Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 23
Það geta verið mikil þrengsli í stórmörkuðun- um, ekki síst á föstudögum, eins og þessi skopmynd sýnir vel... ... og þá getur verið nauðsyn- legt fyrir við- skiptavininn að grípa til sinna ráða til að fá einhverja þjón- ustu!- einungis fámennur hópur þarf á að halda. Svo virðist sem æ erfiðara sé að koma sér upp litlu fyrirtæki eftir þvi sem stórum fyrirtækjum fjölgar. Framleiðslan verður óhjá- kvæmilega dýrari í litlu fyrirtæki en í stóru og dýrt er að auglýsa vöru sem einungis fámennur hópur þarf á að halda. Þróunin virðist vera sú að kapp- kostað sé að staðla sem mest alla neytendur, svo að allir hafi svip- aða neyslu. Þótt vöruvalið virðist stækka si- fellt, þá hverfa þær vörur sem ein- ungis mjög fámennur hópur þarf á að halda. Þegar t.d. sjálfvirku þvottavél- arnar komu til sögunnar hurfu þær þvottavélar sem ekki voru eins full- komnar. Á afskekktum sveitaheim- ilum hefðu slík tæki kannski hent- að betur þar sem erfitt getur verið að ná i viðgerðarmenn nema með ærnum tilkostnaði. Á þessu ári hafa fatlaðir bent á að ýmis tæki og áhöld gætu auð- veldað þeim að bjarga sér án að- stoðar, það virðist ekki unnt að leysa þeirra vandamál nema með ærnum tilkostnaði. Það framleiðslu- og markaðskerfi sem við búum við virðist ekki nógu sveigjanlegt. Á tímum þar sem kappkostað er að hafa allan atvinnurekstur sem stærstan í sniðum þarf að gæta vel hagsmuna minnihlutahópa í þjóð- félaginu. Það getur verið dýrt að vanrækja slíka hópa. • Fisksölum fækkar óðum Enn eitt atriði langar mig til að benda á. Hér á landi vilja ákaflega margir vera kóngar í ríki sínu, en eftir því sem atvinnufyrirtækin stækka þeim mun færri fá tæki- færi til að stunda sjálfstæðan at- vinnurekstur. Við búum við bestu fiskimið heims og er þar unnt að veiða margvís- legar fisktegundir, enda eru fisk- veiðar aðalatvinnugrein okkar. Vöruúrvalið hjá fisksölunum gæti eflaust verið fjölbreyttara og glæsi- legra og öll meðferð á þessum við- kvæma varningi betri. En fisksalar virðast ekki hafa haft tækifæri eða áhuga á að betrumbæta þjónustu sína við neytendur og koma sér upp nýtískulegum verslunum og góðu dreifingarkerfi. Víða á landinu er fiskur ófáanlegur. Fisksölum fækk- ar óðum í Reykjavík, hvað veldur? Er það í raun æskileg þróun að nýr fiskur, sú vara sem við höfum best- ar aðstæður til að bjóða neytendum í úrvalsgæðum, fari smám saman að hverfa af markaðnum? Við höfum einnig fyrsta flokks lambakjöt sem getur verið bragð- gott og safaríkt ef kjötið fær góða meðferð eftir slátrun. Lamba- skrokkarnir eru sagaðir í vél og mikið lagt upp úr þvi að það verk gangi fljótt. Hætt er við að bit- arnir verði með svipuðu sniði og ekki sérlega girnilegir, en það er mikill vandi að matreiða góða mál- tíð úr misþykkum, illa skornum lærissneiðum. Virðist illa farið með gott hráefni. í vetur sýndu kunnáttumenn okk- ur í sjónvarpinu hvernig unnt er að taka sundur lambsskrokk. Þeir gerðu það á nýstárlegan hátt. Ég held að margir vildu eiga kost á að geta keypt svo fallega skornar kóti- lettur eins og þeir sýndu. Þá væri unnt að bera fram máltíð, sem gæti verið sannkallað lostæti. Við eigum hinsvegar kost á að geta keypt a.m.k. 5 mismunandi tegundir af sinnepi, tómatsósu og sultu í næstu matvöruverslun til að bragðbæta fiskinn og kjötið. Kannski hafa álagningarreglur og vísitölusjónarmið valdið þvi að ekki tekst að bæta gæði þeirra af- urða sem til eru í landinu til hags- bóta fyrir þá sem enn hafa áhuga á að matreiða fiskinn og kjötið heima hjá sér. Kannski er markað- urinn svo lítill að ekki borgar sig að leggja sig fram við að efla hann. Matreiðsla er meðal þeirra fram- leiðslustarfa sem ekki hefur að öllu leyti lagst niður á heimilunum. En á matvælamarkaðnum er kapp- kostað að auðvelda mönnum þetta starf með því að hafa matvæli á boðstólum sem þegar hafa verið matreidd að hálfu eða öllu leyti. T. d. er mikið úrval af pylsum og bjúgum á markaðnum sem krydduð eru á mismunandi vegu, enda er auðvelt að vera með slíka fram- leiðslu i stórum fyrirtækjum. ♦ 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.