Samvinnan - 01.06.1980, Blaðsíða 30
KRYDD
SÓSUR ÍDÝFUR
► OGKRYDDUN < OGMEÐLÆTI . T7ALDSALAT
Hægt er að kaupa ýmis konar krydd-
blöndur, sem eru sérstaklega ætlaðar til
notkunar við glóðarsteikingu. Þetta
blandaða krydd er bæði selt þurrt og
blandað í olíu, en þá er maturinn
penslaður með kryddolíunni fyrir
steikingu og á meðan á steikingunni
stendur. Matur sem á að glóðarsteikja,
er oft lagður í kryddlög (marineraður),
en líka má nudda þurru kryddi utan á.
Bezt er að salta matinn ekki fyrr en að
lokinni steikingu.
Hver og einn getur líka búið til krydd-
blöndu að vild eftir eigin uppskriftum
eða annarra, eða notað það krydd sem
notað er við venjulega steikingu.
Kryddolíu má einnig búa til í heima-
húsum. Bezt er að nota maísolíu og
krydda hana með enskri sósu, papriku,
hvítlauks- eða lauksalti og svörtum
pipar. Þessari grunnkryddun má svo
breyta eftir því hvað á að matreiða.
TILNOTKUNAR
ÁNAUTAKJOT
Bætið rauðvíni, muldum grænum pip-
arkornum, tómatkrafti og örlitlum cay-
enne- eða chilipipar í grunnblönduna.
TILNOTKUNAR
Bætið sítrónusafa eða hvítvínsediki og
e.t.v. karrý og fennikel ásamt örlitlum
cayennepipar í grunnblönduna.
Pylsur og reykt kjöt má pensla með
grunnblöndunni eða bæta hana með
sinnepi, tómatkrafti og chilisósu.
Notið olíuna með varúð í byrjun steik-
ingartímans, því of mikil olía getur
valdið því að maturinn brenni áður en
hann er gegnsteiktur, aftur á móti er
gott að pensla oft í lok steikingartímans,
til þess að fá kryddbragð og góða
skorpu.
Við glóðun myndast ekkert soð til
sósugerðar. í verzlunum fást fjölmargar
gerðir af tilbúnum sósum, sem bæði má
nota til að bera með matnum og til að
pensla með. Þessar sósur má líka hita á
glóðarristinni í íláti sem þolir vel hita-
mismun.
Slíkar sósur má einnigbúa til á eftirfar-
andi hátt.
-3 smátt saxaðir laukar
(erusoðnirí2 msk. af
''smjöri eða matarolíu við
vægan hita. Þá er 1 dós af
niðursoðnum tómötum bætt
út í ásamt 1 glasi af rauð- eða hvít-
Fvíni, 1 smátt saxaðri papriku og
1—2 mörðum hvítlauksrifjum. Soðið
við vægan hita í lokuðum potti og
kryddað með nokkrum dropum af
enskri sósu, rauðri papriku og örlitl-
um cayennepipar.
ídýfur erulíkamjög góðar. Þetta eru
kaldar kryddsósur, sem búa má til
þannig.
Hrærið saman sýrðum rjóma og ými
eða súrmjólk til helminga. Kryddið
með sítrónusafa, rifnum lauki, salti,
pipar og miklu af klipptum kryddjurt-
um, (steinselja, dill, graslaukur o.fl.)
Þessi sósa hæfir vel með fiski, kálfakjöti
og fuglum.
Á
PAPRIKUIDÝFA
v
!ó mayonnes, 16 kaffirjómi, !ó ýmir og
1-—2 smátt saxaðar paprikur. Bragð-
bætt með vínediki, salti, þurru sinnepi
og mildri rauðri papriku, hæfir vel
nautakjöti, hamborgurum og fuglum.
TÓMATÍDÝFA
r
Blandið til helminga mayonnes og
tómatkrafti. Bragðbætið með rauðvíns-
ediki, salti, rauðri papriku og e.t.v.
basilikum. Hæfir vel pylsum, reyktu
kjöti og kjúklingum.
Annað meðlæti er bezt sem einfaldast.
Bakaðar kartöflur, kartöflusalat og
margvísleg hrásalöt, bragðast sérlega
vel með glóðuðum mat.
Þegar farið er í útilegu, er gott að geta
undirbúið nestið sem best heima. Þetta
er næringarríkt pylsusalat, sem búa má
til, áður en lagt eraf stað,og geymist vel
til næsta dags í kælitösku eða matar-
kælibrúsa.
400—500 g. GOÐApylsa
5—6 soðnar kaldar kartöflur
5—6 sneiðar rauðrófur (sýrðar)
2 harðsoðin egg
1 dl. sneiddar púrrur eða 'h dl.
saxaðurlaukur
vínedik
vatn
matarolía
örlítið salt og pipar
steinselja (söxuð)
Skerið pylsu, kartöflur og
egg í sneiðar og rauðróf
urnar í ræmur.
Hristið sósuna saman
í hristiglasi.
Blandið öllu saman
í plastboxi eða
matarkælibrúsa, kælið vel, áður en lok
er sett á.
Ljúffengt með grófu brauði og smjöri.
Berið kaffi, te eða heita súpu með.
KJÖT1ÐNAÍ3ARSTOÐ SAMBANDSINS
r
34 SAMVINNAN
AUGLÝSINGASTOFA SAMBANDSINS