Samvinnan - 01.04.1983, Page 27

Samvinnan - 01.04.1983, Page 27
vitum við það öll furðuvel að þessi harðindi eiga að verulegu leyti rót að rekja til skorts okkar á visku . Pað var annars konar skortur og önnur harðindi sem við var að eiga þegar íslenskir fá- tæklingar tóku höndum saman sér til varnar og sjálfsbjargar í fyrstu sam- vinnufélögunum. En þegar eitthvað virðist mótdrægt eða horfur eru með dekkra móti fram undan má jafnan líta um öxl og sækja sér kraft, styrk og hvatningu í því sem liðið er. I sögunni má sjá að áður hefur verið tekist á við þyngri raunir og meiri vanda og lausn fundist. Um þetta orti Jón Þorkelsson Fornólfur á þessa lund: Mikill er í minningunni meginstyrkur vorri þjóð til þess að hver kynslóð kunni kjörin sér að skapa góð. Bæði til að hafa og hylla og hafna því sem reynt er illa oft eru gömlu fræðin fróð. • Við eigum á hættu að glata arfinum Sagan á að eyða tilhneigingunni til uppgjafar og örvinglunar. Hún á að smækka löngun okkar til að vorkenna okkur sjálfum. Hún á að auka þor okk- ar og vilja til athafna og úrræða. Hún sýnir með dæmum sínum hvernig, með hvaða móti og hætti vanda má leysa, hvaða dyggðir á að virða og hvaða syndir að forðast. Og hún sýnir að margt það sem við teljum sjálfsagt mál og hversdagslegt var í öndverðu barátta einstakra brautryðjenda, nýjungar sem orkuðu tvímælis og hugsjónir sem illa var tekið. Þannig verða 10. nóvember næst- komandi aðeins fimm hundruð ár liðin síðan sá maður fæddist er slöngvaði þeirri hugsun inn í mannheim að vinna alþýðunnar væri virðuleg þjónusta við Guð og hver maður væri öðrum jafn og ábyrgur sem frjáls maður fyrir sjálfum sér andspænis Drottni. Hugmyndir okkar um mannréttindi og almanna- samtök hvíla meðal annars á þessari forsendu i kenningum Marteins Lúthers. Og 8. september síðastliðinn voru hins vegar aðeins tvö hundruð ár liðin síðan sá maður fæddist sem lagði grunninn að skólahaldi því sem Sam- vinnuskólinn varð síðar lagaður eftir. En hugmyndir okkar um lýðskóla, Enginn maður á heimtingu á einskærri velgengni, og ham- ingjan kemur innan að og ofan að. 27

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.