Samvinnan - 01.04.1983, Qupperneq 26
Jón Sigurðsson
skólastjóri
Hvað er orðið afviskunni?
Með nemendum
skólans berst þekking
á málefnum sam-
vinnuhreyfingarinnar
og skilningur á
högum hennar út
um gervallt samfé-
lagið.
Eins og boðað var í síðasta hefti birt-
ast hér nokkrir kaflar úr skóla-
slitaræðu Jóns Sigurðssonar
skólastjóra á Bifröst, sem hann hélt er
hann sleit Samvinnuskólanum að Bif-
röst. Þá lauk 65. skólaári Samvinnu-
skólans og 28. ári skólans í Bifröst í
Norðurárdal. Veturinn var einnig 9.
starfsár fullmótaðrar framhaldsdeildar
Samvinnuskólans í Reykjavík og 6. ár
starfsfræðslu og símenntanámskeiða
Samvinnuskólans í þeirri mynd og þeim
umsvifum, sem þeirri starfsemi hefur
verið sniðin á síðari árum:
• Þjónar samvinnuhreyfingunni á
margan hátt
A síðastliðnu ári komu 10% nem-
enda, sem þá voru í 2. bekk, úr störf-
um á vegum hreyfingarinnar; í fjöl-
skyldu 44% nemendanna voru félags-
menn í samvinnufélögum og í fjöl-
skyldu 28% þeirra voru samvinnustarfs-
menn.
Hitt er þó ekki síður athyglisvert að
76% þeirra nemenda, sem brautskráð-
ust frá Samvinnuskólanum í Bifröst á
árununt frá 1973 til 1981 og Ieituðu sér
ekki frekari skólagöngu héðan, hafa
um lengri eða skemmri tíma starfað á
vegunt samvinnuhreyfingarinnar að
námi loknu, og um 44% þeirra munu
nú í starfi hjá hreyfingunni. Jafnvel um
57% þeirra sent samvinnuskólaprófi
luku á þessu árabili og leituðu sér frek-
ari skólagöngu hafa meira eða minna'
starlað fyrir hreyfinguna samhliða námi
eða í skólaleyfum.
Þessu fólki til viðbótar er sá fjöldi
samvinnustarfsmanna og félagsmanna
sent sækir starfsfræðslu og símenntun-
arnámskeið skólans. A síðastliðnu vori
voru þátttakendur alls á einstökum
námskeiðum Samvinnuskólans orðnir
um hálft sjötta þúsund manna frá 1977
og nú í vetur eru þátttakendurnir orðn-
ir unt hálft fimmta hundrað.
En skerfur Santvinnuskólans til sam-
vinnuhreyfingarinnar verður ekki að-
eins veginn á þessa reislu. Hitt skiptir
ekki minna ntáli eins og reynsla hefur
margsýnt að rneð nemendum skólans
berst þekking á málefnum samvinnu-
hreyfingarinnar og skilningur á högum
hennar út um gervallt samfélagið. I
þessu gildir einu hvort menn starfa hjá
opinberum aðilum, einkafyrirtækjum,
hlutafélögum eða hjá samvinnuhreyf-
ingunni sjálfri.
• Hvað hefur orðið af viskunni?
Kæru vinir sem nú kveðjið þennan
skóla eftir tveggja vetra námsdvöl hér
í Bifröst:
Nú er runnin langþráð stund á ferli
ykkar hvers og eins og það kemur í
minn lilut að þakka samveruna og
fylgja ykkur út göngin með nokkrum
orðum.
Tómas hét maður Eliot og var eitt-
hvert merkasta ljóðskáld á enska tungu
á þessari öld. Einhverju sinni spurði
hann: „Hvað hefur orðið af viskunni
sem við glötuðum í þekkinguna? Hvað
er orðið um þekkinguna sem týndist í
upplýsingunum?”
Þessar spurningar virðast orðaleikir
og gamansemi ein, en þó er í þeim
speki sem á svo brýnt erindi við okkur
að skipt getur sköpum lífs og dauða.
Hvarvetna flæða á okkar dögum
hvers kyns upplýsingar um hvaðeina.
Við lifum á tímum mikillar þekkingar.
Þó er það deginum ljósara að okkur
skortir visku til að lifa og hegða okkur
eða notfæra okkur þær gjafir sent okk-
ur er gefnar.
Þessa gætir hvarvetna á heimsbyggð-
inni og þess gætir ekki síður í samfélagi
íslendinga yfirleitt. Ég veit að það hef-
ur ekki farið fram hjá ykkur þrátt fyrir
annir liðinna daga og vikna að nú er
mikið harðindatal hér á landi. Unt leið
26