Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 26
Herbergi með útsýni Smásaga eftir Hal Dresner Þýðandi: Þorleifur Þór Jónsson Jacob leit á matinn með hryllingi og sneri sér að glugg- anum. Það var dásamlegur dagur úti... MEÐ veiklulegan líkama sinn hulinn teppum og dúðaður í sex þá þykkustu púða sem falir voru, horfði Jacob Bauman með hryllingi á þjón sinn setja rúmbakkann íyrir framan hann, draga glugga- tjöldin frá og fylla herberg- ið morgunsól. „Vilduð þér fá gluggana opnaða herra?“ spurði Charles. „Viltu að ég fái kvef?“ „Nei herra. Er það eitt- hvað fleira herra?“ Jacob hristi höfuðið og tróð munnþurrkunni á milli náttjakkans og grannrar bringunnar. Hann teygði sig til þess að taka lokið af morgunverðardiskinum, hikaði og leit á Charles, sem stóð eins og vörður við gluggann. „Ertu að bíða eftir þjór- fé,“ spurði Jacob önugur. „Nei, herra. Ég er að biða eftir ungfrú Nevins. Holmes læknir sagði, að það mætti aldrei skilja yður eftir ein- an, herra." „Komdu þér út, komdu þér út,“ sagði Jacob. „Ef ég ákveð að deyja á næstu fimm mínútum, hringi ég eftir þér. Þú munt ekki missa af neinu.“ Hann horfði á þjóninn fara, beið þar til hann hafði lokað hurðinni og lyfti því næst silfurlokinu af diskin- um, sem afhjúpaði eitt illa steikt egg, sem leit út eins og himnuklætt auga, og hvíldi á sneið af ristuðu brauði. Smásletta af ávaxta- mauki og bolli af skolplituðu tei fullkomnaði matseðilinn. Oj! Jacob leit á matinn með hryllingi, og sneri sér að glugganum. Það var dá- samlegur dagur úti. Hin stóra flöt Bauman herra- garðsins lá græn og jöfn eins og billiarddúkur, skorin af hvítri mölinni í skeifu- laga aðkeyrslunni, með litl- um bronsstyttum hér og þar. Daðursleg gyðja um- vafin englum, vængfættur sendiboði, hörkuleg ljón- ynja með unga sína; allar hræðilega ljótar en mjög dýrar. Við vinstri enda skeif- unnar fyrir utan hið litla hlaðna húsumsjónarmanns- ins sá Jacob garðyrkjumann sinn, hr. Coveny, krjúpandi við að skoða azaleabeð. Hægra megin við aðkeyrsl- una fyrir framan hið ógn- vekjandi járnspjótahlið, voru dyr tveggja hæða bíl- skúrsins opnar og Jacob gat séð bílstjórann sinn vera að fægja krómgrillið á bláa blæjubílnum, sem frú Bau- man átti, meðan hann var að tala við ungfrú Nevins, hina ungu hjúkrunarkonu Jacobs. Hinumegin við hlið- ið teygði ytri flötin sig órof- in að þjóðveginum, fjar- lægðin var svo mikil að jafnvel hin fránu augu Jac- obs gátu ekki greint bílana, sem óku hjá. Aumingja Jacob Bauman, hugsaði Jacob. Allar lysti- semdir lífsins höfðu komið of seint. Loksins átti hann tilkomumikinn herragarð, en var of veikur til að njóta hans; loksins var hann kvæntur ungri konu, sem var nægilega falleg til þess að snúa hvers manns höfðu, en of gamall til þess að hafa ánægju af henni; og loksins hafði hann öðlast skarplegt innsæi i leyndarmál mann- legrar náttúru, en hann var rúmfastur og takmarkaður við félagsskap þjóna sinna. Aumingja ríki Jacob Bau- man, hugsaði hann. Með all- an sinn auð, heppni og gáf- ur, var heimur hans tak- markaður við stærð dýn- unnar, lengd aðkeyrslunnar sem hann gat séð frá glugga sínum, og greind ungfrú Nevins. Og hvar var hún? Hann leit á klukkuna umkringda flöskum, töflum og hylkjum á náttborðinu, Sex minútur yfir níu. Hann leit aftur út um gluggann, sá stúlkuna í hvíta einkennisbúningnum líta á úrið sitt í skelfingu, senda bilstjóranum fingur- koss og ganga af stað i flýti í átt að húsinu. Hún var sterkleg ljóshærð stúlka. sem gekk með glaðlegri sveiflu; ofgnótt orku sem þreytti Jacob ofboðslega. En samt horfði hann þar til hún hvarf inn í húsið og sneri sér svo að morgun- verðinum. Hann gerði ráð fyrir því að hún mundi staldra við til þess að bjóða matsveininum og þjónustu- stúlkunni góðan dag. sem þýddi að hann væri rétt að klára eggið og ristaða brauð- ið þegar hún bankaði. Hann var að tyggja síð- asta brauðbitann þegar bankið kom, hann kallaði „farðu" og hj úkrunarkonan kom inn brosandi. „Góðan daginn, herra Bee,“ sagði hún glaðlega. Hún lagði pappírskiljuna sina á borðið, leit áhuga- laust á spjaldið, sem nætur- hjúkrunarkonan hafði skilið eftir. „Hvernig líður þér i dag?“ „Ég er lifandi,“ sagði Jacob. „Er þetta ekki frábær dag- ur,“ sagði stúlkan og gekk að glugganum. ,.Ég var úti áðan að tala við Vic og það er eins og vorið sé komið. Viltu að ég opni fyrir þig gluggann?*' „Ég vil það ekki. Vinur þinn læknirinn varaði mig við að fá kvef.“ „O, það er rétt .... ég gleymdi því. Ég er líklega ekki sérlega góð hjúkrunar- kona, er það?“ Hún brosti. „Þú ert hjúkrunarkona,“ sagði Jacob. „Betri heldur en sú tegundin sem aldrei lætur mann í friði.“ „Þú segir þetta bara. Ég veit að ég er ekki nógu á- hugasöm.“ 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.