Samvinnan - 01.06.1980, Side 21
sett í Reykjavík og framleiðir karl-
mannafatnað.
Enn notar verksmiðjan mikið af
fataefnum frá Ullarverksmiðjunni
Gefjuni, auk ýmissa innfluttra
efna.
• Sængurgerðin Ylrún
Sængurgerðin Ylrún á Sauðár-
króki framleiðir sængur, svefnpoka
og rúmábreiður. Þessi framleiðsla
fór áður fram hjá Ullarverksmiðj -
unni Gefjuni á Akureyri og ullar-
kemban, sem notuð er, kemur það-
an.
• Lager Iðnaðardeildar
Lager Iðnaðardeildar kaupir
handprjón og vörur frá ýmsum
saumastofum og flytur þessar vör-
ur út á vestræna markaði.
Hér er þannig um nokkurs kon-
ar heildverzlun að ræða, sem auk
lagerhalds og sölu veitir prjóna-
stofum mikla þjónustu í sambandi
við hönnun, innkaup o. fl.
• Torgið og Herraríki
Iðnaðardeild rekur tvær verzlan-
ir í Reykjavik með það fyrir augum
að koma framleiðslu sinni á mark-
að.
Torgið við Austurstræti er fata-
verzlun fyrir alla fjölskylduna, en
Herraríki við Snorrabraut, eins og
nafnið ber með sér, er eingöngu
með herrafatnað á boðstólum og
er rekið i tengslum við Fataverk-
smiðjuna Gefjuni.
Aðalskrifstofa Iðnaðardeildar er
á Akureyri, en markaðsdeild er
staðsett á skrifstofum deildarinnar
i Reykjavík.
• 12—15 sameignarfyrirtæki
Iðnaðardeild Sambandsins rekur
3 fyrirtæki i samvinnu við Kaupíé-
lag Eyfirðinga. Það eru Efnaverk-
smiðjan Sjöfn, sem framleiðir fyrst
og fremst málningu og hreinlætis-
vörur, Kaffibrennsla Akureyrar hf.,
sem framleiðir hið vel þekkta
Braga-kaffi, þjóðardrykk íslend-
inga, og Plasteinangrun hf., sem
framleiðir einangrunarplast, plast-
poka og ýmsar plastvörur fyrir
sjávarútveginn.
Iðnaðardeild er eignaraðili að
þessum fyrirtækjum að hálfu á
móti K.E.A., en öll eru þessi fyrir-
tæki í fararbroddi, hvert á sinu
sviði.
Þá rekur Iðnaðardeild Prióna-
stofuna Dyngju á Egilsstöðum á-
samt Kaupfélagi Héraðsbúa, en
Dyngja er ein af stærstu prjóna-
stofum landsins og þjónar nú auk
eigin saumastofu allmörgum
saumastofum á Austurlandi.
• Hlutverk samvinnuiðnaðar
Hlutverk iðnaðar verður á kom-
andi árum að taka í vaxandi mæli
við því fólki sem kemur á vinnu-
markaðinn.
Sambandið vill stuðla að því að
skapa fleiri atvinnutækifæri í iðn-
aði á komandi árum og kaupfélög-
in um land allt hafa haft for-
ystu bæði i þjónustu- og fram-
leiðsluiðnaði og stuðlað þannig að
atvinnuuppbyggingu á sinum fé-
lagssvæðum.
Annað hlutverk iðnaðar er að
vinna innlend hráefni og gera úr
þeim verðmætar vörur í háum
gæðaflokki.
Þannig tekur Iðnaðardeildin til
dæmis til vinnslu yfir helming af
allri þeirri ull og gærum sem til
fellur í landinu. Ullin er kembd og
spunnin í band sem síðan er unnið
áfram i vefnað eða prjónafatnað
og varan er siðan markaðsfærð til
neytenda heima og erlendis. Sama
gerist í skinnaiðnaðinum, töluvert
af gærum endar sem skinnafatn-
aður og hefur þá öll vinnsla og
markaðsfærsla farið fram á sömu
hendi. Ekki mun óalgengt að verð-
mætisaukning frá hráefni til full-
unninnar vöru í ullar- og skinna-
iðnaði sé sexföld.
í þriðja lagi má segja að hlut-
verk samvinnuiðnaðarins sé að
framleiða fyrir neytendur hér inn-
anlands góðar vörur á hagstæðu
verði og er það leiðarljós þeirra
verksmiðja sem vinna vörur fyrir
innanlandsmarkað.
Enn er mikið starf óunnið i ull-
ar- og skinnaiðnaði og möguleikar
miklir til að auka fullvinnslu og
margfalda framleiðsluverðmæti frá
þvi sem nú er. Þar hlýtur sam-
vinnuhreyfingin að eiga miklu
hlutverki að gegna en jafnframt
verður stöðugt að leita nýrra iðn-
tækifæra til að skjóta fjölbreyttari
rótum undir hið einhæfa atvinnu-
líf landsmanna.
Vonandi verður þannig búið að
iðnaðinum að þeir kraftar, sem
samvinnumenn hafa lagt þar fram
megi nýtast sem bezt landsmönnum
öllum á komandi árum. 4
21