Samvinnan - 01.04.1983, Síða 20
V
v
\••
Ritgerða-
samkeppni
Sambandsins
Peir sem lentu í skuld
við kaupmenn voru
beinlínis kúgaðir með
skuldum sínum til að
versla ekki við aðra
og áttu sér oft ekki
viðreisnar von.
var frumskilyrði þess að hægt væri að
starfrækja félagsskap, þar sem menn
voru með öllu óvanir félagsstörfum.
Þetta sýnir ennfremur að tekið hefur
verið á þessu máli af ntikilli alvöru og
vel til fundarins vandað. Þessi fundar-
sköp voru samþykkt og einnig var sam-
þykkt að láta bóka allt sem á fundinum
gerðist.
Þessu næst voru lagðar fyrir fundinn
17 spurningar sem rætt skyldi um. Þær
fjölluðu unt tilgang og verksvið félags-
ins, umbætur í verslunarháttum, hvort
þörf væri á lagfæringu í samskiptum við
kaupmenn, hverjar skyldur félags-
manna væru og verksvið og vinnuskil-
yrði stjórnar.
Umræður og ályktanir á fundinum
voru bókaðar.
Skömmu síðar var boðað til fundar
úr öllum sóknum hreppsins. Þar voru
lögð frant fruntvörp um skyldur félags-
manna og voru þau öll samþykkt. Form
félagsins var ákveðið og menn kosnir í
embætti. Þá voru lög félagsins ákveðin
og fundarsköp. Lög félagsins voru í
fimm köflum og var sá fyrsti unt fund-
arlög, annar um skyldur almennra fé-
laga og hinn fimrnti um skyldur þeirra
félaga sem skuldugir voru.
Full ástæða væri að gera þessu félagi
betri skil, því það ntun hafa verið fyrsta
formlega „samvinnufélagið“ sem stofn-
að var í heiminum.
Ekki er alveg ljóst hvenær starfsemi
félagsins endaði en það hefur að öllum
líkindum verið eitthvað fyrir stofnun
Búnaðarfélagsins 1854.
Árið 1847 leituðu aðilar úr Reykja-
vík til sr. Þorsteins Pálssonar á Hálsi,
forgöngumanns Verslunarfélags
Hálshrepps, um skýrslu frá félaginu og
leiðbeiningar um slíkan félagsskap.
Árið eftir, 1848, var stofnað „Verslun-
arfélagið í Reykjavíkurkaupstað“. Einu
heimildir unt það félag eru lög þess
sem prentuð voru af H. Helgasyni 1848
ásamt formála og sýnishorni af bók-
færslu félagsins. Þessi lög bera með sér
að þau hafa lög félagsins fyrir norðan
að fyrirmynd en eru betur útfærð og
skipulagning öll betri. Hins vegar eru
engar heimildir um að félagið hafi
nokkurn tíma starfað og þar af leiðandi
ekki heldur hvenær það leystist upp.
• Búnaðarfélagið í syðri hluta Þingeyj-
arsýslu og félagsmálavakningin
I Þingeyjarsýslu héldu umræður
áfram um verslunarfélagsskap bæði
með félögunum í Háls og Ljósavatns-
hreppum og eftir að þau drógust saman
og sofnuðu. Enn voru menn þar í sýslu
sem höfðu þau aðal áhugamál að gera
verslunina að hornsteini í sjálfstæðis-
baráttunni og gerðu sér grein fyrir að
án innlendrar verslunar rétti efnahagur
landsmanna ekki úr kútnum. Þessir
menn héldu uppi linnulausum áróðri og
reyndu að opna augu manna fyrir þeirri
nauðsyn sem var á víðtækri samvinnu
allra unt þessi undirstöðu réttindamál.
Dagana 4. og 5. apríl 1854 var hald-
inn að Einarsstöðum í Reykjadal stofn-
fundur félags: „Búnaðarfélagið í syðri
hluta Þingeyjarsýslu". Fundarboðandi
var sr. Jón Kristjánsson í Ystafelli og
mættu á fundinn allir hreppstjórar suð-
ur sýslunnar og trúlega einhverjir fleiri.
Búnaðarfélagið var stofnað sem
sýslufélag en innan þess skyldu starfa
hreppadeildir. Hver deild skyldi starfa
sem þrjú félög heima í hreppi, eitt sem
almennt búnaðarfélag, annað skyldi
hafa umsjá með ásetningi bænda og hið
þriðja skyldi vera verslunarfélag.
Á fundinum voru gerðar samþykktir
um verslunarfélögin þar sem segir að
þau skuli stofnuð í hverjum hreppi
Suður-Þingeyjarsýslu og skuli hver
hreppur semja sínar eigin reglur um
verslun. Að forgöngumenn félagsins
skyldu semja áætlun um vörumagn
hvers félags og leita sem bestra við-
skiptakjara þegar verslun hæfist, og að
hrepparnir hefðu nteð sér samband eft-
ir ástæðum. Samband hreppadeildanna
skyldi takmarkast svo að hver deild
hafi eigin ábyrgð út af fyrir sig gagnvart
skuldum.
Hlutverk þessara verslunarfélaga var
að leita eftir sameiginlegum viðskiptum
fyrir alla félagsntenn sent auðsæ hag-
kvæmni er fólgin í. Hver deild bar sam-
eiginlega ábyrgð á skuldum sinna
manna og hlýtur það að hafa haft áhrif
á verslunarhætti og vöruval.
Það er Ijóst af heimildum að kaup-
menn þeir sem ráku verslunina beittu
öllum ráðunt og ýmsunt óprúttnum til
að bæla í fæðingu alla tilburði lands-
20