Samvinnan - 01.04.1983, Síða 11

Samvinnan - 01.04.1983, Síða 11
hráefni frá Skinnaverksmiðjunni Ið- unni. í ársbyrjun 1969 brann stór hluti verksmiðjunnar, en hún var strax end- urbyggð og vélakostur endurnýjaður. Þarna eru framleiddir karlmanna- og unglingaskór, götuskór kvenna og fjöl- breytt úrval af kuldaskófatnaði, og er verksmiðjan eina skóverksmiðjan í landinu. Onnur fyrirtæki Iðnaðardeildar, sem framleiða fyrir innanlandsmarkað, eru utan Akureyrar. Verksmiðjan Ylrún á Sauðárkróki framleiðir sængur, kodda og svefnpoka. Fataverksmiðjan Gefjun í Reykjavík framleiðir herra- og unglingaföt. Verslunin Torgið í Reykjavík og Herraríkin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði heyra undir fataiðnað og eru jafnframt myndarlegir sölustaðir á framleiðsluvörum Iðnaðardeildar. Forstöðumaður fataiðnaðar á Akur- eyri er Kristján Jóhannesson. verkfræð- ingur. • Sameignarfyrirtæki Sameignarfyrirtæki Iönaðardeildar eru þessi: Efnaverksmiðjan Sjöfn, Kaffi- brennsla Akureyrar og Plasteinangrun hf, öll á Akureyri. Sameignaraðili er Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri. Dyngja hf. á Egilsstöðum er sameignar- fyrirtæki Iðnaðardeildar og Kf. Héraðs- búa, Egilsstöðum. + Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar, í ræðustóli á hátíðinni. Nokkrar svipmyndir frá Sanibandsverksniiðjunum á Akureyri: Skógerð, sútun skinna, fatnaður saumaður og loks Gefjunarefni ofín. (Ljósm. Kristján Pétur Guðnason). * * \r 11

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.