Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 8
^ Samvinnan heimsækir Kaupfélag Suðurnesja og ræðir við Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóra Staöa samvinnuhreyfingar- innar nú á dögum er sterk r EG er bjartsynn. Eftir svona góða vertíð sem verið hefur hér sunn- anlands, hljóta menn að vera bjartsýnir. Um tíma var útlit fyrir, að vertíðin yrði léleg, en síðustu vikurnar gjörbreyttu stöðunni til hins betra. Svona góð vertíð hefur ekki komið hér i háa herrans tið ... Þannig fórust Gunnari Sveinssyni, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Suður- nesja, meðal annars orð þegar Sam- vinnan heimsótti hann og spjallaði við hann á sólrikum en svölum maídegi. Gunnar er í hópi reyndustu kaupfé- lagsstjóra hér á landi; hefur unnið fyrir samvinnuhreyfinguna alla ævi og á nú sæti í stjórn Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Við báðum hann fyrst að lita yfir farinn veg og segja svolítið frá sjálf- um sér: • Þegar kaffið kostaði 25 aura — Ég er fæddur 10. marz 1923 að Góustöðum í Eyrarhreppi, Norður-ísa- fjarðarsýslu. Foreldrar mínir voru Guðríður Magnúsdóttir frá Sæbóli i Aðalvík og Sveinn Guðmundsson, bóndi og útgerðarmaður frá Hafrafelli i Skutulsfirði. Sautján ára gamall fór ég til Reykja- víkur og settist i Samvinnuskólann. Þetta var i byrjun striðsins og fjár- hagur flestra nemenda var af skorn- um skammti. Við leigðum saman her- bergi á Öldugötu 27 ég og félagi minn, Sigurður heitinn Sveinsson, sem fórst með Goðafossi. Kaffi og brauðsneið kostaði þá 1 krónu og 50 aura á Hress- ingarskálanum, en það þótti okkur svo dýrt, að ekki kom til greina að veita sér slikan munað. Við Sigurður létum okkur nægja að drekka kaffi á veit- Gunnar Sveinsson: Eftir tvö ár var reksturinn kominn í nokkuð gott horf 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.