gerði dómar- inn ferð sína til hirðarinn- ar og hitti þar herrann af Fou og skýrði honum frá kröfu stúlkunnar og hve frábærlega hún hefði sann- að og varið mál sitt fyrir réttinum. Þessi málafærsla fannst kónginum sérlega snjöll og athyglisverð. Hinn ungi aðalsmaður viður- kenndi, að framburður stúlkunnar væri réttur i mörgum atriðum. — Kóng- urinn spurði hann, hvort það hefði kostað hann mik- ið erfiði að fá vilja sínum framgengt, en ungi maður- inn kvað nei við því. Þá sagði kóngurinn, að sann- gjarnt væri að lækka bæt- urnar ofan í hundrað dúk- ata. Ungi maðurinn vildi ekki láta á sér standa að koma þessu máli í lag og greiddi því dómaranum hundrað dúkata umyrða- laust, og hann færði stúlk- unni þá með þeim ummæl- um, að hér færði hann henni hundrað dúkata, sem hann hefði útvegað henni, en ef hún vildi umfram allt koma þeim upp í þúsundið, vildi hann benda henni á það, að við hirðina væru nokkrir ungir menn, sem vissu, hvernig málin stæðu og væru fúsir til að hjálpa henni til þess. Fallega stúlk- an hafði ekkert á móti því, og var til með að þvo af sér syndirnar i einum stórþvotti á eftir, ef hún losnaði með því að fullu og öllu frá þvottabalanum. Hún þakk- aði dómaranum hjálpina svo innilega sem henni var mögulegt, og síðan sneri hún sér að þvi að koma dúk- ötunum upp i þúsund og hafði lokið því áður en mán- uður var liðinn. En út af þessu komu alls konar kviksögur á kreik, og almannarómurinn jók tölu hinna hjálpsömu, ungu að- alsmanna upp í hundrað, en sannleikurinn er sá, að fal- lega stúlkan frá Portillon varð aftur grandvör og sið- prúð stúlka, jafnskjótt og hún var búin að fá sína þúsund dúkata. Já, jafn- vel hertogar urðu að bjóða henni fimm hundruð dúk- ata, ef þeir áttu að fá hana til að láta að vilja sínum, og það sýnir, að hún var hag- sýn stúlka og gleymdi ekki að gera sig kostbæra. En það er rétt að geta þess, þvi að það er heilagur sannleikur, að konungurinn sjálfur lét kveðja hana til herbergja sinna í rue Quinquangrogne og hann var mjög hrifinn af fegurð hennar og fannst hún skemmtileg, og síðan lyfti hann sér dálítið upp með henni og fyrirbauð líf- verði sínum að snerta hana. Og þegar ástmey konungs- ins, ungfrú Nicolle Beau- pertis, sá hvað hún var fal- leg, bauð hún henni hundr- að gulldúkata til þess að flytja til Orleans til þess að athuga, hvort vatnið í Loire þar væri eins á litinn og hjá Portillon. Og fallega stúlkan frá Portillon gerði það með glöðu geði, því að hana langaði ekkert til þess að verða ástmey konungsins. Löngu seinna hitti hún prest þann, er tók konung- inn til skrifta á banadægri hans og varð seinna kanúki. Hún létti þá af samvizku sinni fyrir honum og iðrað- ist af öllu hjarta og gaf nýtt sjúkrarúm með öllu tilheyr- andi til geðveikrahælis í St. Lazare-les-Tours. Og hvernig er það, þekkj- um við ekki allir margar konur, sem eru teknar nauð- ugar með samkomulagi beggja aðila af tiu aðals- mönnum eða jafnvel fleiri, án þess að borga nokkurn tímann önnur rúm en sín eigin? Það er rétt að minn- ast þessa, til þess að þvo heiður þessarar stúlku, sem þvoði óhreinindi af öðrum mönnum og var orðlögð fyr- ir góðan hug og hagsýni og hlaut að lokum laun dyggð- arinnar og giftist hinum góða Taschhereau, sem hún gerði þó að kokkáli til mik- illar blessunar fyrir alla. Að öðru leyti sýnir sagan það, að með þrautseigju og þolgæði er jafnvel hægt að ná sjálfu réttlætinu nauð- ugu á sitt vald. 4 36

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.