Samvinnan - 01.06.1980, Side 7
MANNABYGGÐ í Þórshöfn á
Langanesi er ekki nema 90
ára gömul. Staðarins er getið
i verzlunarskjölum frá fyrri öldum,
en ekki er þá kunnugt um nein verzl-
unarhús þar. Höfnin var löggilt árið
1846, og munu vöruskip lausakaup-
manna þá hafa byrjað að hafa þar
viðkomu. Elzta íbúðarhús staðarins er
Ingimarshús, sem byggt var 1885, og
elztu verzlunarhúsin eru frá 1895 og
1897.
Það var Guðmundur Vilhjálmsson
bóndi á Syðra-Lóni, sem gekk fram
fyrir skjöldu ásamt fleiri framsýn-
um bændum og stofnaði pöntunarfé-
lag á Langanesi árið 1911. Síðar breytt-
ist félagið í Kaupfélag Langnesinga á
Þórshöfn — og hefur það starfað
síðan.
Gísli Guðmundsson alþingismaður
lét sér mjög annt um Kaupfélag Lang-
nesinga og greiddi jafnan götu þess.
Á hálfrar aldar afmæli félagsins 1961
rakti hann sögu félagsins og fórust
m.a. orð á þessa leið:
• Máttur hinna mörgu
„Þróunarsaga kaupfélagsins og þró-
unarsaga byggðarlaganna, sem að
þvi standa, er í raun og veru sama
sagan. Þegar kaupfélaginu hefur vegn-
að vel eða verið einhvers megnugt,
hefur félagssvæðið og þeir, sem það
byggja, notið þar góðs af, beint eða
óbeint. Þegar illa árar á félagssvæð-
inu eða óhöpp ber að, á félagsheildin
einnig i vök að verjast. Svo mun enn
verða. Samvinnufélagið — er löngu
orðinn sterkasti mannlegur mátt-
ÞÓRÓLFUR GÍSLASON
—Við þurfum að herða róðurinn.
Séð yfir Þórshöfn
í ** WT
1