Samvinnan - 01.04.1983, Page 14
SAMBANDSIÐNAÐURINN A AKUREYRI 60 ARA
1923 -20. ÁGÚST - 1983
Ég hafði skrifað Jóni Árnasyni frá
Ameríku og sagt honum, hvernig mér
litist á skinnaiðnaðinn, en það bréf hef-
ur einhvern veginn misfarist. Og sem
ég var nú kominn til Noregs, í allt öðr-
um erindum en að læra skinnaiðnað, þá
fékk ég allt í einu bréf frá Jóni, þar
sem hann bað mig að halda áfram að
kynna mér sútun skinna. Ég fór þá til
Þýskalands og var þar á nokkrum nám-
skeiðum. Meðal annars var ég á nám-
skeiði í Frankfurt, þar sem framleiddar
voru sútunarvélar, og námskeiðin voru
að nokkru leyti haldin í því skyni að
kynna vélarnar og reyna þær. Við vor-
um þar nokkrir á námskeiði í þrjá eða
fjóra mánuði, en um vorið bauð einn
félaga minna mér til sín heim. Faðir
hans átti verksmiðju í Rínarlöndum,
skammt frá hollensku landamærunum,
og þangað fór ég og var þar í nokkra
mánuði til þess að kynnast þessu dálítið
betur.
• Starfsemin hefst á nýjan leik
Og á meðan þessu fer fram, er hlé á
þeirri starfsemi, sem þú hafðir byrjað á
hér heima?
Já, hún lá niðri þarna um þriggja ára
skeið, eins og ég sagði áðan. En árið
1930 var tekið til á nýjan leik, og árið
1932 voru sútaðar gærur í verksmiðj-
unni 1600 talsins. Á árinu 1934 var
byrjað að reisa nýtt hús handa gæru-
verksmiðjunni, áfast við ullarverk-
smiðjuna, og var smíði þess lokið í febrú-
ar 1935. Þá var líka bætt við vélum til
sútunar. Næsta vetur var byrjað að súta
sauðskinn og leður í verksmiðjunni, og
voru þann vetur sútuð rúmlega 6200
skinn og húðir, en auk þess um 1150
gærur loðsútaðar. Það var fenginn
norskur iðnaðarmaður til þess að vinna
við sútunina.
• Skóverksmiðja stofnuð
Á aðalfundi Sambandsins, sem hald-
inn var hér á Akureyri vorið 1936, var
ákveðið að setja hér á stofn skóverk-
smiðju. Jafnframt var byggð ný hæð
ofan á hús gæruverksmiðjunnar, og vél-
arnar komu um haustið, og skóverk-
Þessar þrjár myndir
frá mismunandi tímum
gefa ofurlitla vísbend-
ingu um vöxt og við-
gang Sambandsverk-
smiðjanna á Akureyri.
Myndin hér efst til
vinstri er af húsakynn-
um Verksmiðjufélags-
ins á Akureyri Ltd.,
sem seldi Sambandinu
eignir sínar árið 1930.
Neðri niyndin er tekin
af Sambandsverksmiðj-
unum árið 1942.
Og stóra myndin hér
til hægri sýnir okkur,
hvernig þær líta út nú
á dögum.
14