Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 16
Umrœöa um stefliuskrá sam vinnuhreyfingarinnar Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarna mánuði um væntanlega stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar, og hafa skoð- anir verið skiptar um gerð hennar; þær raddir hafa jafnvel heyrst, að við getum vel komist af án nokkurrar formlegrar stefnuskrár eins og við höfum gert hingað til. Samvinnan hefur tekið saman ofurlítinn úrdrátt úr greinum eftir átta kunna samvinnumenn í því augnamiði, að lesendur geti betur áttað sig á megininntaki og kjarna þessarar athyglisverðu umræðu. Matthías Pétursson, Hvolsvelli: Meginatriöi en ekki dægurmál M[TT í harðindum og fimbulvetri norð- ur við ysta haf, komu nokkrir fátækir og lítilsmegandi bændur saman til þess að ræða leiðir til þess að bæta sinn hag; til þess að komast úr úlfakreppu ei- lífrar fátæktar og alls- leysis. En til þess þurftu þessir snauðu menn að rísa gegn ægivaldi versl- unarauðvaldsins norður þar. Og þeir ákváðu að vinna saman, sameigin- lega skyldu þeir leysa vandann. Ekki með þvi að beita valdi, heldur með því að stofna félag. Og þannig varð fyrsta kaupfélag landsins til, Kaupfélag Þingeyinga, sem verður 100 ára á næsta ári. Þaö er athygl- isvert að mitt i þessum hörmungum er þá gengu yfir, höfðu þessir menn stórhug og framsýni til þess að ráðast á vandann þótt hann sýndist yfir- þyrmandi og óviðráðan- legur. Við sem í dag bú- um i allsnægtaþjóðfélagi og látum þó aldrei af kröfum á hendur öðrum, mættum minnast þeirra manna, sem gerðu fyrst og síðast kröfurtilsjálfra sín. Þær meginreglur, sem Þingeyingar settu félagi sinu upphaflega eru reyndar enn í fullu gildi. Þeirra fyrsta boðorð var að fjármagnið skyldiekki ráða, heldur maðurinn. Manngildið skyldi sett ofar auðnum. Einn mað- ur eitt atkvæði, ekki bankabókin... Þó margt breytist á skemmri tíma en 100 ár- um, eru þessar megin- reglur enn i fullu gildi. Þó dylst engum að nauð- synlegt er að aðlaga stefnuskrá samvinnu- manna nýjum tíma. í því augnamiði hefur verið gefinn út bæklingur, sem ber heitið Drög að stefnu- skrá samvinnuhreyfing- arinnar. Það er i sjálfu sér góðra gjalda vert að koma af stað umræðu um nýja síefnuskrá, enda þarf vel til hennar að vanda, þar sem stærsta og voldugasta félags- málahreyfing á íslandi á að starfa eftir henni. Sú stefna, sem varð til fyrir 100 árum hefur vissulega staðist tímans tönn, það sannar vöxtur og við- gangur samvinnufélag- anna. Sá litli vísir, sem nokkrir örsnauðir bænd- ur vöktu til lífsins norður við ysta haf er í dag orð- inn voldugt þjóðfélagsafl, sem á að vera stoð og stytta fjöldans. Við skul- um ekki kasta fyrir borð þvi sem vel hefur reynst, við skulum heldur ekki vera hrædd við að aðlaga félagsskap okkar breytt- um aðstæðum og breytt- um tímum. En stefnu- skráin á að fjalla um meginatriði en ekki hversdagsleg dægurmál jafnvel þótt mönnum finnist þau brenna heitt í augnablikinu. Því miður finnst mér að í bæklingi þeim, sem út er kominn um nýja stefnuskrá, sé tekið of mikið mið af dægurmálum. Sjóndeild- arhringurinn mætti vera víðari. 4 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.