Samvinnan - 01.04.1983, Side 7
Eitt hið versta gönuhlaup þjóðanna
„Fyrsta kaupfélagið sem stofnað var og þau sem á eftir
komu höfðu stærri markmið en að annast sauðasölu og inn-
flutning á nauðsynj.um. Þeir menn sem stóðu að stofnun
kaupfélaganna og Sambandsins gerðu sér grein fyrir að
stöðva þyrfti landflótta og koma efnahag landsmanna á
réttan kjöl eftir margra alda harðrétti. Þeir töldu að sam-
vinnustefnan væri líklegust til að stuðla að framförum og
koma á efnahagslegum jöfnuði í landinu.
Pétur Jónsson á Gautlöndum var einn af forystumönnum
fyrsta kaupfélagsins, stjórnarformaður K.Þ. frá 1889-1919 og
fyrsti formaður Sambandsins. Árið 1893 ritaði hann grein í
Búnaðarritið sem hét „Kaupskapur og kaupfélagsskapur".
Þar segir: „Eitt hið versta gönuhlaup þjóðanna er misskipt-
ing auðsins, ekkert hefur meiru illu til leiðar komið en hún.
Það er ekki einungis allir þeir annmarkar og lestir, sem
skorturinn kemur til leiðar beinlínis, heldur og búksorg,
eyðsla og ólifnaður, sem fylgir of miklum auðæfum; ekki ein-
ungis þrældómur og undirokun með öllu þeirra föruneyti,
sem auðsvaldið hreppir fjöldann í, heldur iðjuleysi og drottn-
unargirni þeirra, sem auðsvaldið hafa með höndum. Ef til vill
er ekki allur skortur sprottinn af misskiptingu auðsins og
náttúrugæðanna og vafalaust verður náttúrugæðunum aldrei
miðlað jafnt til allra. Allsnægtir verða að líkindum aldrei til
nema í hugmyndinni, en sú hugmynd er líka svo mikils virði,
að hún ætti að vera leiðarstjarna þjóðanna til sannra fram-
fara og farsældar“.
Þannig fórust orð, einum helsta frumkvöðli að stofnun
Sambandsins, manni sem varði starfsævi sinni í þágu al-
mennings með forystu sinni og þrotlausu starfi að samvinnu-
málum.
Að koma á efnalegum jöfnuði meðal landsmanna, hverra
sem er og hvar sem er, var og verður vonandi eitt af megin-
markmiðum samvinnuhreyfingarinnar."
Ofangreindur texti, sem sómir sér sannarlega vel sem for-
ustugrein í málgagni samvinnumanna, er eftir ungan mann,
Helga Haraldsson, nemanda í Samvinnuskólanum að Bif-
röst, en hann hlaut fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni
Sambandsins.
Verðlaunaritgerðin birtist á öðrum stað í þessu hefti, en
á næstunni birtast fleiri ritgerðir til viðbótar, einnig vel fram-
bærilegar og athyglisverðar.
Stundum hafa þær raddir heyrst, að æskufólk hafi ekki
áhuga á samvinnumálum; ævintýrið mikla um íslenska al-
þýðu, sem reis upp á morgni vaxandi sjálfstrausts og sjálfs-
stjórnar og gerði sér lítið fyrir og tók verslunina í eigin hend-
ur - þetta ævintýri heyri fortíðinni til og höfði ekki til æsku-
fólks nútímans.
Ritgerðir hins unga fólks afsanna þessa kenningu.
Þær eru ritaðar af öruggri þekkingu og kunnáttu í öllum
grundvallaratriðum samvinnusögunnar, en auk þess er í
þeim fjallað af góðri skynsemi um samvinnustefnuna og gildi
hennar fyrir þjóðfélag okkar tíma.
Einmitt á krepputímum eins og þeim, sem nú ríkja hér á
landi, hefur þjóðin þörf fyrir samvinnustefnuna; þörf fyrir að
njóta þess hagnaðar, sem felst í samstöðunni og samtaka-
mættinum.
Brenglað verðskyn okkar verðbólgubarna hefur komið í
veg fyrir, að við kynnum að meta hagkvæmni í innkaupum
og sannvirði vörunnar.
Ritgerðasamkeppni Sambandsins var haldin í tilefni af
hundrað ára afmæli hreyfingarinnar á síðastliðnu ári. Og
þegar tímamót verða í ævi öflugra samtaka, hættir mönnum
stundum til að líta um of til liðins tíma; einblína á upphafið;
grandskoða baráttuárin í leit að mestu gæfusporunum.
Þetta er skiljanleg.
Bernskan er jafnan minnisstæðust einstaklingum, þegar
þeir rekja æviferil sinn, og hið sama gildir um fjöldasamtök
eins og Sambandið.
En hugsjónin ein og minning um glæsta fortíð hrekkur
skammt. Þjóðélagsbreytingar eru hraðar á okkar tímum.
Þær grundvallarbreytingar, sem orðið hafa á nær öllum svið-
um íslensks mannlífs á þessari öld eru svo stórfenglegar, að
naumast er út í hött að kalla þær byltingu.
Séra Guðmundur Sveinsson skólameistari, sem var skóla-
stjóri Samvinnuskólans í nærri tvo áratugi og ritstjóri Sam-
vinnunnar um skeið, hefur sagt í viðtali:
„Þótt sjálf hugsjónin sé eilíf, ef hægt er að nota það orð
í sambandi við mannlegar hugsjónir, þá er túlkunin tíma-
bundin. Ég held að það sé alveg Ijóst, að túlkun frumherj-
anna á ekki við á okkar tíma svo ágæt sem hún var á sinni
tíð. Nýr tími krefst nýrrar túlkunar."
Þetta hafa forustumenn Sambandsins góðu heilli gert sér
Ijóst, eins og glæsilegur árangur þeirra sýnir og sannar.
Hinn hugmyndafræðilegi grunnur liðins tíma, sem ótal
snjallir menn hafa lagt, bæði í ræðum og rituðu máli, hagg-
ast þó ekki. Hann er eftir sem áður undirstaðan og veitir
samvinnuhreyfingunni ómissandi styrk, ef hún temur sér
jafnframt sveigjanleika til að geta á hverjum tíma lagað starf
sitt að líðandi stundu - með þarfir framtíðarinnar í huga.
Ritsmíðar hinna ungu skólanemenda eru til vitnis um, að
það hefur tekist.
G.Gr.
7