Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 34
Hér birtist athyglisverð grein um stefnumörkun í tölvuvæðingu fyrirtækja. Hún er eftir David Evans og Vic Kirby og er laus- lega þýdd og stytt úr tímaritinu „Management Today“. Þegar tölvutæknin skapar vandamál hjá fyrirtækjum Innan fyrirtækisins hefur gætt vaxandi óánægju með tölvudeildina í í seinni tíð, og kvartanir gerast æ háværari... • • ORAR framfarir í tölvu- tækni og kerfisvinnslu orsaka tíð vandamál hjá fyrirtækjum sem leitast við að hagnýta sér þróunina. Víðast hvar er skortur á starfsliði með nauðsynlega kunnáttu, enda reynist oft örðugt að halda tölvukerf- um við í samræmi við kröfur tímans. Við slíkar aðstæður þurfa forráðamenn að horfa langt fram á veginn, en ein- blína ekki um of á líðandi stund. Hjá mörgum fyrir- tækjum og stofnunum á töivuvæðing sér alllanga sögu. Skoðun stjómenda þeirra er því oft sú, að hald- góð reynsla á þessu sviði sé innan fyrirtækisins. Er þá einhver ástæða til að ætla athyglin beinist sérstaklega að langtímastefnu í tölvu- notkun? Spurningin skýrist nokkuð ef f jallað er lítillega um tilbúið, en eigi að síður dæmigert fyrirtæki, þar sem framsýn stefna í tölvumál- um ætti að geta leyst ákveð- in vandamál. • Háværar kvartanir Fyrirtæki hóf tölvuvæð- ingu fyrir um 20 árum. Það hefur með ærnum kostnaði komið sér upp tölvudeild, sem er stór í sniðum og all- vel búin. Skiljanlega ermjög treyst á þessa dýru og ný- tískulegu deild i allri starf- semi þess. En innan fyrir- tækisins hefur gætt vaxandi óánægju í seinni tið, og kvartanir gerast æ hávær- ari. Komið hefur í ljós að starfslið tölvudeildar hefur ekki alltaf ráðið við nauð- synlegar endurbætur á vinnslukerfunum. Á sama tima óska stjórnendur ann- arra deilda eftir nýjum kerf- um, sem fást þó ekki tekin í notkun. Fjárskorti er borið við, en samt berast i striðum straumum bæklingar sem auglýsa ódýra smá- og ör- tölvutækni (mini- og micro- computers), þar sem bent virðist á auðvelda leið til þess að leysa sérvandamál einstakra deilda fyrirtækis- ins. Ekki er undarlegt þótt gagnrýni beinist að tölvu- miðstöðinni og að kröfur komi fram um að aðrir fái að grípa til sinna ráða. Hins vegar leggst tölvu- deild með miklum þunga gegn þróun i þessa átt. Starfsliðið þar óttast fátt meira en mörg illsamræm- anleg smákerfi, þar sem sjónarmið „leikmanna" réðu mestu, og vara við stefnu sem hlyti að leiða til stór- vandræða í framtíðinni. Að áliti tölvudeildarfólks stafa núverandi vandamál af gömlum og e. t. v. úreltum tækni- og hugbúnaði. Það bendir á sivaxandi aðlögun- arvandamál þegar nýjar að- ferðir í kerfisvinnslu eru ó- hjákvæmilegar og stundum virðist jafnvel eina leiðin til úrbóta vera sú að neita að fást við ákveðin verkefni sem ekki skipta höfuðmáli og knýja þannig fram breytta afstöðu forráða- manna fyrirtækisins til tölvu- og hugverkakaupa. Fjarri fer að unnt sé að bæta upp fjárskort tölvu- deildar með auknum afköst- um, þvi að nær sanni er að fólk úr starfsliðinu segi upp og erfitt sé að fá annað. Framkvæmdastjórinn á- lítur að hagkvæmasta lausn- in fyrir alla aðila, sé að koma upp heildarkerfi sem færi milliveginn — þ.e.a.s. notkun á nýrri tækni „data- bases“ og „terminals“ þar sem einstakar deildir hefðu beinan aðgang að upplýs- ingasafni miðtölvunnar. Slikt fyrirkomulag myndi að sjálfsögðu krefjast fjárfest- ingar i nýjum tölvubúnaði sem væri hagkvæmari en sá gamli. Búast mætti við ein- hverjum vandkvæðum í upphafi, en hagræðingin myndi borga sig með tím- anum. En mörgum sýnist að þessi hugmynd fram- kvæmdastjórans gæti gert illt verra ef hún kæmist í framkvæmd. Augljóst er að fyrirtækið á við mikinn vanda að etja. Tölvuvæð- ingin hefur reynst afger- andi fyrir starfsmennina, en tölvudeildin á sifellt erfið- ara með að anna hlutverki sínu og samskipti hennar við aðrar deildir fer versn- andi. Öllum ber saman um að ástandið hljóti að versna nema úrræði finnist sem duga til, en menn greinir mjög á um hvernig bregðast skuli við vandanum. Óskyn- samlegar ákvarðanir gætu reynst dýrkeyptar á fleiri en einn veg því kostnaður gæti orðið mikill, og ákvarðanirn- ar á hvorn veginn sem væri gætu haft veruleg áhrif á alla starfsemi fyrirtækisins. 34

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.