Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 41
Vísnaspjall AÐ fer ekki milli mála, að hinn aldagamli leikur íslendinga að setja saman vísur í dags- ins önn er enn í heiðri hafður, og líklega hefur hann færst í aukana hin allra síðustu ár. Samvinnu- starfsmenn eru engin undantekn- ing í þessum efnum — og hér á eftir verða birtar nokkrar vísur eft- ir þá, bæði lífs og liðna. f fyrsta hefti Hlyns á þessu ári hefur Óskar Þórðarson hjá Inn- flutningsdeild Sambandsins sent blaðinu væna syrpu af kveðskap þeirra Holtagarðamanna. Þar á meðal eru eftirfarandi vísur eftir Óskar, sem hann orti þegar Júlíus Ásgeirsson, verkstjóri í afgreiðslu, fékk sér möppur til að raða í af- greiðslunótum: Mappan tekur víða völd, veldur stundum fári. Talsverð merki um tækniöld telst á nýju ári: Að flækja það sem auðvelt er með umstangi og grillum, og týna jafnvel sjálfum sér í sínum eigin villum! Skógerð Iðunnar á Akureyri hefur verið mikið í fréttunum að undan- förnu vegna fjárhagsörðugleika. Þar vann um árabil Pétur Björgvin Jónsson, en hann var hinn ágætasti hagyrðingur. Hann orti til dæmis þessa snjöllu og dýrt kveðnu haust- vísu: Sumri hrinda svalir vindar, sálir bindast trega. Hæstu tindar hvíta linda hnýta skyndilega. Um meinfýsni mannskepnunnar og deilugimi orti Pétur þessar vísur: Hingað flykkjast þessi þý, þýtur í úfnum fjöðrum. Þeir eru að krukka og kroppa í kaunin hver á öðrum. Það er sama sagan enn, sina fjandinn elur. Hundar bíta í hælinn menn og lilaupa svo í felur. Manni, sem var mikill á velli og góður með sig, var þessi vísa til- einkuð: Ég hafði ekkert um það frétt, en af því fæ nú kynni, að þú hafir eignarrétt á allri gangstéttinni. Við tvær léttlyndar drósir, sem grunaðar voru um að selja blíðu sína, hafði Pétur þetta að segja: Hér sjáið þið til sölu tvær, svona standa málin: Líkaminn er leigufær, en Iéleg í þeim sálin. Við gætum haldið lengi áfram að birta snjallar vísur eftir Pétur Björgvin Jónsson, því að af nógu er að taka. En birtum að lokum þessa stöku: Jökulsá er grett og grá, gæði fáum býður. Bökkum háum beljar á, brýtur þá og sníður. Páll H. Jónsson á Laugum var um tíma ritstjóri starfsmannablaðsins Hlyns. Eitt sinn barst honum þessi vísa frá Ragnari Jóhannessyni, sem lengi starfaði hjá Innflutningsdeild Sambandsins: Innan snauður, efnisrýr oft í ríður hlaðið. Helvíti er ’ann Hlynur dýr, hundrað krónur blaðið! En Páll á Laugum lét ekki slá sig út af laginu og svaraði í sömu mynt: Margur er í roði rýr, rósum spillir þyrnir: Hlynur orðinn alltof dýr eins og starfsmennimir. Þá breytti Ragnar um tón og frið- mæltist með þessari vísu: Með þymum stinga þarflaust er þó að klingi í ljóðum. Lofgjörð syng ég Hlyni hér og hagyrðingi góðum. Og Páll var ekki seinn á sér að taka í útrétta hönd: Þakkar óð og bragar-bót, blessar í ljóði Hlynur starfsmenn góða af sterkri rót, stolta og fróða, vinur. Að síðustu batt Ragnar enda á þetta skemmtilega vísnastríð með þessari stöku: Lokið brátt er bragastyr, ber nú fátt í milli, erum sáttir eins og fyr um andans mátt og snilli. Ragnar Jóhannesson var prýðilegur hagyrðingur, og við skulum ljúka þættinum í þetta sinn með tveimur hringhendum eftir hann, en þær má eins og kunnugt er lesa jafnt aftur á bak sem áfram: Getur víða sunna senn sönginn þýða borið. Vetur striðan eftir enn yljar blíða vorið. Þekur rinda blómið blítt, brosir lindin tæra. Vekur yndi heiðið hlýtt, hauðrið vindar bæra. heldur sem hann hefði misst sjónina við þetta starf, vegna ills aðbúnaðar, væri félitill eða félaus og svo að segja á sveit. Þó að sumir hinna mæt- ustu þingmanna, eins og Björn bóndi á Kornsá i Vatnsdal og séra Einar pró- fastur á Hofi i Vopnafirði, mæltu sterklega með heiðni Jóhanns, sá meirihluti þing- manna eigi ástæðu til að verða við henni. Um þær mundir voru að koma út i Fjallkonunni, blaði Valdi- mars Ásmundssonar, hinar mikið umtöluðu Alþingis- rímur. í fimmtu rímunni er i einni vísu fjallað um þetta efni, þannig: „Jóhann ótal refum eyddi oft á grýttum fjallastig. Styrkinn þó ei þingið greiddi, það var dauðans hrætt um sig.“ Jóhann Halldórsson í Látravik var um og eftir miðjan aldur kunnur maður á Vestfjörðum og um Norð- vesturland sem „Jóhann skytta“, en með þessari glettnisvísu Guðmundar skólaskálds i Alþingisrim- unum varð hann alþekktur enn víðar um landið. Alda- mótaárið 1900 birtist svo tímaritsgrein hans, „Um refaveiðar“ i ársriti Þjóð- vinafélagsins Andvara, sem enn þá jók orðstir hans meðal þjóðarinnar. Þar get- ur höfundur þess meðal annars, að hann hafi unnið að eyðingu refa allt frá 11 ára aldri, til þess er hann missti sjónina. Er það i sam- ræmi við fyrrnefnda vísu hans hér að framan. Talið er, að Jóhann hafi andazt á 72. aldursári, haustið 1905 norður á Vatnsnesi. Mun nýbýli hans í Látravik þá hafa verið komið í eyði, 41

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.