Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 40
Landneminn í Látravík Þótt hann væri oftast fengsællsem veiðimaður, var hann ekki að sama skapi fésæll. viðureign sína við bangsa Og er fyrsta vísan þannig: ..Skundaði um morgun skothús á skyldi að tófum hyggja. ísbjörn þá einn eg sa uppi á jaka liggja.“ ísbirnir eru sagðir vera afar hraðsyndir, þó ekki séu þeir nú beinlínis lagardýr. Enda mun Jóhanni hafa reynzt örðugur eftirróður- inn, þegar björninn var kominn í sjóinn. Að þvi lúta eftirfarandi tvær vísur: „Þreytti eg róðrar þá átak, þreytu komst i vanda. Einatt sá eg bjarndýrsbak, brakþurrt upp úr standa. Árar i kengjum átti þá, upp nam fljótur spranga. Skotið sendi aftan á, ekki hýran vanga. Hvorki hef ég heyrt né séð þess getið, að faðir Jóhanns eða aðrir forsjármenn hans i bernsku og æsku hafi ver- ið refa- eða grenjaskyttur, en hvað sem um það er þá virðist ugglaust, að hann TIL NYRRA STARFA Pétur Erlendsson hefurverið ráðinn aðstoðarbankastjóri Samvinnubankans, en hann var áður skrifstofustjóri bankans. Pétur er fæddur 14. ágúst 1929, sonur Erlend- ar Ólafssonar og Önnu Jóns- dóttur. Hann tók stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950 og lauk viðskiptafræðiprófi frá Há- skóla íslands 1954. Að því loknu starfaði hann hjá Eimskipafélagi íslands, en hóf störf hjá Olíufélaginu 1957 og starfaði þar, unz hann réðst til Samvinnu- bankans í ársbyrjun 1965. Eiginkona Péturs er Áslaug Andrésdóttir og eiga þau tvo syni. Snæþór Aðalsteinsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Samvinnubankans, en hann var áður skipulagsstjóri bankans. Snæþór er fæddur 30. apríl 1942, sonur Aðal- steins Þórarinssonar og Ár- nýjar Snæbjömsdóttur. Hann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum að Bifröst vorið 1964, var siðan í starfsnámi hjá Samband- inu, en hóf síðan störf hjá Samvinnubankanum haust- ið 1966. Eiginkona Snæþórs er Sædís Geirmundsdóttir og eiga þau fjögur börn. Margeir Daníelsson hefur verið ráðinn forstöðumaður hagfræði- og endurskoðun- ardeildar Samvinnubankans en hann var áður endur- skoðandi bankans. Margeir er fæddur 20. des. 1941, son- ur Daníels Friðrikssonar og Rósu Benónísdóttur. Hann tók stúdentspróf frá Versl- unarskólanum 1963, stund- aði síðan nám við háskólann í Kiel í sex ár og tók þaðan próf í þjóðhagfræði 1970. Hann hóf störf hjá Sam- bandinu strax að námi loknu. fyrst hjá búvörudeild en síðan skipulagsdeild, uns hann réðst til Samvinnu- bankans í febrúar 1974. Kona Margeirs er Unnur G. Stephensen og eiga þau tvær dætur. hefur mjög ungur vanizt og lært meðferð og notkun skotvopna. Samanber um- mæli hans í eftirfarandi vísum: „Ellefu nær ára var eg hjá móðurbarmi. Tvær eg deyddi tófurnar í tóttarskothúsgarmi. Gekk eg oft að græðisheim, gerði slíkt að vana. Sama árið selum tveim eg sjálfur varð að bana.“ Þegar Jóhann var um sex- tugt fór hann að tapa sjón, og mun hafa misst hana til fulls mjög fáum árum síðar. Var um kennt refaveiðum hans að vetrarlagi og öllum aðbúnaði, i harðviðrum norðurhjarans, hvort sem það hefur nú verið fyllilega réttmætt eða ekki. Þótt hann hafi vafalaust oft ver- ið fengsæll sem veiðimaður, bæði á Gjögri og i Látravik, var hann ekki að sama skapi fésæll og líklega yfirleitt lengstum frekar fátækur. en þrátt fyrir það mjög greið- vikinn, hjálpfús og manna örlátastur. Börn þeirra Látravíkurhjóna eru sögð fjögur, þrír synir og ein dóttir, er öll munu hafa ver- ið fullvaxin úr grasi, þegar faðir þeirra var orðinn al- blindur í kringum árið 1897. Um það leyti eða skömmu síðar sækir Jóhann um lítils háttar fjárstyrk til Alþingis, 3—400 krónur, i eitt skipti fyrir öll, sem nokkra viður- kenningu á 50 ára starfi hans að eyðingu refa. En al- þekkt er, að íslenzki fjalla- refurinn hefur verið einn af höfuðfjendum sauðfjár- bænda, allt frá landnáms- öld. Þegar styrkbeiðni þessi var til umfjöllunar á Al- þingi sumarið 1899, kom það fram í ræðum þingmanna, að Jóhann hefði með skot- um og á annan hátt eytt 1000 refum á starfsævi sinni, sem vera myndi einsdæmi hér á landi að einn maður ynni slikt afrek. Væri hann því alls góðs maklegur, þess 40

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.