Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 13

Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 13
• Við gosbrunna og blómabeð Sunnudagsmorgunninn rann upp, bjartur og stilltur og við ákváðum að ganga til Kirkju Vorrar Frúar, Notre Dame. Umferð var með minna móti á 10 akreinum Champs Elysées og bil- stjórar spöruðu flauturnar þennan fagra haustmorgun. Parísartízkan i búðargluggunum olli ekki vonbrigðum: stillinn á kvenfatn- aðinum var svo fínlegur. allar línur svo mjúkar og kvenlegar og litir ákaf- lega „raffineraðir", fjólublátt og vín- rautt réðu rikjum, en með miklum hófsemdarblæ. Þarna sá maður varia bregða fyrir þessum gasalega æpandi litaandstæðum (t.d. fjólurautt og karrígult) eins og víða sést i búða- gluggum i London og Reykjavík. Barnafötin voru alveg sérstaklega skrýtin og skemmtileg, raunar smækk- uð mynd af fullorðinsfötum, allt svo mjótt og pent. Ég held að frönsk börn séu allt öðru vísi í laginu en íslenzl:. Við tylltum okkur á bekk við gos- brunna og blómabeð á hringtorginu á móts við brú Alexanders III, skraut- legustu brúna á Signu, með fögrum myndastyttum og fagurlega skreytt- um ljóskerum. Brúin var byggð fyrir Heimssýninguna 1900 ásamt Litlu og Stóru höll, sem standa örskammt frá henni á hægri bakkanum og þjóna nú hlutverki myndlistarhalla. Skemmti- leg stytta af Clemenceau gamla stend- ur við Litlu höll. Karl er frakka- klæddur með derhúfu og trefil, greini- lega á gönguferð. Yfir öllu gnæfa fag- urlaufga kastaníutré. Þegar þetta var voru þau byrjuð að fá haustliti, mörg þó enn fagurgræn, en önnur orðin fallega „kastaniubrún". Brátt komum við að Concord-torgi, stærsta torgi Parísar. Fyrir byltinguna stóð stytta Lúðvíks XV á miðju torg- inu, en múgurinn braut hana niður. í stað hennar var fallöxin reist og torgið nefnt Byltingartorg. Þarna var Lúðvík VI hálshöggvinn. Öxin var sið- an flutt nær Tuileriesgarðinum og þar luku lífi sínu m.a. María Antoinetta, Charlotte Corday (sú sem vó Marat í baðinu) og Robespierre. Eftir þessar aftökur (og miklu fleiri) var torgið siðar skírt Place de la Concorde, sem þýðir Einingartorg. Nú gnæfir egypsk steinsúla með fornu myndletri á miðju torginu, en í hverju horni þess (torgið er átt- hyrnt) standa myndarlegar kven- styttur, sem eiga að tákna helztu borgir Frakklands. Mér fannst þetta mikilfenglega torg ógnvekjandi og kuldalegt, hvergi var nokkurn gróður að sjá á því og um- ferðin um það og við var gifurleg og ærandi og ég varpaði öndinni léttar, þegar við vorum komin yfir það og að dökkbláu og gylltu breiðhliði Tuileries- garðsins. Garðurinn ber sterk einkenni franskra garða. Fólkið fær ekki að ganga á grasinu, heldur er mikill hluti garðsins þakinn fíngerðri, ljósgulri möl. En það er hreinasta unun að horfa á afgirta, afburða velsnyrta grasfleti, alsetta skrautblómabeðum, sem mynda alls konar munstur og útflúr og eru tilsýndar eins og fagur- ofin austurlenzk teppi. Þama úir og grúir af öllum mögulegum styttum, en mér er minnisstæðust styttan af Níl, þar sem urmull barna klifrar og skrið- ur um öldunginn eins og mý á mykju- skán. Frummynd þessarar styttu er í Vatíkansafninu í Róm. Aðalaðdráttaraflið í þessum forn- fræga garði voru tjarnirnar tvær, skreyttar gosbrunnum og umkringdar styttum og stóreflis fiskar stukku upp úr þeim, hátt í loft. Fjöldi Parísarbúa 13

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.