Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 27
„Áhugasöm? Þú ert lagleg ung stúlka, þú hefur önnur áhugamál. Ég skil. Þú segir við sjálfa þig, ég ætla sð vera hjúkrunarkona um tíma, vinnan er auðveld, maturinn er góður. Svo get ég önglað saman einhverj- um peningum þar til ég giftist." Stúlkan virtist hissa. — „Þetta er nákvæmlega það sem ég sagði við sjálfa mig, þegar Holmes læknir bauð mér starfið. Þú ert mjög klár, herra Bee." „Þakka,“ sagði Jacob þurr- lega. „Maður vitkast með aldrinum.“ Hann saup á te- inu og gretti sig. „Oj! Hryllilegt! Taktu þetta!“ Hann sparkaði veiklulega undir ábreiðunum. „Þú ættir að ljúka við þetta,“ sagði stúlkan. „Taktu þetta frá mér,“ sagði Jacob. „Stundum ertu eins og lítill strákur." „Ég er lítill strákur og þú ert lítil stelpa. En við skul- um frekar tala um þig.“ Hann byrjaði að hagræða koddunum, en hætti þegar stúlkan kom og hjálpaði honum. „Segðu mér, Fran- ces,“ sagði hann, andlit hans var mjög nálægt hennar, „ertu búin að velja þér eig- inmann?“ „Herra Bee, það er mjög persónulegt að spyrja unga stúlku svona spurningar.“ „Já, ég veit það, ég er að spyrja þig persónulegrar spurningar. Ef þú getur ekki sagt mér frá því, hverjum geturðu þá sagt það? Ætti ég að segja það einhverj- um? Er hér einhver sem gæti kjaftað frá? Læknis- sérfræðingurinn þinn vill ekki einu sinni leyfa mér að hafa síma við rúmið, svo ég geti hringt í miðlarann minn öðru hverju. Það yrði of mikið álag að frétta að ég hefði tapað nokkur þús- und dollurum. Hann veit ekki að ég get séð i dagblöð- unum hvað ég tapa eða græði upp á penny ... Segðu mér því,“ hann brosti traustvekjandi, „hvernig er elskhugi þinn?“ „Herra Bee! Væntanlegur eiginmaður er eitt, en elsk- hugi...?“ Hún hristi síðasta púðann og gekk yfir að stólnum við gluggann. „Ég get ekki ímyndað mér hvað þú heldur um mig.“ Jacob yppti öxlum. „Ég held að þú sért ágæt ung stúlka. En ágætar stúlkur í dag eru í litlu frábrugðnar ágætum ungum stúlkum fyr- ir fimmtiu árum. Ég er ekki að segja að þær séu betri eða verri. Þær eru bara öðru vísi. Ég skil svona hluti. Ég meina, þú ert bara nokkrum árum yngri en konan mín. Ég veit að menn horfa gjarnan á hana, svo að ég veit að þeir horfa líka á þig-“ „Ó, en konan þín er svo falleg. í alvöru, ég held að hún sé einhver sú stórkost- legasta kona sem ég lief séð.“ „Gott fyrir hana,'1 sagði Jacob. „En segðu mér írá elskhuga þínum.“ „Jæja,“ byrjaði stúlkan, auðsjáanlega ánægð, „það er ekkert ákveðið ennþá. Ég meina, við höfum ekki á- kveðið daginn eða neitt þannig.“ „Víst hefur þú það,“ sagði Hurðin opnaðist og frú Bauman kom inn, giæsileg kona í gulri peysu og æsandi þröngum buxum. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.