Samvinnan - 01.04.1983, Qupperneq 23
Fólk hefur best staðið af sé ólög og harðindi,
þegar samvinna er í heiðri höfð.
með mismunandi bakgrunn og mismun-
andi menntun og með ólíkar lífsskoðan-
ir. Ef allir hinir 43.000 meðlimir sam-
vinnuhreyfingarinnar væru aldir á sömu
pólitísku jötu mættu andstæðingarnir
fara að vara sig.
Margir láta í ljósi andúð á því sem
þeir kalla „óhófleg útþensla og veldi"
samvinnuhreyfingarinnar.
Eysteinn Jónsson bar engan kvíð-
boga fyrir þeirri þenslu eða því veldi
þegar hann sagði: „Pegar stórbrotnar
hugsjónir rætast er ekki við öðru að
búast en niikið fari fyrir árangrinum".
Gegn þeim áróðri sem haldið er uppi
gegn samvinnufélögunum vitnar best
starfsemi þeirra. Auk hinnar ákveðnu
starfsemi standa samvinnufélög oftlega
að öðrum framfaramálum í þjóðfé-
laginu. Þau hafa lagt fram fé og annan
mikilsverðan stuðning við ýmis mikil-
væg mál sem þá heyra á engan hátt
undir starfsemina.
Samvinnuhreyfingin hefur sýnt stuðn-
ing mörgum minnihlutahópum, þeim
sem minnst mega sín í þjóðfélaginu.
Mörg íþrótta- og æskulýðsfélög hafa
hlotið mikilvægan stuðning. Margvísleg
menningarstarfsemi hefur einnig notið
góðs af stuðningi samvinnufélaga víða
um land.
Á Akureyri hefur K. E. A starfrækt
kostnaðarsama heimsendingarþjónustu
fyrir hrevfiskerta.
Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöðum
reisti tjaldstæði og aðstöðu fyrir ferða-
menn þar á staðnum sem þó heyrir trú-
lega frekar undir sveitarfélagið. Víða í
smærri byggðarkjörnum halda kaupfé-
lögin uppi sumarvinnu fyrir unglinga.
Þá halda kaupfélögin oft uppi viða-
mikilli þjónustu við sveitir og hinar
dreifðari byggðir sem oft er fjarri því
að vera arðbær.
• Kaupfélögin og sveitirnar
Vegna þeirrar sérstöðu sem kaupfé-
lögin hafa í viðskiptum bænda og í
sveitaverslun er ástæða til að minnast á
þann þátt.
Svo til öll framleiðsla bænda er seld
kaupfélögum, öll mjólk, meirihluti
ullar, skinna og kjöts. En hvaða þjón-
ustu fá þeir sem í sveitum búa hjá
kaupfélögum? Þeir fá mikla þjónustu,
en stendur hún undir sér? Það er mjög
vafasamt. í fámennum byggðarlögum,
þar sem verslun er lítil reka kaupfélög
oft útibúsverslanir. Það liggur í augum
uppi að þar sem verðbólga blómstrar
með þvílíkum ágætum og hér á landi
hlýtur að vera allt að því útilokað að
halda uppi vörulager þar sem fáir
versla og veltuhraði er lítill. Því hlýtur
sveitaverslunin að standa því verr sem
byggðin er fámennari. Og - sveitir
landsins eru sífellt að verða fámennari.
Hvað geta kaupfélögin gert til að
hafa áhrif á þá þróun?
I stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar
segir: „Samvinnuhreyfingin vill að gæði
og auðæfi landsins séu notuð til þess að
efla byggð og búsetu sem víðast til far-
sældar íbúum þess“. í stefnuskránni
segir einnig: „Samvinnuhreyfingin vill
stuðla að því að tækniframfarir verði til
þess að auka almenna farsæld og vel-
megun, en leiði ekki til aukinnar mis-
skiptingar lífsgæða eða atvinnuleysis“.
Samkvæmt stefnuskránni er það hlut-
verk samvinnuhreyfingarinnar að efla
byggð og búsetu, stuðla að því að
tækniframfarir leiði til almennrar far-
sældar og velmegunar.
Á fyrstu árum kaupfélaganna var allt
frumkvæði um bætt lífskjör í þeirra
höndum. Þessu frumkvæði eiga kaupfé-
lögin að halda a. m. k. í sveitum
landsins, þar sem þau eru fædd og upp-
alin. Það yrði lítil reisn yfir 100 ára af-
mæli Sambandsins, eftir tæp tuttugu ár,
ef það yrði haldið á einhverju eyðibýli
í Þingeyjarsýslu, væntanlega í órækt og
niðurníðslu.
Samvinnuhreyfingunni ber að stuðla
að aukinni byggð í sveitum landsins.
Þau gætu staðið fyrir uppbyggingu iðn-
aðar í sveitum, annað hvort með iðn-
fyrirtækjum á vegum kaupfélaga eða í
samstarfi við aðra með þátttöku í hluta-
félögum og eða sanieignarfélögum.
Auknir atvinnumöguleikar í sveitum
eru líklegasta leiðin til að viðhalda eða
auka byggð þar. Vaxandi og öflug
byggð í sveitum landsins með tryggar
atvinnugreinar að bakhjarli, hlýtur að
vera hreint hagsmunamál kaupfélag-
anna og myndi stuðla að hagkvæmari
rekstri þjónustunnar.
• Eftirmáli
Hér á undan hefur verið drepið á
helstu samtök manna, þau sem fyrst
Iétu verslunarmál til sín taka. Þó er
fleira ósagt en sagt og er hér aðeins
sýnishorn af þeirri félagsvakningu sem
varð meðal landsmanna á liðinni öld.
Ekki er minnst á mörg af helstu félög-
unum, t. d. Gránufélagið og Félags-
verslunina við Húnaflóa. Ekki er held-
ur getið verslunarfélaganna á Aust-
fjörðum sem þó eiga sér merkilega
sögu. Þess í stað hef ég reynt að segja
frá þeirri félagsvakningu sem varð í
Þingeyjarsýslu, þar sem árangurinn
varð áþreifanlegastur og fyrstu form-
legu félögin, sem náðu verulegum ár-
angri, voru stofnuð. Það eru félögin
sem urðu grunnurinn að stofnun fyrsta
kaupfélagsins. Þá er ekki getið um
starfsemi eða stöðu samvinnufélaga á
fyrri hluta þessarar aldar, á tímum sem
þau stóðu af sér mestu efnahagskreppu
sem yfir hefur riðið.
Aðeins er leitast við að skoða stöð-
una nú, - á tímum sem margir nefna
einnig krepputíma.
Að lokum: Ljóst er, að í gegnum
aldirnar hefur fólk best staðið af sér
ólög og harðindi þegar samvinna er í
heiðri höfð. ♦
Heimildir:
Saga Kaupfélags Þingeyinga (Jón Gauti Péturs-
son 1942)
Frelsisbarátta Þingeyinga og Jón á Gaut-
löndum (Gunnar Karlsson 1977)
Islensk samvinnufélög hundrað ára (Arnór Sig-
urjónsson 1944)
Árbók F. I. (Sigurður Björnsson frá Kví-
skerjunt 1979)
Islandssaga (Einar Laxncss 1974)
Fundargerðir Búnaðarfélagsins í syðri hluta
Þingcyjarsýslu (1854-1S88)
Samvinnuhreyfingin á Islandi (Eysteinn Sig-
urðsson 1978)
23