Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 13
TVEIR FRASAGNAMEISTARAR GYÐINGA Veröur hann síöasta stórskáldiö sem skrifar á jiddísku? frið“ eftir Tolstoj — og ckki að ástæðulausu. Ár liðu, uns farið var að þýða þessar bækur á ensku eftir nákvæma endurskoðun höfundarins og með aðstoð hans, en hann hefur jafnan verið með í ráðum um þýð- ingar þeirra á ensku, og úr þvi máli hafa langflest rit- verk hans verið þýdd á önn- ur mál. Þessir fjölskyldu- annálar, sem bregða birtu á siðari tíma sögu Póllands frá sjónarhóli gyðinga, heita Setrið, Eignin og Moskat- fólkið. Það sætir nokkurri furðu, hve lengi dróst að þessar miklu sögur, sem þrungnar eru spennu og lífskrafti, næðu út fyrir mál- samfélag jiddískunnar, en eftir að Singer hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels varð skyndilega breyting á. Þrjár af bókum hans hafa nú ver- ið þýddar á íslensku: Töfra- maðurinn frá Lúblín, Óvinir — ástarsaga og í föðurgarði. Hin síðastnefnda er endur- minningaþættir, sem einatt minna mest á smásögur, en síðasta skáldsaga hans auk þeirra, sem taldar hafa ver- ið, er Sjosja. Þá hefur hann skrifað a.m.k. þrjú leikrit og nokkrar minningabækur auk barnabóka og smá- sagna, þar sem frásagnarlist hans nýtur sín ekki hvað síst. Isaac Bashevis Singer haslaði sér þegar i upphafi völl á breiðu frásagnarsviði. Miklum og harmþrungnum örlögum lýsir hann meist- aralega i skáldsögum sínum, en hið sama gildir um sög- urnar, sem hann lætur ger- ast innan bæjarmarkanna í pólskum smábæ eða þorpi og eru að formi til smærri í sniðum. Með notalegri hlýju og kímni lýsir hann hvers- dagslífi gyðinganna, skrifar um hátíðir þeirra, mat og máltiðir, ástir, trúarandakt, vofur, hindurvitni og alls kyns svik og blekkingar, kaupmennsku og fræða- grúsk, sem allt heyrði til harðri lífsbaráttu og arf- leifð fólks, sem hann þekkti. Aldrei glataði það voninni um að komast aftur til ísra- els eða trúnni á komu Mess- íasar. Allt líf þess mótaðist af þessu tvennu. Um þetta fjalla smásögur Singers sem orðnar eru töluvert á annað hundrað og hafa birst í mörgum söfnum, sumar full- ar af leikandi húmor, aðrar hrollvekjandi og oft sorg- legar og spaugilegar í senn. Eins og fyrr segir, hefur Singer líka samið sögur fyrir börn á öllum aldri. Hann er dæmigerður sagnamaður; i bókum hans gerist alltaf eitthvað á hverri siðu. Ekk- ert var eðlilegra en að mað- ur með slíka frásagnargáfu færi að setja saman bækur handa börnum. Til þess þurfti hann lítið á sig að leggja, því að hann hefur aldrei dregið skýrar línur milli sagna fyrir börn og fullorðna. „Börn eru bestu gagnrýnendurnir", sagði hann í Nóbelsræðunni og lagði áherslu á orð sín, „við- horf þeirra til skáldskapar einlægt og óspillt; þau bera gott skynbragð á skritnar og frumlegar hugdettur og þola ekki það, sem er leið- inlegt.“ Ein af bestu smásögum hans er um einfaldan bak- ara, kjánann hann Gimpel, og hefur á sér vafningalaust snið sagna fyrir börn. í svipuðum sögum sem birst hafa í mörgum bókum, lýsir Singer iðulega bænum Chelm, aðlaðandi heimi, þar sem úir og grúir af kostu- legum gröllurum og viðsjáls- gripum og grunnhyggni og klókindi leikast á. En hann hefur einnig leitað sér fyrir- mynda i rómantiskum þjóð- sögum, þar sem hið undur- samlega gerist og gott og illt heyja harða baráttu, svo að vart má á milli sjá. Úti við sjóndeildarhring greinir lesandinn Paradís í hilling- um, betri og fegurri heim eins og þann, sem íbúa =mábæjarins i heimkynnum höfundarins dreymdi um. Það er Jentel, mágkona móður Singers, sem segir sögu hans, Búálfinn, sem tekin er úr safninu Sagna- karlinn Naftalí, hesturinn hans, Súss, og aðrar sögur. — „Það er enginn vafi á þvi að til eru búálfar," segir hún. „Fólk trúir ekki á slikt nú á dögum, en þegar ég var upp á mitt besta vissi. það að skynsemin dugir ekki til að skýra alla hluti.“ — Móðir Singers var líka gædd ágætri frásagnargáfu, og í tveimur bókum hans eru sögur, sem hann heyrði af vörum hennar auk þeirra, sem sprottnar eru úr hans eigin hugskoti. ♦ 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.