Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 11
viðskiptamenn spurðu mig hvernig dúnninn væri i ár eða báðu mig að meta selskinn. En smátt og smátt lærði ég þetta allt og var á endanum orðinn ekki ver að mér um þessa hluti en aðrir ibúar á Djúpavogi. • Ungt og eignalaust félag — Árið 1949 gerist þú kaupfélags- stjóri Kaupfélags Suðurnesja og flyzt hingað til Keflavíkur. Hvernig var um- horfs hér, þegar þú komst fyrir rúmum þrjátíu árum? — Aðkoman var nú ekki góð. Félagið var ungt og eignalaust og hafði ekki skilað hagnaði undanfarin ár. Þetta voru geysileg umskipti fyrir mig, því að ólikari félög en Kaupfélag Beru- fjarðar og Kaupfélag Suðurnesja var varla hægt að hugsa sér. Á Djúpavogi skipti mestu máli að hafa vöruna til, þegar fólkið þyrfti að nota hana. Hér kom hins vegar sölumennskan til skjalanna; það þurfti að ná i vörur gagngert til að selja þær og fá inn peninga, en um slikt var ekki að ræða á Djúpavogi vegna fámennis. Kaupfélag Suðurnesja var stofnað út úr KRON hinn 13. ágúst 1945. KRON hafði rekið tvær verzlanir í Grindavík, eina hér í Keflavík og eina i Sandgerði. Þegar Kaupfélag Suðurnesja var stofnað sem sjálfstætt félag, yfirtók það strax verzlanirnar í Keflavík og Grindavík, en Kaupfélagið Ingólfur hafði verið stofnað utan um verzlun- ina í Sandgerði. Einnig var stofnað útibú í Ytri-Njarðvík, en síðar stofn- uðu Njarðvíkingar kaupfélagið Bjarna, sem við yfirtókum 1963. Ég hafði aðsetur i gamla verzlunar- húsinu við Hafnargötu 30, sem KRON byggði, og þar verzlum við enn. Fé- lagið hafði gengið illa eftir að það skildi við KRON, og aðalvandamálið var stórfelld rýrnun. Margir héldu, að aðeins væri um hnupl að ræða, en svo í hinni myndarlegu byggingavöruverzlun Kaupfélags Suðurnesja, Járn og skip, hittum við nokkra starfsmenn; talið frá vinstri: Hallur, Sveinbjörg, Alda, Sirrý, Gunnhildur. Kristján Hansson, deildarstjóri á Hafnargötu 30. F.rna Sverrisdóttir, deildarstjóri í vefnaðarvörudeild. Áslaug Finnbogadóttir, deildarstjóri í Njarðvík.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.