Samvinnan - 01.06.1980, Side 32

Samvinnan - 01.06.1980, Side 32
MÉR FINNST Er hugmyndafrœði samvinnumanna orðin úrelt? Er hugmyndafræði samvinnuhreyfingar- innar orðin úrelt og þarfnast endurskoðun- ar? Þannig hljóðar spurning þáttarins að þessu sinni, og við höfum fengið þrjá kunna samvinnumenn til að svara henni. Þeir hafa allir unnið að fræðslumálum á vegum sam- vinnuhreyfingarinnar; Baldvin Þ. Kristjáns- son var erindreki Sambandsins um langt skeið og Benedikt Gröndal og Páll H. Jóns- son voru forstöðumenn fræðsludeildar og ritstjórar Samvinnunnar. Réttlátara mannlíf með afnámi arðráns í viðskiptum Orðið hugmyndafræði er tizkuorð (ideologi), sem mér virðist heldur lítillar merkingar umfram hið gamla góða orð hugsjón (ideal), sem núorðið þykir víst heldur „sentimentalt“ á þessum tímum hnakka- kertrar efnishyggju og meintrar óvæmni hennar. Hugsjón samvinrruhreyfingarinnar, svo sem hún var upphaflega í sínum magnþrungna einfaldleik, er sannarlega ekki úrelt. Hún stendur i fullu gildi: að stuðla að réttlátara og friðsælla mannlífi gegnum afnám arðráns í viðskiptum, svo langt sem armur þessarar óáreitnu mannbótastefnu nær — jafnrétti kynjanna og allra manna án tillits til viðskipta og efnahags, og viðurkenningu í verki á gildi og þörf upplýsinga og fræðslu á vegum samtakanna. Ég held að annar grundvöllur verði vart lagður. Hitt er svo annað mál: Hvernig í orði og athöfn tekst á hverjum tíma að koma hugsjón og fram- kvæmd á framfæri við félagsmenn og allan almenn- ing, þannig að fólk skilji og tileinki sjálfu sér þátt i viðleitninni og það veki því löngun til að vera með og taka persónulegan þátt í samvinnustarfinu, sem í senn er heilbrigð og óumdeilanleg sjálfsbjargar- og samhj álparviðleitni. Ég er þvi alveg sammála Erlendi Einarssyni for- stjóra SÍS, þar sem hann í 1. hefti „Samvinnunnar" þ. á. segir: „Spurningin snýst miklu frekar um það, hvernig eigi að ná því takmarki að láta hugsjónirnar rætast.“ Það er í þessu, sem vandi samvinnuhugsjónar og starfs liggur. En þetta gerist ekki sjálfkrafa. Hér ekki siður en annars staðar „þarf vakandi önd“, og þeirra fyrst og fremst, sem „rikjum ráða“ í mannavali og starfs- aðstöðu. Það er m. ö. o. ekki nóg að líta hlutina — sjá fram- kvæmdirnar fyrir sér, án skilnings á því, hverju allt þetta þjónar. Það þarf að gera lýðum ljósan tilgang alls réttnefnds samvinnustarfs, þvi það hefur ekki tilgang í sjálfu sér, hversu glæsilegt sem það er eða sýnist. Það á að þjóna mannlegu lífi. Eins og „enginn hefur gott af þeim augunum, sem hann sér ekki með“, þannig metur enginn nokkurs né virðir það sem hann ekki skynjar og skilur. Þess vegna þarfnast alltaf svo margir leiðsagnar til þess að sjá „útfyrir hringinn þröngva“. En fyrst og síð- ast á þó hér við að vitna i viðfræg orð Einars Bene- diktssonar: Sjálft hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undir slær. 4 32

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.