Samvinnan - 01.06.1980, Síða 8

Samvinnan - 01.06.1980, Síða 8
Þórshöfn á Langanesi Myndir: Már Óskarsson Nýtt trésmíðaverkstaeSi er í byggingu á vegum Kaupfélags Langnesinga, eins og myndin hér a3 ofan sýnir. Og hér til hægri sjáum við svipmynd úr kjörbúð félagsins á Þórshöfn. ur í þessu héraði, eins og önnur slík félög í ýmsum öðrum héruðum, þar er máttur hinna mörgu, sem miklu getur áorkað, og meira en flest annað, en er þó alltaf takmörkum háður eins og annar mannlegur mátt- ur. Gagnsemi þessa samtakamáttar er mjög undir þvi komin, hvernig fé- lagsmennirnir kunna að notfæra sér samtökin, hvernig samtökunum er stjórnað og að menn minnist þess jafnan, að þau eru samtök þeirra sjálfra. ... Breytingin er mikil. Ekki svo að skilja, að alltaf hafi miðað áfram. Við munum frá þessum tímum, óþurrka- sumur, frostavetur og hörð vor, köl i túnum, fár í fénaði, aflatregðu á sjónum og viðskiptakreþpur tvær, um 1920 og um 1930, svo að nokkuð sé nefnt. Við munum líka góð ár og sól- skinsstundir. Jarðir hafa farið í eyði, ný býli byggst. Fiskiþorpið á Skálum, með sína miklu árabátaútgerð, reis og hvarf á þessum tíma. En niðurstaðan er þó framför og miklu meiri sýnileg- ur árangur en fyrr af starfi hugar og handar. Við, sem munum þá tíð, þeg- ar klyfberinn og torfkrókurinn, hjól- börurnar, sleðinn og árabáturinn voru aðalflutningatæki heimilanna, í veg- leysinu og einangruninni, þar sem hvorki var til vagn eða vél getum ekki annað en látið okkur finnast til um það sem skeð hefur.“ • Níu kaupfélagsstjórar Kaupfélagsstjórar Kaupfélags Lang- nesinga hafa frá upphafi verið þessir: Guðmundur Vilhjálmsson 1911—30, Karl Hjálmarsson 1931—47, Sigfús Jónsson 1948—55, Jóhann Kr. Jónsson 1955—61, Gísli R. Pétursson 1961—69, Bjarni Aðalgeirsson 1969—72, Sigurjón Davíðsson 1973—74, Ólafur Friðriksson 1974—75 — en þá tók núverandi kaup- félagsstjóri, Þórólfur Gíslason við. Þórólfur Gíslason er fæddur 19. mars 1952 á Eskifirði. Foreldrar hans eru Þuríður Briem og Gísli M. Þór- ólfsson, Reyðarfirði. Þórólfur tók stúdentspróf úr framhaldsdeild Sam- vinnuskólans 1976 og tók við kaupfé- lagsstjórastarfinu strax að prófi loknu. Samvinnan hefur beðið Þórólf að svara nokkrum spurningum varðandi Kaupfélag Langnesinga, núverandi á- stand félagsins, framtiðarhorfur og sitthvað fleira varðandi Þórshöfn og mannlífið norður þar: o Mikil umsvif — Þú vildir kannski í upphafi segja frá í stuttu máli, hver umsvif kaup- félagsins eru? — Kaupfélagið rekur alhliða verzlun fyrir Þórshöfn og nærsveitir. Það rek- ur slátur- og frystihús, þar sem slátr- að var á síðasta ári 18 þúsund fjár, og mjólkursamlag, sem sér svæðinu fyrir neyzlumjólk. Auk þess rekum við vélaverkstæði, sem annast viðgerðir og nýsmíðar, trésmíðaverkstæði og sölu- skála, sem selur ferðavörur, bensín og olíu. Einnig höfum við umboð fyrir Oliufélagið og Samvinnutryggingar, og útibú er rekið á Bakkafirði. — Hverjar eru helztu framkvæmdir kaupfélagsins á síðasta ári? — Verið er að ljúka byggingu á nýju trésmiðaverkstæði, sem er 420 fermetrar að stærð, nýlokið er endur- bótum á matvöruverzlun félagsins hér á Þórshöfn, og i sumar er ætlunin að hefja smiði 550 fermetra verzlunar- húsnæðis fyrir byggingarvörur, og auk þess er unnið að endurbótum á verzl- unarhúsnæðinu á Bakkafirði. Atvinnuuppbygging á Þórshöfn hefur orðið á eftir miðað við önnur sjávarþorp á Norður- og Austur- landi. Hver skyldi ástæðan vera? 8

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.