Samvinnan - 01.04.1983, Page 16

Samvinnan - 01.04.1983, Page 16
V T” t Sigríður Haraldsdóttir skrifar um NEYTENDAMÁL Kjöt er viðkvæmur söluvarningur, því að sýklar og annar smáverugróður, sem hættulegur er heilsu manna, þrífst vel í því. Sláturtíðin er hafin fyrir nokkru og þar með aðal annatími í slát- urhúsum, enda er óheimilt að selja kjöt til manneldis nema slátrun hafi farið fram í löggiltu sláturhúsi. Sýklar og annar smáverugróður, sem hættulegur er fyrir heilsu manna, dafnar vel í kjöti. Það er því við- kvæmur söluvarningur, alveg eins og mjólkin. • Störf dýralækna Hér á landi er lögboðið eftirlit með kjöti og kjötafurðum til þess að koma í veg fyrir að selt sé kjöt, sem óhæft er til manneldis. Heilbrigðisskoðun fer fram í sláturhúsinu, yfirleitt eru það dýralæknar sem framkvæma hana og að skoðun lokinni skal dýralæknir merkja kjötið með stimpilmerkjum. Kjötið er merkt með bláum þrí- hyrningi með tölustafnum 1, en til út- flutnings með brúnum aflöngum stimpli, þar sem stendur ICELAND og númer sláturhússins. Þessi stimpil- merki tryggja neytendum, að kjötið er af heilbrigðum skepnum. Dýralæknar hafa ennfremur eftirlit með því að reglusemi, þrifnaðar og hreinlætis sé gætt við öll störf í slátur- húsum landsins. Kjöteftirlit • Nokkrar reglur um flokkun, mat og merkingu dilkakjöts: „I fyrsta flokk + skal setja skrokka sérlega vel vaxna og með greinilegum ræktunareinkennum, vel holdfyllta, einkum í lærum og á baki, hæfilega feita og með jafnri og hvítri fitudreif- ingu um allan kroppinn. Fitulagið skal ekki vera yfir 4 mm mælt á miðj- um bakvöðva. Skrokka í þessum gæðaflokki skal merkja með DI stjörnu. í fyrsta flokk skal setja vel hold- fyllta skrokka með miðlungsfitu og gallalausa í útliti. Þeir séu merktir DI. I annan flokk skal láta vöðvarýra, útlitsljóta skrokka og með minnihátt- ar mar og verkunargalla. Þeir séu merktir DIIX. í annan flokk Q, skal setja skrokka með mikilli fitu, einnig skrokka með blóðlitaðri fitu eða fitu sem ekki stirðnar. Mikil fita telst, ef fitulagið er að meðaltali yfir 10 mm á baki, mælt á þrem stöðum, á miðjum bakvöðva, á milli 10. og 11. rifs á miðri síðu og ca. 5cm aftan við bóg. Þessir skrokkar séu merktir DIIo“ ,,Merkja skal dilkakjöt sem hér segir: og kjötgœði • Reglur um nautgripakjöt „1. ungkálfakjöt. Skrokka af nýfæddum kálfum til 3. mánaða aldurs skal meta og merkja sem hér segir: a) UK I á aldrinum allt að 3. mánaða séum að ræða mjólkurkálfa, sem einungis hafa verið fóðraðir á mjólk og kjarnfóðri, en ekki feng- ið hey eða gras, enda sé holdfyll- ing góð einkum á læri og hrygg, kjötið ljóst og fallegt í útliti. b) UK II kálfa á sama aldri sæmilega í útliti og ekki léttari en 20 kg. c) UK III af kálfum, sem slátrað er nýfæddum eða innan 1 mánaðar UK III a ef þeir eru holdgóðir, út- litsfallegir og vega yfir 15 kg en UK III b séu þeir holdrýrir og létt- ari en 15 kg eða eru merktir heil- brigðisstimpli 2. I merkingu UK III skal einnig taka lélega kálfa á aldrinum 1-3 mánaða. 2. Alíkálfakjöt. Skrokka af kálfum á aldrinum frá 3 til 12 mánaða aldurs skal meta og merkja sem hér segir: a) AK 1 séu skrokkarnir vel hold- fylltir einkum í lærum og hrygg • Störf kjötmatsmanna Að lokinni læknisskoðun er allt kjöt metið, flokkað og merkt eftir tegundum og gæðum. Að lokinni skoðun festir kjötmatsmaður miða við kjötskrokkinn, en á þeim miða er prentað nafn eða skammstafir slátur- leyfishafa og númer sláturhúss, þar sem slátrað er ásamt tegundarheiti kjötsins og gæðaflokksmerki. Sá sem kaupir hálfan eða heilan skrokk getur gengið eftir því að fá að sjá merki kjötmatsmannsins og þeim til glöggvunar skulu hér birt nokkur atriði úr reglugerð um slátrun, mat og meðferð sláturafurða (21. des. 1977). I. flokkur.* vel holdfyllt læri og bak. Fitulag ekki yfir 4 mm á miöjum bakvööva I. flokkur vel holdfylltir miðlungsfita, gallalausir í útliti .... II. flokkur Sæmilega holdfylltir lítil fita, galla- litlir .... II. flokkur O. Holdgóöir skrokkar mikil fita. Fitu- lag 10 mm á baki og milli 10 og 11. rifs og aftan viö bóg Aö 12.5 kg. 13-16 kg. 16.5-19 kg. 19.5-22.5 kg. 23 kg. DI *6 DI *2 DI *8 DI *4 DI 6 DI 2 DI 8 DI 4 DI T DII 6x DII 2x DII 8x DII 4x DII Tx DII0 6 DII0 2 DII0 8 DII 0 4 DII 0 T 16

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.