Samvinnan - 01.04.1983, Page 10
z. orK u
SAMBANDSIÐNAÐURINN Á AKUREYRI 60 ÁRA
1923 -20. AGÚST - 1983
í ársbyrjun 1969 eyðilagðist hluti
verksmiðjunnar í eldi. Var hún þá strax
endurbyggð, og auk þess byggt nýtt
verksmiðjuhús með vélum og öðrum
búnaði til framleiðslu á pelsverkuðum
gærum - aðallega mokkaskinnum til
notkunar í fataframleiðslu ýmiss konar,
en það var nýjung í íslenskum iðnaði.
Skinnasaumastofa framleiðir tískufatn-
að á karla og konur úr mokkaskinni.
Meginhlúti framleiðslu sútunarverk-
smiðjunnar er nú fluttur út, annað
hvort sem fullunnin pelsvara, eða for-
sútuð skinn til fullvinnslu erlendis. Að-
stoðarframkvæmdastjóri skinnaiðnaðar
er Jón Sigurðarson, verkfræðingur.
• Gífurleg aukning í ullariðnaði
Ullarvinnsla byrjaði í smáum stíl á
Gleráreyrum árið 1897, þegar Tóvinnu-
félag Eyfirðinga hóf þar starfsemi sína.
Síðan tók þar við rekstri Verksmiðju-
félagiö á Akureyri Ltd., sem seldi
Sambandinu eignir sínar árið 1930. Gíf-
urleg aukning hefur orðið síðan á öllum
sviðum þessa ullariðnaðar. Fullvinnsla
hefur aukist og framleiðslueiningum
fjölgað stórlega. Einnig hafa viðskipti
við fyrirtæki utan Akureyrar aukist, og
má þar nefna Gefjun í Reykjavík og
Ylrúnu á Sauðárkróki ásamt Dyngju á
Egilsstöðum, sem er sameign Kaupfé-
lags Héraðsbúa og Sambandsins. Fram-
leiðsluvörur eru aðallega fatnaður, ull-
arband ýmiss konar fyrir prjónaskap óg
vefnað, ullarteppi, húsgagnaáklæði,
gluggatjöld og fataefni.
Stærsti hluti þessarar framleiðslu er
seldur til útflutnings, og fer hann vax-
andi.
Eftirtaldar framleiðslueiningar eru
undirstaða ullariðnaðarins:
Loðbandsdeild sem framleiðir ullar-
band fyrir prjónaskap, vel'nað og
handprjón.
Vefdeild sem framleiðir fataefni,
gluggatjöld, húsgagnaáklæði og ullar-
teppi.
Prjónadeild sem framleiðir fatnað
ýmiss konar.
Hönnunardeild sem hefir náið sam-
starf við framleiðsludeildirnar og mark-
aðsdeildina.
Umboðsverslun er einnig, sem sér
urn innkaup á fatnaði og samskipti við
aðrar prjóna- og saumastofur víðs veg-
ar um land.
Það er síðan hlutverk markaðsdeildar
ullariðnaðarins að sjá um sölu þessa
framleiðsluvara.
Ullariðnaður Sambandsins er þannig
byggður upp, að hann hefir alla þætti
ullarvinnslunnar til meðferðar, allt frá
ullarlitun, þar til varan er komin í
hendur umboðsmanns eða í hillur versl-
unar hérlendis eða erlendis. Því er
markaðshlutinn einnig stór þáttur í
þessari starfsemi.
Aðstoðarframkvæmdastjóri ullariðn-
aðar er Sigurður Arnórsson, tækni-
fræðingur.
• Fatnaður, skór og margt fleira
A Akureyri eru til húsa þau fyrirtæki
Iðnaðardeildar, sem framleiða fyrir
innanlandsmarkað og verslanirnar
Torgið og Herraríkin í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði. Stærsta fram-
leiðslueiningin er vinnufatadeild Heklu
og þær deildir sem framleiða prjónles
til innanlandssölu. A þessum sviðum
hefur Hekla gegnt forystuhlutverki í ís-
lenskum iðnaði um áratuga skeið, en
Sambandið hóf rekstur hennar 1948.
Skóverksmiðjan Iðunn var stofnuð
1936, en það ár var verksmiðjuhúsið
byggt og sænskar vélar keyptar til fram-
leiðslunnar. Um langt skeið var veru-
legur hluti framleiðsluvara unninn úr
10